Sólskin í hillu María Bjarnadóttir skrifar 29. júní 2018 07:00 Í vikunni sá ég, á internetinu, að Bill Gates gaf öllum sem útskrifuðust úr menntaskóla í Bandaríkjunum í ár bókina Factfulness, eftir lækninn og metsöluhöfundinn Hans Rosling. Auðvitað á ekki að trúa öllu sem er á internetinu, en þetta var trúverðugt af ýmsum ástæðum. Ég tók eftir þessu af því að sama bók birtist fyrir nokkrum vikum í bókahillunni heima hjá mér. Kannski er ekki merkilegt að það birtist bók í þar til gerðri hillu, en það er það heima hjá mér. Málið er nefnilega að maðurinn minn er með mjög alvarlega bókakaupafíkn sem hefur valdið verulegri fækkun í hópi þeirra sem vilja aðstoða okkur við búferlaflutninga. Vegna þessa, og full tíðra búferlaflutninga á milli landa síðasta áratuginn, fór fram ströng samningalota á heimilinu sem leiddi til samkomulags um að kaup á bókum í pappírsformi sé nánast bara aðeins fyrir barnabækur og mikilvægar lögfræðibækur. Samhliða fékk hann svo Kindle í jólagjöf, undir þeim formerkjum að gamla máltækið um að bókastaflinn vaxi en veggjaplássið ekki ætti enn við. Það var þess vegna sem það var óvænt að sjá bókina í hillunni, en ekki í Kyndlinum, þar sem hinar bækurnar hans Rosling eru geymdar. Þannig atvikaðist það að ég fletti í gegnum Factfulness í stað þess að horfa á efnisveitu eitt kvöldið. Að blaða í bókinni er eins og að taka sólskin úr hillunni. Undirtitill bókarinnar gefur vísbendingu um glætu, en á blaðsíðunum eru áminningar um hversu miklu heimurinn hefur áorkað í átt að jafnrétti, frelsi og bræðralagi. Það er bjartsýni og sólskin í tölfræðinni, eitthvað sem gæti nýst í þessu svokallaða sumri á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Í vikunni sá ég, á internetinu, að Bill Gates gaf öllum sem útskrifuðust úr menntaskóla í Bandaríkjunum í ár bókina Factfulness, eftir lækninn og metsöluhöfundinn Hans Rosling. Auðvitað á ekki að trúa öllu sem er á internetinu, en þetta var trúverðugt af ýmsum ástæðum. Ég tók eftir þessu af því að sama bók birtist fyrir nokkrum vikum í bókahillunni heima hjá mér. Kannski er ekki merkilegt að það birtist bók í þar til gerðri hillu, en það er það heima hjá mér. Málið er nefnilega að maðurinn minn er með mjög alvarlega bókakaupafíkn sem hefur valdið verulegri fækkun í hópi þeirra sem vilja aðstoða okkur við búferlaflutninga. Vegna þessa, og full tíðra búferlaflutninga á milli landa síðasta áratuginn, fór fram ströng samningalota á heimilinu sem leiddi til samkomulags um að kaup á bókum í pappírsformi sé nánast bara aðeins fyrir barnabækur og mikilvægar lögfræðibækur. Samhliða fékk hann svo Kindle í jólagjöf, undir þeim formerkjum að gamla máltækið um að bókastaflinn vaxi en veggjaplássið ekki ætti enn við. Það var þess vegna sem það var óvænt að sjá bókina í hillunni, en ekki í Kyndlinum, þar sem hinar bækurnar hans Rosling eru geymdar. Þannig atvikaðist það að ég fletti í gegnum Factfulness í stað þess að horfa á efnisveitu eitt kvöldið. Að blaða í bókinni er eins og að taka sólskin úr hillunni. Undirtitill bókarinnar gefur vísbendingu um glætu, en á blaðsíðunum eru áminningar um hversu miklu heimurinn hefur áorkað í átt að jafnrétti, frelsi og bræðralagi. Það er bjartsýni og sólskin í tölfræðinni, eitthvað sem gæti nýst í þessu svokallaða sumri á Íslandi.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar