Evrópusambandið og við Guðjón Sigurbjartsson skrifar 22. júní 2018 07:00 Aðildin að EES hefur komið sér mjög vel fyrir okkur og því er almennur vilji fyrir því að „kíkja í pakkann“, til að fólk viti almennilega hvað falið er í fullri aðild að Evrópusambandinu (ESB). Þegar það liggur fyrir getur þjóðin tekið bindandi ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal þess góða við ESB er að það starfar í þágu almennings. Fulltrúar á Evrópuþinginu, í Evrópuráðinu og öðrum stofnunum ESB koma það víða að og þeir ná aðeins saman um almennar ráðstafanir, draga ekki taum sérhagsmunahópa eins og gerist og gengur sérstaklega í fámennum löndum. Talsmenn sérhagsmuna hér gera mikið úr því að ESB séu ólýðræðisleg samtök. Það sem sérhagsmunaöflin eiga í raun við er að þau munu ekki geta haft eins sterk tök á stjórnvöldum ESB og þau hafa á stjórnvöldum hér, sér í hag en almenningi í óhag.Hvað þýðir ESB fyrir almenning og neytendur? ESB sinnir fyrst og fremst hagsmunum almennings og neytenda. Það hefur leitt til stórbættra lífskjara í Evrópu, ekki síst í löndum sem áður bjuggu við gallað stjórnkerfi. Fyrir okkur myndi full aðild að ESB meðal annars þýða eftirfarandi: Niðurfelling hinna háu matartolla mun lækka verð kjöts, mjólkurvara og eggja um 35% sem þýðir um 100.000 króna lækkun matarútgjalda á mann á ári. Það gagnast öllum almenningi, sérstaklega fátækum barnafjölskyldum. Einnig ferðaþjónustunni út um land, því ferðamenn forðast eðlilega hæsta matarverð í heimi. Tekjur sjávarútvegsins munu aukast um rúmlega 1 milljarð kr. á ári við niðurfellingu tolla sem nú bætast á verð sumra sjávarafurða inn á ESB-markaðinn. Fullvinnsla sjávarafurða í tilbúinn mat mun aukast því tollar koma aðallega á fullunnar sjávarafurðir. Með því að ganga í Tollabandalag Evrópu verður jafn einfalt að kaupa vörur erlendis frá og innanlands því tollafgreiðsla fellur niður og vöruverð lækkar. Af öllu því sem BREXIT hefur í för með sér óttast Bretar mest áhrifin af útgöngu úr Tollabandalaginu því hún þýðir að óhagkvæmt verður að staðsetja til dæmis bílaverksmiðjur á Bretlandi. Frjáls för fólks innan Evrópu eykur velsæld því fólk getur sótt vinnu, menntun og notið tilverunnar þar sem hentar hverju sinni. Gjaldmiðillinn euro lækkar vexti, auðveldar viðskipti, minnkar kostnað við meðhöndlun fjármuna og stuðlar að stöðugleika. Vextir innan EUR eru 3-4% lægri en vextir í krónunni. Upptaka EUR á Íslandi mun til dæmis lækka vaxtakostnað fjölskyldna sem standa í húsnæðiskaupum um nokkur hundruð þúsund krónur á ári og færa langþráðan stöðugleika. Byggingarkostnaður íbúða lækkar og lægri greiðslubyrði þýðir aukið framboð á húsnæði og að fleiri munu geta keypt íbúðir og leigt. Fleiri vel borgandi fyrirtæki myndu sjá sér hag í að setjast hér að og meðallaun í landinu munu hækka. Við fáum sæti við borðið þar sem stefnan er mótuð í stóru línunum í Evrópu, í málum sem hafa áhrif á okkur hvort sem okkur líkar betur eða verr. Auðveldara verður fyrir okkur að koma okkar sjónarmiðum að áður en ákvarðanir eru teknar. Full aðild að ESB mun líklega bæta lífskjör í þessu landi um 30% til 40%. Sterkir sérhagsmunahópar, aðallega útgerðarmenn og bændur, berjast fyrir eigin hag hvað sem líður almannahag. Þeir leitast við að hafa áhrif á almenningsálitið meðal annars með því að halda úti fjölmiðlum þar sem spilað er á viðkvæmar nótur þjóðernis, íhaldssemi og ótta við breytingar. Þeir styðja leiðitama frambjóðendur til þings og í aðrar áhrifastöður. Þeir berjast gegn nýrri stjórnarskrá og jöfnum atkvæðisrétti. Þegar fólk áttar sig á þessu og fer að styðja flokka sem vinna í almannahag mun gamla Ísland breytast. Við tekur bjartari tíð og lífskjör okkar verða á pari við það sem gerist í nágrannalöndunum. Til mikils er að vinna. Áfram við!Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Aðildin að EES hefur komið sér mjög vel fyrir okkur og því er almennur vilji fyrir því að „kíkja í pakkann“, til að fólk viti almennilega hvað falið er í fullri aðild að Evrópusambandinu (ESB). Þegar það liggur fyrir getur þjóðin tekið bindandi ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal þess góða við ESB er að það starfar í þágu almennings. Fulltrúar á Evrópuþinginu, í Evrópuráðinu og öðrum stofnunum ESB koma það víða að og þeir ná aðeins saman um almennar ráðstafanir, draga ekki taum sérhagsmunahópa eins og gerist og gengur sérstaklega í fámennum löndum. Talsmenn sérhagsmuna hér gera mikið úr því að ESB séu ólýðræðisleg samtök. Það sem sérhagsmunaöflin eiga í raun við er að þau munu ekki geta haft eins sterk tök á stjórnvöldum ESB og þau hafa á stjórnvöldum hér, sér í hag en almenningi í óhag.Hvað þýðir ESB fyrir almenning og neytendur? ESB sinnir fyrst og fremst hagsmunum almennings og neytenda. Það hefur leitt til stórbættra lífskjara í Evrópu, ekki síst í löndum sem áður bjuggu við gallað stjórnkerfi. Fyrir okkur myndi full aðild að ESB meðal annars þýða eftirfarandi: Niðurfelling hinna háu matartolla mun lækka verð kjöts, mjólkurvara og eggja um 35% sem þýðir um 100.000 króna lækkun matarútgjalda á mann á ári. Það gagnast öllum almenningi, sérstaklega fátækum barnafjölskyldum. Einnig ferðaþjónustunni út um land, því ferðamenn forðast eðlilega hæsta matarverð í heimi. Tekjur sjávarútvegsins munu aukast um rúmlega 1 milljarð kr. á ári við niðurfellingu tolla sem nú bætast á verð sumra sjávarafurða inn á ESB-markaðinn. Fullvinnsla sjávarafurða í tilbúinn mat mun aukast því tollar koma aðallega á fullunnar sjávarafurðir. Með því að ganga í Tollabandalag Evrópu verður jafn einfalt að kaupa vörur erlendis frá og innanlands því tollafgreiðsla fellur niður og vöruverð lækkar. Af öllu því sem BREXIT hefur í för með sér óttast Bretar mest áhrifin af útgöngu úr Tollabandalaginu því hún þýðir að óhagkvæmt verður að staðsetja til dæmis bílaverksmiðjur á Bretlandi. Frjáls för fólks innan Evrópu eykur velsæld því fólk getur sótt vinnu, menntun og notið tilverunnar þar sem hentar hverju sinni. Gjaldmiðillinn euro lækkar vexti, auðveldar viðskipti, minnkar kostnað við meðhöndlun fjármuna og stuðlar að stöðugleika. Vextir innan EUR eru 3-4% lægri en vextir í krónunni. Upptaka EUR á Íslandi mun til dæmis lækka vaxtakostnað fjölskyldna sem standa í húsnæðiskaupum um nokkur hundruð þúsund krónur á ári og færa langþráðan stöðugleika. Byggingarkostnaður íbúða lækkar og lægri greiðslubyrði þýðir aukið framboð á húsnæði og að fleiri munu geta keypt íbúðir og leigt. Fleiri vel borgandi fyrirtæki myndu sjá sér hag í að setjast hér að og meðallaun í landinu munu hækka. Við fáum sæti við borðið þar sem stefnan er mótuð í stóru línunum í Evrópu, í málum sem hafa áhrif á okkur hvort sem okkur líkar betur eða verr. Auðveldara verður fyrir okkur að koma okkar sjónarmiðum að áður en ákvarðanir eru teknar. Full aðild að ESB mun líklega bæta lífskjör í þessu landi um 30% til 40%. Sterkir sérhagsmunahópar, aðallega útgerðarmenn og bændur, berjast fyrir eigin hag hvað sem líður almannahag. Þeir leitast við að hafa áhrif á almenningsálitið meðal annars með því að halda úti fjölmiðlum þar sem spilað er á viðkvæmar nótur þjóðernis, íhaldssemi og ótta við breytingar. Þeir styðja leiðitama frambjóðendur til þings og í aðrar áhrifastöður. Þeir berjast gegn nýrri stjórnarskrá og jöfnum atkvæðisrétti. Þegar fólk áttar sig á þessu og fer að styðja flokka sem vinna í almannahag mun gamla Ísland breytast. Við tekur bjartari tíð og lífskjör okkar verða á pari við það sem gerist í nágrannalöndunum. Til mikils er að vinna. Áfram við!Höfundur er viðskiptafræðingur
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun