Handbolti

Ísland sigraði Síle

Einar Sigurvinsson skrifar
Lovísa Thompson var markahæst í liði Íslands í dag með sjö mörk.
Lovísa Thompson var markahæst í liði Íslands í dag með sjö mörk. Vísir/Ernir

Íslenska landsliðið í hand­knatt­leik kvenna, skipað leik­mönn­um 20 ára og yngri, sigraði Síle með einu marki, 23-22, á heims­meist­ara­mót­inu sem nú stend­ur yfir í Debr­ecen í Ung­verjalandi.

Leikurinn var hnífjafn og var staðan jöfn í hálfleik, 11-11. Liðin skiptust á að leiða allt til enda. Íslenska liðið skoraði síðustu tvö mörk leiksins og náði með því að knýja fram eins marks sigur.

Lovísa Thompson var markahæst í liði Íslands með sjö mörk. Næst á eftir henni kom Sandra Erlingsdóttir með sex mörk. Andrea Jacobsen og Berta Rut Harðardóttir skoruðu síðan þrjú mörk hvor.

Í marki Íslands var Heiðrún Dís Magnúsdóttir með ellefu varða bolta.

Seinna í dag mætast lið Ungverjalands og Noregs og mætir sigurvegarinn úr þeim leik íslenska liðinu í 16-liða úrslitum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.