Uppgjör dóttur Kolbrúin Bergþórsdóttir skrifar 9. júlí 2018 06:00 Hin órólegu er frásögn skáldkonunnar Linn Ullmann af foreldrum sínum, leikstjóranum Ingmar Bergman og leikkonunni Liv Ullmann. Ingibjörg Eyþórsdóttir þýðir verkið með miklum ágætum. Linn lýsir uppvexti sínum og einkahögum og skrifar um börn sín af mikilli hlýju en foreldrarnir eru í forgrunni, sérstaklega faðirinn. Þótt bók Linn sé afhjúpandi og sýni foreldrana ekki alltaf í jákvæðu ljósi, þá forðast höfundur þá biturð sem svo auðvelt væri að fyllast þegar skrifað er um barnæsku sem einkenndist af fjarveru foreldra og ákveðnu skeytingarleysi. Bókin er skrifuð af miklum næmleika og vissum skilningi á veikleikum foreldranna. Hinir frægu foreldrar lifðu fyrir vinnu sína, höfðu engan áhuga á ábyrgðinni sem fylgir foreldrahlutverkinu og voru iðulega fjarri. Hann var kvennabósi sem átti níu börn með sex konum og hún var viðkvæm kona með sæg af elskhugum en var samt alltaf að bíða eftir hinum eina rétta. Bæði lifðu í sínum eigin heimi og óttuðust að vera yfirgefin. Jafnt og þétt er það faðirinn sem yfirtekur verkið og þeir þættir sem snúa að honum eru á köflum meistaralegir. Á eyjunni Föro ræðir Linn við föður sinn og tekur samtöl þeirra upp á segulband. Ellin er að eyða hinum skapandi listamanni sem hefur glatað kraftinum, er fastur við hjólastól, hefur fengið nokkur heilablóðföll og er farinn að gleyma. Úr þessu efni verður frásögn af elli, hnignun og dauða mikils listamanns. Það er sársauki í frásögninni, hlýja og söknuður. Þar er líka fegurð því hinn gamli kvennabósi er fastur í söknuði eftir lát síðustu eiginkonu sinnar, þeirrar fimmtu, og óskar þess heitast af öllu að fá að hitta hana eftir dauðann og segist vera sannfærður um að svo muni verða. Hann ræðir um tilvist Guðs sem hann afneitar ekki og er gagntekinn af kraftinum í fagurri tónlist. Ef hægt er að kvarta undan einhverju er það helst að móðirin, Liv Ullmann, hverfur úr sögunni þegar lesandinn hefði svo gjarnan viljað frétta af lífi hennar og líðan. Í síðasta sinn sem minnst er á hana er þegar Linn hringir í hana til að segja frá jarðarför föðurins og segir um samband þeirra mæðgna: „Við höfðum ekki talað saman nokkuð lengi, kannski aðeins skipst á nokkrum orðum í dagsins önn.“ Ekki er annað hægt en að fá sterkt á tilfinninguna að samband mæðgnanna sé afar flókið og einkennist ekki af einlægni. Þarna er ekki sama nánd og innileiki og í sambandinu við föðurinn, heldur er eins og margt sé ósagt. Kannski verður hið ósagða aldrei sagt. En hver veit, kannski verður til önnur bók. Kolbrún Bergþórsdóttir Niðurstaða: Sönn og tilfinningarík bók, skrifuð af innsæi og næmni. Þar er dregin upp sterk mynd af listamanni sem hefur orðið ellinni að bráð og bíður dauðans. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Ævintýrasmíð bestu vinkvenna með sama barnsföður Lífið Fleiri fréttir Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Hin órólegu er frásögn skáldkonunnar Linn Ullmann af foreldrum sínum, leikstjóranum Ingmar Bergman og leikkonunni Liv Ullmann. Ingibjörg Eyþórsdóttir þýðir verkið með miklum ágætum. Linn lýsir uppvexti sínum og einkahögum og skrifar um börn sín af mikilli hlýju en foreldrarnir eru í forgrunni, sérstaklega faðirinn. Þótt bók Linn sé afhjúpandi og sýni foreldrana ekki alltaf í jákvæðu ljósi, þá forðast höfundur þá biturð sem svo auðvelt væri að fyllast þegar skrifað er um barnæsku sem einkenndist af fjarveru foreldra og ákveðnu skeytingarleysi. Bókin er skrifuð af miklum næmleika og vissum skilningi á veikleikum foreldranna. Hinir frægu foreldrar lifðu fyrir vinnu sína, höfðu engan áhuga á ábyrgðinni sem fylgir foreldrahlutverkinu og voru iðulega fjarri. Hann var kvennabósi sem átti níu börn með sex konum og hún var viðkvæm kona með sæg af elskhugum en var samt alltaf að bíða eftir hinum eina rétta. Bæði lifðu í sínum eigin heimi og óttuðust að vera yfirgefin. Jafnt og þétt er það faðirinn sem yfirtekur verkið og þeir þættir sem snúa að honum eru á köflum meistaralegir. Á eyjunni Föro ræðir Linn við föður sinn og tekur samtöl þeirra upp á segulband. Ellin er að eyða hinum skapandi listamanni sem hefur glatað kraftinum, er fastur við hjólastól, hefur fengið nokkur heilablóðföll og er farinn að gleyma. Úr þessu efni verður frásögn af elli, hnignun og dauða mikils listamanns. Það er sársauki í frásögninni, hlýja og söknuður. Þar er líka fegurð því hinn gamli kvennabósi er fastur í söknuði eftir lát síðustu eiginkonu sinnar, þeirrar fimmtu, og óskar þess heitast af öllu að fá að hitta hana eftir dauðann og segist vera sannfærður um að svo muni verða. Hann ræðir um tilvist Guðs sem hann afneitar ekki og er gagntekinn af kraftinum í fagurri tónlist. Ef hægt er að kvarta undan einhverju er það helst að móðirin, Liv Ullmann, hverfur úr sögunni þegar lesandinn hefði svo gjarnan viljað frétta af lífi hennar og líðan. Í síðasta sinn sem minnst er á hana er þegar Linn hringir í hana til að segja frá jarðarför föðurins og segir um samband þeirra mæðgna: „Við höfðum ekki talað saman nokkuð lengi, kannski aðeins skipst á nokkrum orðum í dagsins önn.“ Ekki er annað hægt en að fá sterkt á tilfinninguna að samband mæðgnanna sé afar flókið og einkennist ekki af einlægni. Þarna er ekki sama nánd og innileiki og í sambandinu við föðurinn, heldur er eins og margt sé ósagt. Kannski verður hið ósagða aldrei sagt. En hver veit, kannski verður til önnur bók. Kolbrún Bergþórsdóttir Niðurstaða: Sönn og tilfinningarík bók, skrifuð af innsæi og næmni. Þar er dregin upp sterk mynd af listamanni sem hefur orðið ellinni að bráð og bíður dauðans.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Ævintýrasmíð bestu vinkvenna með sama barnsföður Lífið Fleiri fréttir Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira