Körfubolti

Toronto valdi Tryggva í sumardeildina

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. vísir/getty
Tryggvi Snær Hlinason mun spila með Toronto Raptors í sumardeild NBA. Liðið staðfesti fimmtán manna leikmannahóp sinn í dag.

Sumardeild NBA er spiluð dagana 6. - 17. júlí og er árið í ár það fyrsta þar sem öll 30 lið NBA deildarinnar taka þátt í mótinu sem fer fram í Las Vegas.

Nick Nurse, aðalþjálfari aðalliðs Raptors, mun sjá um þjálfun liðsins í sumardeildinni. Raptors var eitt besta liðið í NBA deildinni á síðasta tímabili og sigraði austurdeildina. Liðið datt svo út í undanúrslitum austurdeildarinnar fyrir Cleveland.

Tryggvi, sem var ekki valinn í nýliðavalinu á dögunum, er samningsbundinn Valencia á Spáni og mun að öllum líkindum spila með spænska liðinu næsta vetur þó þetta sé kærkomið tækifæri fyrir hann til þess að sanna sig fyrir forráðamönnum liðanna í NBA deildinni. Þá mun Toronto líklega eignast réttinn á Tryggva með því að velja hann í hóp sinn.

Staðfest er að Toronto spili við New Orleans, Minnesota og Oklahoma City í keppninni. Að þeim leikjum loknum er liðum raðað í úrslitakeppni miðað við árangur og fær hvert lið að minnsta kosti fimm leiki í heildina.

Tryggvi mun spila í treyju númer 15 fyrir Raptors.

Sumardeildarhópur Toronto Raptors:

Rawle Alkins

OG Anunoby

Chris Boucher

Fuquan Edwin

Tryggvi Snær Hlinason

Augusto Lima

Jordan Loyd

Alfonzo McKinnie

Malcolm Miller

Codi Miller-McIntyre

Giddy Potts

Malachi Richardson

Andrew Rowsey

Marquis Teague

Shevon Thompson

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×