Körfubolti

Íslenska liðið með tveggja stiga sigur á Danmörku

Einar Sigurvinsson skrifar
Ragnheiður Einarsdóttir.
Ragnheiður Einarsdóttir. mynd/karfan.is

Íslenska kvenna­landsliðið í körfu­bolta skipað leik­mönn­um 20 ára og yngri vann tveggja stiga sigur, 59-57, á Danmörku í öðrum leik sínum í B-deild Evr­ópu­móts­ins sem fram fer í Rúm­en­íu.

Ísland byrjaði leikinn betur og vann fyrsta leikhluta, 11-9. Danska liðið var síðan sterkari í öðrum leikhluta sem það vann með átta stigum. Staðan í hálfleik var því 26-20 fyrir Danmörku.

Ísland náði síðan aftur forystunni í þriðja leikhluta sem liðið með átta stiga mun og hélt það forskotinu til leiksloka.

Thelma Dís Ágústs­dótt­ir og Dagbjört Karlsdóttir voru stigahæstar í íslenska liðinu með 12 stig hver. Thelma Dís tók auk þess 11 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hulda Bergsteinsdóttir skoraði 11 stig.

Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Tékklandi á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.