Körfubolti

Sigurður Gunnar yfirgefur Grindavík

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sigurður Gunnar Þorsteinsson í leik með íslenska landsliðinu
Sigurður Gunnar Þorsteinsson í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Andri Marinó

Sigurður Gunnar Þorsteinsson mun ekki leika með Grindavík í Domino's deild karla á næsta tímabili. Hann staðfesti þetta við mbl.is í dag.

Sigurður Gunnar snéri aftur Grindavíkur fyrir síðasta tímabil eftir að hafa verið þrjú ár í atvinnumennsku. Hann varð Íslandsmeistari með Grindavík 2012 og 2013.

Hann sagði ekki ljóst hvar hann spili komandi vetur og útilokaði ekki að fara aftur erlendis.

Sigurður skoraði 12,8 stig, tók 8,8 fráköst og gaf 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik með Grindavík á síðasta tímabili.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.