Röng ákvörðun Hörður Ægisson skrifar 22. júní 2018 10:00 Markaðshagkerfið á undir högg að sækja á Íslandi. Birtingarmynd þessa er með ýmsum hætti. Þrátt fyrir að tíu ár séu frá fjármálaáfallinu eru tveir af þremur stærstu bönkum landsins enn í eigu ríkisins – sumum þykir það reyndar ekki nóg – og þá mæta hugmyndir um aðkomu einkaaðila að fjármögnun á nauðsynlegri innviðauppbyggingu iðulega mótstöðu enda þótt öllum megi vera ljóst að ríkið hefur ekki bolmagn til að sinna allri fjárfestingarþörfinni. Að þessu leytinu til er Ísland um margt frábrugðið hinum Norðurlöndunum þar sem meiri hugmyndafræðilegur samhljómur er á hinum pólitíska vettvangi um að nýta kosti einkaframtaksins. Önnur afleiðing fjármálahrunsins, sem er einnig áhyggjuefni, birtist í lítilli og minnkandi þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. Hlutdeild heimila í hlutabréfasjóðum er hverfandi og þá er bein hlutabréfaeign þeirra í skráðum félögum aðeins um fjögur prósent af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni. Hlutafjáreign heimila hefur ekki verið minni í að minnsta kosti sextán ár og hefur farið hlutfallslega lækkandi á síðustu árum samhliða endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar. Á árunum fyrir fjármálafallið 2008 átti almenningur að jafnaði á bilinu um 12 til 17 prósent af markaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni. Víðast hvar erlendis fjárfesta heimili talsvert hærra hlutfall af sínum sparnaði í hlutabréfum en þekkist hér á landi. Lítil ásókn almennings í hlutabréfakaup, á sama tíma og ráðstöfunartekjur hafa hækkað verulega, endurspeglar ekki hvað síst lítið traust gagnvart hlutabréfamarkaðnum og fjármálageiranum almennt. Nýjustu mælingar Gallup sýna þannig að aðeins tæplega fimmtungur ber mikið traust til bankakerfisins. Þótt tortryggni í garð hlutabréfamarkaðarins sé sumpart skiljanleg í ljósi forsögunnar – og það muni taka enn lengri tíma að byggja upp traust – þá er rétt að hafa í huga að markaðurinn í dag á fátt sameiginlegt með þeim sem hrundi til grunna 2008. Fyrirtæki í Kauphöllinni eru flest innlend rekstrarfélög, lítið skuldsett og með sterkt eiginfjárhlutfall. Með nýafstöðnu alþjóðlegu útboði og skráningu Arion banka, þar sem Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor buðu til sölu að lágmarki fjórðungshlut, gafst færi á að auka verulega þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. Ljóst er að talsverður fjöldi almennra fjárfesta – þeir sem buðu 15 milljónir eða minna – skráði sig fyrir hlut í útboðinu. Sú ákvörðun var hins vegar tekin af hálfu Kaupþings, þvert á væntingar, að skerða tilboð slíkra fjárfesta nánast að fullu og úthluta hverjum og einum aðeins hlut að jafnvirði um 170 þúsund króna. Þótt útboð bankans hafi almennt heppnast vel, eftirspurnin reyndist margföld og erlendir sjóðir keyptu megnið af bréfunum, þá gætir mikillar óánægju meðal innlendra fjárfesta með þá aðferðafræði sem var beitt við skerðingar í útboðinu. Ákvörðun um að úthluta stærri skerf í bankanum til almennra fjárfesta hefði ekki aðeins verið liður í að endurreisa tiltrú og traust almennings í garð hlutabréfamarkaðarins og bankakerfisins, heldur einnig markaðshagkerfisins sem slíks, sem mjög er sótt að um þessar mundir. Það tækifæri var hins vegar af einhverjum óskiljanlegum ástæðum látið fara forgörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Markaðshagkerfið á undir högg að sækja á Íslandi. Birtingarmynd þessa er með ýmsum hætti. Þrátt fyrir að tíu ár séu frá fjármálaáfallinu eru tveir af þremur stærstu bönkum landsins enn í eigu ríkisins – sumum þykir það reyndar ekki nóg – og þá mæta hugmyndir um aðkomu einkaaðila að fjármögnun á nauðsynlegri innviðauppbyggingu iðulega mótstöðu enda þótt öllum megi vera ljóst að ríkið hefur ekki bolmagn til að sinna allri fjárfestingarþörfinni. Að þessu leytinu til er Ísland um margt frábrugðið hinum Norðurlöndunum þar sem meiri hugmyndafræðilegur samhljómur er á hinum pólitíska vettvangi um að nýta kosti einkaframtaksins. Önnur afleiðing fjármálahrunsins, sem er einnig áhyggjuefni, birtist í lítilli og minnkandi þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. Hlutdeild heimila í hlutabréfasjóðum er hverfandi og þá er bein hlutabréfaeign þeirra í skráðum félögum aðeins um fjögur prósent af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni. Hlutafjáreign heimila hefur ekki verið minni í að minnsta kosti sextán ár og hefur farið hlutfallslega lækkandi á síðustu árum samhliða endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar. Á árunum fyrir fjármálafallið 2008 átti almenningur að jafnaði á bilinu um 12 til 17 prósent af markaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni. Víðast hvar erlendis fjárfesta heimili talsvert hærra hlutfall af sínum sparnaði í hlutabréfum en þekkist hér á landi. Lítil ásókn almennings í hlutabréfakaup, á sama tíma og ráðstöfunartekjur hafa hækkað verulega, endurspeglar ekki hvað síst lítið traust gagnvart hlutabréfamarkaðnum og fjármálageiranum almennt. Nýjustu mælingar Gallup sýna þannig að aðeins tæplega fimmtungur ber mikið traust til bankakerfisins. Þótt tortryggni í garð hlutabréfamarkaðarins sé sumpart skiljanleg í ljósi forsögunnar – og það muni taka enn lengri tíma að byggja upp traust – þá er rétt að hafa í huga að markaðurinn í dag á fátt sameiginlegt með þeim sem hrundi til grunna 2008. Fyrirtæki í Kauphöllinni eru flest innlend rekstrarfélög, lítið skuldsett og með sterkt eiginfjárhlutfall. Með nýafstöðnu alþjóðlegu útboði og skráningu Arion banka, þar sem Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor buðu til sölu að lágmarki fjórðungshlut, gafst færi á að auka verulega þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. Ljóst er að talsverður fjöldi almennra fjárfesta – þeir sem buðu 15 milljónir eða minna – skráði sig fyrir hlut í útboðinu. Sú ákvörðun var hins vegar tekin af hálfu Kaupþings, þvert á væntingar, að skerða tilboð slíkra fjárfesta nánast að fullu og úthluta hverjum og einum aðeins hlut að jafnvirði um 170 þúsund króna. Þótt útboð bankans hafi almennt heppnast vel, eftirspurnin reyndist margföld og erlendir sjóðir keyptu megnið af bréfunum, þá gætir mikillar óánægju meðal innlendra fjárfesta með þá aðferðafræði sem var beitt við skerðingar í útboðinu. Ákvörðun um að úthluta stærri skerf í bankanum til almennra fjárfesta hefði ekki aðeins verið liður í að endurreisa tiltrú og traust almennings í garð hlutabréfamarkaðarins og bankakerfisins, heldur einnig markaðshagkerfisins sem slíks, sem mjög er sótt að um þessar mundir. Það tækifæri var hins vegar af einhverjum óskiljanlegum ástæðum látið fara forgörðum.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun