Leit að betra lífi Davíð Þorláksson skrifar 4. júlí 2018 07:00 Það er ömurlegt að horfa upp á hvernig börn innflytjenda í Bandaríkjunum eru tekin frá foreldrum sínum og jafnvel geymd í búrum. Í flestum tilfellum er um heiðarlegt fólk að ræða sem er einfaldlega í leit að betra lífi fyrir sig og fjölskyldu sína. Eina sem þau hafa til sakar unnið er að fæðast röngu megin við ímyndaða línu. Í stað meðalhófs og umburðarlyndis, er rekin stefna án umburðarlyndis. Við getum vel tekið betur á móti innflytjendum og boðið fleiri kvótaflóttamönnum að koma hingað til lands. Eitt af því sem helst þarf að bæta varðandi móttöku innflytjenda er menntun barna þeirra. Margt bendir til að þar sé pottur brotinn. Menntun er lykilþáttur í að nýir Íslendingar nái að aðlagast lífinu hér og skapa sér gott líf til framtíðar. Sveitarfélögin þurfa að girða sig í brók hvað þetta varðar. Það er ekki bara siðferðisleg skylda okkar að taka vel á móti innflytjendum heldur sýna rannsóknir að innflytjendur hafa góð áhrif á hagkerfi þróaðra ríkja. Þeir sinna störfum sem ella væru ef til vill ekki unnin og nota launin sín til að kaupa vörur og þjónustu. Þetta skapar hagvöxt í nýja heimalandinu. Uppsveiflan sem við höfum séð hér síðustu árin hefði ekki verið svona mikil ef við hefðum ekki notið krafta erlends vinnuafls. Í dag, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, er talið að um 2.300 börn innflytjenda séu í haldi stjórnvalda fjarri foreldrum sínum. Land frelsis og tækifæra hefur að mörgu leyti snúist upp í andhverfu sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ömurlegt að horfa upp á hvernig börn innflytjenda í Bandaríkjunum eru tekin frá foreldrum sínum og jafnvel geymd í búrum. Í flestum tilfellum er um heiðarlegt fólk að ræða sem er einfaldlega í leit að betra lífi fyrir sig og fjölskyldu sína. Eina sem þau hafa til sakar unnið er að fæðast röngu megin við ímyndaða línu. Í stað meðalhófs og umburðarlyndis, er rekin stefna án umburðarlyndis. Við getum vel tekið betur á móti innflytjendum og boðið fleiri kvótaflóttamönnum að koma hingað til lands. Eitt af því sem helst þarf að bæta varðandi móttöku innflytjenda er menntun barna þeirra. Margt bendir til að þar sé pottur brotinn. Menntun er lykilþáttur í að nýir Íslendingar nái að aðlagast lífinu hér og skapa sér gott líf til framtíðar. Sveitarfélögin þurfa að girða sig í brók hvað þetta varðar. Það er ekki bara siðferðisleg skylda okkar að taka vel á móti innflytjendum heldur sýna rannsóknir að innflytjendur hafa góð áhrif á hagkerfi þróaðra ríkja. Þeir sinna störfum sem ella væru ef til vill ekki unnin og nota launin sín til að kaupa vörur og þjónustu. Þetta skapar hagvöxt í nýja heimalandinu. Uppsveiflan sem við höfum séð hér síðustu árin hefði ekki verið svona mikil ef við hefðum ekki notið krafta erlends vinnuafls. Í dag, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, er talið að um 2.300 börn innflytjenda séu í haldi stjórnvalda fjarri foreldrum sínum. Land frelsis og tækifæra hefur að mörgu leyti snúist upp í andhverfu sína.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar