Kjaramál heilbrigðisstétta Gunnar Helgason skrifar 9. júlí 2018 06:00 Aðferðir Íslendinga til þess að ná fram niðurstöðu í kjaradeilum eru meingallaðar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í fréttum Stöðvar 2 þegar rætt var við hann um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í kjaradeilu ljósmæðra við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Ljósmæður hafa hætt störfum á Landspítala og fleiri hafa sagt upp störfum. Neyðaráætlun hefur tekið gildi á Landspítala og verkefnum er komið yfir á aðrar stofnanir þar sem ljósmæður eru enn starfandi. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst um miðjan mánuðinn, nákvæmlega 10 árum eftir að rétt náðist að afstýra sambærilegu yfirvinnubanni hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu í sambærilegri kjaradeilu. Íslenskum stjórnvöldum virðist ofviða að semja um kaup og kjör við heilbrigðisstéttir. Nánast undantekningarlaust þurfa heilbrigðisstéttir að grípa til aðgerða eins og verkfalla til þess að knýja á um að gengið sé til samninga við þær. Hvers vegna er ástandið með þessum hætti og hvers vegna eru Íslendingar alltaf að grípa til þessara meingölluðu aðferða eins og fjármálaráðherra segir? Getur ekki verið að skorti á stefnu íslenskra stjórnvalda í heilbrigðismálum, mönnunar- og launamálum heilbrigðisstétta, kynbundnum launamun innan kerfisins og skorti á skýrri starfsmannastefnu sé að einhverju leyti um að kenna? Rétt er að minna á að íslenska ríkið er nánast eini vinnuveitandi flestra heilbrigðismenntaðra kvennastétta. Á Íslandi hefur það sjaldan átt upp á pallborðið að kvennastéttum sem sinna umönnunarstörfum séu greidd laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Að þessu leyti hefur jafnréttisbaráttan náð litlum árangri. Markaðslögmál þar sem samspil framboðs og eftirspurnar ræður launum og launaþróun stétta virðist ekki gilda hjá hinu opinbera þegar kemur að kvennastéttum. Fjármálaráðherra, fjármálaráðuneytinu og Samtökum atvinnulífsins verður tíðrætt um að launaþróun þurfi að vera sambærileg milli stétta. Þessi aðgerð myndi ganga ef allir væru með sambærileg laun í upphafi samanburðar eða hlutlægt mat lægi á bak við launasetningu, en huglægt mat og gamlar hefðir um launasetningu karla og kvenna virðast ráða meiru. Þetta væri einnig gagnleg aðferð ef sama upphafsár væri alltaf notað í slíkum útreikningum. Í kjarasamningum undanfarinna ára hafa íslensk stjórnvöld notast við upphafspunkt sem hentar hverju sinni. Árin 2006 og 2013 hafa verið notuð. SALEK-samkomulag og kjarasamningar 2015 gengu út frá launaþróun 2013. Þann 3. júlí gaf fjármálaráðuneytið út yfirlýsingu um launaþróun ljósmæðra og var árið 2007 þá notað sem upphafsár, væntanlega af því að það hentaði betur. Það að skoða bara launaþróun gefur skakka mynd ef heildarmyndin eða hvað liggur á bak við er ekki skoðað. Launaþróun upp á 30% skilar færri krónum til launamanns sem er með 400 þúsund krónur í laun en þess sem er með 700 þúsund krónur. Það er það sem ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og fleiri heilbrigðismenntaðar kvennastéttir horfa til þegar verið er að meta launahækkanir hjá hinu opinbera. Til að mynda hafa dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga hækkað um 133 þúsund krónur frá árslokum 2014 til ársloka 2017 á meðan t.d. kjararáð, læknar og skurðlæknar hafa fengið um 300 þúsund króna hækkun á dagvinnulaun að meðaltali, ofan á laun sem fyrir voru mun hærri en hjúkrunarfræðinga. Ljósmæður hafa notið lakari launaþróunar en aðrir opinberir starfsmenn bæði hvað varðar prósentur og krónur, það sýna gögn fjármálaráðuneytisins. Reikningsæfingar eins og fjármálaráðuneytið grípur til í yfirlýsingu sinni þann 3. júlí breyta litlu þar um. Það að lengja tímabilið sem skoðað er eða notast við upphafspunkt sem ekki hefur verið notaður í neinum samanburði gagnast lítið. Samtal ALLRA aðila á vinnumarkaði um það hvernig eigi að meta störf, menntun, ábyrgð, álag og umfang væri ágætis byrjun til þess að þróa nýjar aðferðir til þess að leiða kjaradeildur til lykta á Íslandi. Síðan mætti reikna launaþróun út frá því. Vilji til þess að taka slíkt samtal virðist ekki vera til staðar, í það minnsta hefur hjúkrunarfræðingum ekki verið boðið í þá umræðu en þeir eru alltaf reiðubúnir til samtals. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Aðferðir Íslendinga til þess að ná fram niðurstöðu í kjaradeilum eru meingallaðar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í fréttum Stöðvar 2 þegar rætt var við hann um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í kjaradeilu ljósmæðra við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Ljósmæður hafa hætt störfum á Landspítala og fleiri hafa sagt upp störfum. Neyðaráætlun hefur tekið gildi á Landspítala og verkefnum er komið yfir á aðrar stofnanir þar sem ljósmæður eru enn starfandi. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst um miðjan mánuðinn, nákvæmlega 10 árum eftir að rétt náðist að afstýra sambærilegu yfirvinnubanni hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu í sambærilegri kjaradeilu. Íslenskum stjórnvöldum virðist ofviða að semja um kaup og kjör við heilbrigðisstéttir. Nánast undantekningarlaust þurfa heilbrigðisstéttir að grípa til aðgerða eins og verkfalla til þess að knýja á um að gengið sé til samninga við þær. Hvers vegna er ástandið með þessum hætti og hvers vegna eru Íslendingar alltaf að grípa til þessara meingölluðu aðferða eins og fjármálaráðherra segir? Getur ekki verið að skorti á stefnu íslenskra stjórnvalda í heilbrigðismálum, mönnunar- og launamálum heilbrigðisstétta, kynbundnum launamun innan kerfisins og skorti á skýrri starfsmannastefnu sé að einhverju leyti um að kenna? Rétt er að minna á að íslenska ríkið er nánast eini vinnuveitandi flestra heilbrigðismenntaðra kvennastétta. Á Íslandi hefur það sjaldan átt upp á pallborðið að kvennastéttum sem sinna umönnunarstörfum séu greidd laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Að þessu leyti hefur jafnréttisbaráttan náð litlum árangri. Markaðslögmál þar sem samspil framboðs og eftirspurnar ræður launum og launaþróun stétta virðist ekki gilda hjá hinu opinbera þegar kemur að kvennastéttum. Fjármálaráðherra, fjármálaráðuneytinu og Samtökum atvinnulífsins verður tíðrætt um að launaþróun þurfi að vera sambærileg milli stétta. Þessi aðgerð myndi ganga ef allir væru með sambærileg laun í upphafi samanburðar eða hlutlægt mat lægi á bak við launasetningu, en huglægt mat og gamlar hefðir um launasetningu karla og kvenna virðast ráða meiru. Þetta væri einnig gagnleg aðferð ef sama upphafsár væri alltaf notað í slíkum útreikningum. Í kjarasamningum undanfarinna ára hafa íslensk stjórnvöld notast við upphafspunkt sem hentar hverju sinni. Árin 2006 og 2013 hafa verið notuð. SALEK-samkomulag og kjarasamningar 2015 gengu út frá launaþróun 2013. Þann 3. júlí gaf fjármálaráðuneytið út yfirlýsingu um launaþróun ljósmæðra og var árið 2007 þá notað sem upphafsár, væntanlega af því að það hentaði betur. Það að skoða bara launaþróun gefur skakka mynd ef heildarmyndin eða hvað liggur á bak við er ekki skoðað. Launaþróun upp á 30% skilar færri krónum til launamanns sem er með 400 þúsund krónur í laun en þess sem er með 700 þúsund krónur. Það er það sem ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og fleiri heilbrigðismenntaðar kvennastéttir horfa til þegar verið er að meta launahækkanir hjá hinu opinbera. Til að mynda hafa dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga hækkað um 133 þúsund krónur frá árslokum 2014 til ársloka 2017 á meðan t.d. kjararáð, læknar og skurðlæknar hafa fengið um 300 þúsund króna hækkun á dagvinnulaun að meðaltali, ofan á laun sem fyrir voru mun hærri en hjúkrunarfræðinga. Ljósmæður hafa notið lakari launaþróunar en aðrir opinberir starfsmenn bæði hvað varðar prósentur og krónur, það sýna gögn fjármálaráðuneytisins. Reikningsæfingar eins og fjármálaráðuneytið grípur til í yfirlýsingu sinni þann 3. júlí breyta litlu þar um. Það að lengja tímabilið sem skoðað er eða notast við upphafspunkt sem ekki hefur verið notaður í neinum samanburði gagnast lítið. Samtal ALLRA aðila á vinnumarkaði um það hvernig eigi að meta störf, menntun, ábyrgð, álag og umfang væri ágætis byrjun til þess að þróa nýjar aðferðir til þess að leiða kjaradeildur til lykta á Íslandi. Síðan mætti reikna launaþróun út frá því. Vilji til þess að taka slíkt samtal virðist ekki vera til staðar, í það minnsta hefur hjúkrunarfræðingum ekki verið boðið í þá umræðu en þeir eru alltaf reiðubúnir til samtals.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun