Körfubolti

Elvar Már í atvinnumennsku í Frakklandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Elvar í háskólaboltanum.
Elvar í háskólaboltanum. vísir/getty

Elvar Már Friðriksson mun hefja atvinnumannaferil sinn í körfubolta með franska liðinu Denain Voltaire sem spilar í næst efstu deild í Frakklandi.

Elvar Már útskrifaðist úr Barry háskólanum í vor. Hann fór á kostum með liði skólans í vetur og var þeirra besti maður. Hann var hlaðinn verðlaunum í vor og meðal annars valinn íþróttamaður skólans.

Umboðsmannastofan Inception Sports greinir frá þessu á Twitter í dag og þá segir Denain frá því á Facebook síðu sinni að félagið hafi samið við Elvar.

Elvar er í æfingahóp íslenska landsliðsins í körfubolta sem leikur tvo mikilvæga leiki í undankeppni HM um mánaðrmótin í Búlgaríu og Finnlandi.


 


Tengdar fréttir

Elvar Már: Veit af áhuga í Frakklandi

Landsliðsbakvörðurinn Elvar Már Friðriksson lauk háskólanámi í Bandaríkjunum um helgina. Hann kveðst feginn að hafa skipt um skóla eftir fyrsta árið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.