Körfubolti

Kristófer Acox búinn að semja í Frakklandi | Verður samherji Elvars

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kristófer Acox var útnefndur besti leikmaður úrslitakeppninnar. Hann er nú á leið í franska boltann
Kristófer Acox var útnefndur besti leikmaður úrslitakeppninnar. Hann er nú á leið í franska boltann vísir/bára
Íslenski landsliðsmaðurinn Kristófer Acox hefur samið við franska B-deildarliðið Denain um að leika með liðinu á næstu leiktíð. Þar hittir hann fyrir Elvar Friðriksson sem gekk nýverið til liðs við félagið. 

Kristófer lék með KR á síðustu leiktíð og var valinn besti leikmaður Dominos-deildarinnar. Hann gerði tveggja ára samning við KR á dögunum en í þeim samningi var kveðið á um að ef tilboð bærist að utan myndi KR ekki standa í vegi fyrir honum.

Denain hafnaði í 10.sæti frönsku B-deildarinnar á síðustu leiktíð en um er að ræða öfluga deild. Martin Hermannsson hóf sinn feril í Evrópuboltanum einmitt í frönsku B-deildinni.

Kristófer er nú staddur í Búlgaríu með íslenska landsliðinu og verður væntanlega í eldlínunni í dag þegar Ísland og Búlgaría eigast við í mikilvægum leik í undankeppni HM.


Tengdar fréttir

Elvar Már í atvinnumennsku í Frakklandi

Elvar Már Friðriksson mun hefja atvinnumannaferil sinn í körfubolta með franska liðinu Denain Voltaire sem spilar í næst efstu deild í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×