Handbolti

Tíu marka skellur í fyrsta leik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sveinn Andri Sveinsson í leik með ÍR.
Sveinn Andri Sveinsson í leik með ÍR. vísir/ernir

Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri fékk tíu marka rassskell, 29-19, gegn Rúmeníu í fyrsta leik liðsins á EM 2020 í dag sem fram fer í Slóveníu.

Íslensku strákarnir byrjuðu hræðilega og voru 10-2 undir þegar að fyrri hálfleikurinn var hálfnaður og það var alltof stór hola til að koma sér upp úr.

Haukamaðurinn Orri Þorkelsson skoraði þrjú mörk úr þreur skotum í leiknum og var markahæstur ásamt Víkingnum Birgi Erni Birgisson sem FH keypti á dögunum. Hann skoraði þrjú mörk í sjö skotum.

Eyjamaðurinn Daníel Griffin skoraði tvö mörk líkt og Birgir Jónsson en aðrir minna. Leikstjórnandinn Sveinn Andri Sveinsson, sem fór á kostum með ÍR í Olís-deildinni síðasta vetur, átti erfiðan dag á skrifstofunni og skorðai aðeins eitt mark úr sjö skotum.

Ísland er í mjög erfiðum riðli og á eftir leiki á móti Þýskalandi og Svíþjóð sem að skildu jöfn, 22-22, fyrr í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.