Röng ákvörðun Hörður Ægisson skrifar 22. júní 2018 10:00 Markaðshagkerfið á undir högg að sækja á Íslandi. Birtingarmynd þessa er með ýmsum hætti. Þrátt fyrir að tíu ár séu frá fjármálaáfallinu eru tveir af þremur stærstu bönkum landsins enn í eigu ríkisins – sumum þykir það reyndar ekki nóg – og þá mæta hugmyndir um aðkomu einkaaðila að fjármögnun á nauðsynlegri innviðauppbyggingu iðulega mótstöðu enda þótt öllum megi vera ljóst að ríkið hefur ekki bolmagn til að sinna allri fjárfestingarþörfinni. Að þessu leytinu til er Ísland um margt frábrugðið hinum Norðurlöndunum þar sem meiri hugmyndafræðilegur samhljómur er á hinum pólitíska vettvangi um að nýta kosti einkaframtaksins. Önnur afleiðing fjármálahrunsins, sem er einnig áhyggjuefni, birtist í lítilli og minnkandi þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. Hlutdeild heimila í hlutabréfasjóðum er hverfandi og þá er bein hlutabréfaeign þeirra í skráðum félögum aðeins um fjögur prósent af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni. Hlutafjáreign heimila hefur ekki verið minni í að minnsta kosti sextán ár og hefur farið hlutfallslega lækkandi á síðustu árum samhliða endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar. Á árunum fyrir fjármálafallið 2008 átti almenningur að jafnaði á bilinu um 12 til 17 prósent af markaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni. Víðast hvar erlendis fjárfesta heimili talsvert hærra hlutfall af sínum sparnaði í hlutabréfum en þekkist hér á landi. Lítil ásókn almennings í hlutabréfakaup, á sama tíma og ráðstöfunartekjur hafa hækkað verulega, endurspeglar ekki hvað síst lítið traust gagnvart hlutabréfamarkaðnum og fjármálageiranum almennt. Nýjustu mælingar Gallup sýna þannig að aðeins tæplega fimmtungur ber mikið traust til bankakerfisins. Þótt tortryggni í garð hlutabréfamarkaðarins sé sumpart skiljanleg í ljósi forsögunnar – og það muni taka enn lengri tíma að byggja upp traust – þá er rétt að hafa í huga að markaðurinn í dag á fátt sameiginlegt með þeim sem hrundi til grunna 2008. Fyrirtæki í Kauphöllinni eru flest innlend rekstrarfélög, lítið skuldsett og með sterkt eiginfjárhlutfall. Með nýafstöðnu alþjóðlegu útboði og skráningu Arion banka, þar sem Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor buðu til sölu að lágmarki fjórðungshlut, gafst færi á að auka verulega þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. Ljóst er að talsverður fjöldi almennra fjárfesta – þeir sem buðu 15 milljónir eða minna – skráði sig fyrir hlut í útboðinu. Sú ákvörðun var hins vegar tekin af hálfu Kaupþings, þvert á væntingar, að skerða tilboð slíkra fjárfesta nánast að fullu og úthluta hverjum og einum aðeins hlut að jafnvirði um 170 þúsund króna. Þótt útboð bankans hafi almennt heppnast vel, eftirspurnin reyndist margföld og erlendir sjóðir keyptu megnið af bréfunum, þá gætir mikillar óánægju meðal innlendra fjárfesta með þá aðferðafræði sem var beitt við skerðingar í útboðinu. Ákvörðun um að úthluta stærri skerf í bankanum til almennra fjárfesta hefði ekki aðeins verið liður í að endurreisa tiltrú og traust almennings í garð hlutabréfamarkaðarins og bankakerfisins, heldur einnig markaðshagkerfisins sem slíks, sem mjög er sótt að um þessar mundir. Það tækifæri var hins vegar af einhverjum óskiljanlegum ástæðum látið fara forgörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Sjá meira
Markaðshagkerfið á undir högg að sækja á Íslandi. Birtingarmynd þessa er með ýmsum hætti. Þrátt fyrir að tíu ár séu frá fjármálaáfallinu eru tveir af þremur stærstu bönkum landsins enn í eigu ríkisins – sumum þykir það reyndar ekki nóg – og þá mæta hugmyndir um aðkomu einkaaðila að fjármögnun á nauðsynlegri innviðauppbyggingu iðulega mótstöðu enda þótt öllum megi vera ljóst að ríkið hefur ekki bolmagn til að sinna allri fjárfestingarþörfinni. Að þessu leytinu til er Ísland um margt frábrugðið hinum Norðurlöndunum þar sem meiri hugmyndafræðilegur samhljómur er á hinum pólitíska vettvangi um að nýta kosti einkaframtaksins. Önnur afleiðing fjármálahrunsins, sem er einnig áhyggjuefni, birtist í lítilli og minnkandi þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. Hlutdeild heimila í hlutabréfasjóðum er hverfandi og þá er bein hlutabréfaeign þeirra í skráðum félögum aðeins um fjögur prósent af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni. Hlutafjáreign heimila hefur ekki verið minni í að minnsta kosti sextán ár og hefur farið hlutfallslega lækkandi á síðustu árum samhliða endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar. Á árunum fyrir fjármálafallið 2008 átti almenningur að jafnaði á bilinu um 12 til 17 prósent af markaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni. Víðast hvar erlendis fjárfesta heimili talsvert hærra hlutfall af sínum sparnaði í hlutabréfum en þekkist hér á landi. Lítil ásókn almennings í hlutabréfakaup, á sama tíma og ráðstöfunartekjur hafa hækkað verulega, endurspeglar ekki hvað síst lítið traust gagnvart hlutabréfamarkaðnum og fjármálageiranum almennt. Nýjustu mælingar Gallup sýna þannig að aðeins tæplega fimmtungur ber mikið traust til bankakerfisins. Þótt tortryggni í garð hlutabréfamarkaðarins sé sumpart skiljanleg í ljósi forsögunnar – og það muni taka enn lengri tíma að byggja upp traust – þá er rétt að hafa í huga að markaðurinn í dag á fátt sameiginlegt með þeim sem hrundi til grunna 2008. Fyrirtæki í Kauphöllinni eru flest innlend rekstrarfélög, lítið skuldsett og með sterkt eiginfjárhlutfall. Með nýafstöðnu alþjóðlegu útboði og skráningu Arion banka, þar sem Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor buðu til sölu að lágmarki fjórðungshlut, gafst færi á að auka verulega þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. Ljóst er að talsverður fjöldi almennra fjárfesta – þeir sem buðu 15 milljónir eða minna – skráði sig fyrir hlut í útboðinu. Sú ákvörðun var hins vegar tekin af hálfu Kaupþings, þvert á væntingar, að skerða tilboð slíkra fjárfesta nánast að fullu og úthluta hverjum og einum aðeins hlut að jafnvirði um 170 þúsund króna. Þótt útboð bankans hafi almennt heppnast vel, eftirspurnin reyndist margföld og erlendir sjóðir keyptu megnið af bréfunum, þá gætir mikillar óánægju meðal innlendra fjárfesta með þá aðferðafræði sem var beitt við skerðingar í útboðinu. Ákvörðun um að úthluta stærri skerf í bankanum til almennra fjárfesta hefði ekki aðeins verið liður í að endurreisa tiltrú og traust almennings í garð hlutabréfamarkaðarins og bankakerfisins, heldur einnig markaðshagkerfisins sem slíks, sem mjög er sótt að um þessar mundir. Það tækifæri var hins vegar af einhverjum óskiljanlegum ástæðum látið fara forgörðum.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun