Körfubolti

Sjáðu leikmenn ráðast á dómara í körfuboltaleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Slagmál í körfuboltaleik. Myndin tengist ekki fréttinni.
Slagmál í körfuboltaleik. Myndin tengist ekki fréttinni. Vísir/Getty

Körfuboltaleikur í Atlanta í Bandaríkjunum endaði mjög illa á dögunum þegar urðu slagsmál á milli leikmanna og dómara leiksins.

Leikurinn var á milli R.A.W. Athletics frá Chicago og Houston Raptors en það voru leikmenn R.A.W. Athletics sem misstu algjörlega stjórn á sér.

Myndbandið hér fyrir neðan sýnir þegar að minnsta kosti þrír leikmenn úr liði R.A.W. Athletics ráðast að einum dómara leiksins. Atvikið gerðist í fjórða leikhluta og það hafði greinilega eitthvað mikið gengið á í þessum ágæta leik.
Þessar ljótu senur rötuðu í stærstu fjölmiðla Bandaríkjanna og í fyrstu var eins og sökin væri aðeins leikmannanna en þjálfaði þeirra hefur nú komið þeim til varnar.

Howard Martin, einn þjálfara R.A.W. Athletics, segir að leikmenn sýnir hafi verið að svara í sömu mynt því það hafi verið dómari leiksins sem hóf slagsmálin.

Dómarinn fékk heldur betur að kenna á því eins og sést hér fyrir neðan. Hvort þeir hafi byrjað eða ekki breytir því ekki hversu langt þeir gengu í barsmíðunum. Leikmennirnir sem um ræðir eiga því ekki von á því að mega stíga inn á körfuboltavöll á næstunni og þeirra körfuboltaferill er eflaust í miklu uppnámi eftir þessar skammarlegu framkomu.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.