
Lesum í allt sumar
Mikilvægi lesturs og lesskilnings er ótvírætt. Við höfum lagt á það ríka áherslu síðustu ár að bæta læsi, ekki síst hjá börnunum okkar. Sumarið er tími samverunnar, útivistar og leikja en það er mikilvægt að minna á lesturinn líka. Það er staðreynd að ef barn les ekkert yfir sumartímann getur orðið allt að þriggja mánaða afturför á lestrarfærni þess í sumarfríinu. Góðu fréttirnar eru þó að það þarf ekki mikið til að börn viðhaldi færninni eða taki jafnvel framförum. Rannsóknir sýna að til þess að koma í veg fyrir þessa afturför dugar að lesa aðeins 4-5 bækur yfir sumarið eða lesa að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku í um það bil 15 mínútur í senn.
Foreldrarnir besta fyrirmyndin
Sem hvatningu fyrir lesendur á grunnskólaaldri höfum við skipulagt sumarlestrarleik með góðri hjálp, meðal annars frá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og Menntamálastofnun. Það er framhald Söguboltans, samstarfsverkefnis mennta- og menningarmálaráðuneytis, barnabókahöfunda og RÚV sem skipulagt var í tengslum við þátttöku landsliðsins í heimsmeistaramótinu í júní en þar tvinnum við saman tvær ástríður landsmanna, fótbolta og bókmenntir. Söguboltaþættina má finna á vef KrakkaRÚV og lestrarleikurinn fór í loftið um helgina. Hann er einfaldur og til þess gerður að hvetja krakka til þess að lesa, á alla vegu og í allt sumar.
Gleymum því ekki að bestu fyrirmyndir barnanna þegar kemur að lestri eru foreldarnir. Það er vænlegra til árangurs ef fleiri taka sér bók í hönd á heimilinu en börnin. Sem fyrr læra þau það sem fyrir þeim er haft og þess vegna þurfum við öll að muna eftir því að lesa líka. Setjum lesturinn á dagskrá í sumar, leggjum frá okkur snjalltækin og finnum okkur tíma í sól eða regni til þess að njóta góðra bóka. Það eru kannski ekki verðlaun í boði fyrir okkur fullorðna fólkið önnur en lestraránægjan – en hún er líka heilmikils virði.
Skoðun

Spilling í sparifötum – opið bréf til dómsmálaráðherra
Eva Hauksdóttir skrifar

Kvenveldisávarpið
Arnar Sverrisson skrifar

Vertu fyrirmynd
Signý Gunnarsdóttir skrifar

Er ég nógu merkilegur?
Friðrik Agni Árnason skrifar

Munum
Drífa Snædal skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn er krabbamein
Bragi Páll Sigurðarson skrifar

Velsældarhagkerfi
Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar

Samherji bara sjúkdómseinkenni
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skrifar

Sama hvaðan gott kemur? Sýnum góða starfshætti í loftslagsaðgerðum
Bergur Sigfússon, Edda Sif Pind Aradóttir, Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir og Sigurður Reynir Gíslason skrifar

Verkalýðshreyfingin málsvari þeirra sem verst standa
Drífa Snædal skrifar

Svar til áhyggjufulls skipstjóra Samherja
Jón Trausti Reynisson skrifar

Barátta fyrir nýrri stjórnarskrá er barátta gegn spillingu!
Katrín Oddsdóttir skrifar

Hver bjó til ellilífeyrisþega?
Kolbrún Baldursdóttir skrifar

Æ, æ og Úps!
Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Pisa og skekkjan í skólakerfinu
Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar