Sálin hans Jóns míns hættir: Þreyttir á samstarfinu og hættir að hafa gaman Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2018 10:44 Guðmundur Jónsson gítarleikari og Stefán Hilmarsson söngvari saman á sviði. Vísir/Gunnlaugur Rögnvaldsson Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns hefur ákveðið að leggja upp laupana eftir kveðjutónleika í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í október næstkomandi. Guðmundur Jónsson, gítarleikari Sálarinnar, segir í samtali við Vísi meðlimir hljómsveitarinnar séu orðnir þreyttir á samstarfinu og þeir löngu hættir að hafa gaman að þessu. „Sálin hefur ekki verið neitt voðalega dugleg undanfarin ár, þannig lagað, við höfum spilað af og til en bæði erum við orðnir þreyttir á samstarfinu og svo aðallega er þetta hætt að vera skemmtilegt hjá okkur,“ segir Guðmundur. Hann segir utanaðkomandi aðstæður einnig eiga sinn þátt í þessari ákvörðun og nefnir þar breytingar á tónlistarlandslaginu. Plötuútgáfa er nánast horfin í þeirri mynd sem þeir áttu að venjast á sínum gullaldarárum og tónleikahald minnkað. „Svo erum við líka komnir í sitthvora áttina,“ segir Guðmundur.Sálin hans Jóns míns á sviði í Hörpu ásamt meðleikurum.Vísir/Guðmundur LúðvíkssonÞað besta af ferlinu Í staðinn fyrir að læðast með veggjum með þessa ákvörðun var þess í stað blásið til lokatónleika í Hörpu þar sem planið er að bjóða upp á allt það besta af löngum og viðburðaríkum ferli hljómsveitarinnar. Til að mynda sérvalin lög af órafmögnuðum tónleikum Sálarinnar frá 12. ágúst árið 1999 og úrval laga í gospelútsetningum. Óvæntir gestir munu setja mark sitt á kvöldið en til fulltingis hljómsveitinni verða blásarar, gospelkór og fjölskipuð strengjasveit undir dyggri stjórn Atla Örvarssonar, sem lék með Sálinni um skeið.Ætla ekki að spila meir Spurður um framhaldið eftir þessa tónleika, hvað taki í raun við, segir Guðmundur erfitt að lofa nokkra. „Því er oft haldið fram að hljómsveitir hætti aldrei en maður verður bara að vera í núinu og þetta er bara komið gott í bili. Við ætlum ekkert að spila meir,“ segir Guðmundur.Forsenda samstarfs horfin Hann tekur fram að þessi ákvörðun hafi ekki verið tekin í illindum eða í flýti. „Við höfum rætt þetta undanfarin misseri að það sem hefur keyrt okkur áfram í gegnum tíðina er að búa til músík saman og gefa hana út, ekki beint að lifa á þessu. Sá vinkill er eiginlega svolítið horfinn og þá er þetta spurningin, til hvers er gaflinn genginn?“Ekki sakaðir um vinnusvik Hann bendir á að það sé ekki eins og Sálin hafi ekki staðið vaktina undanfarin 30 ár. „Gáfum út þrettán til fjórtán plötur og spiluðum á hundruðum tónleika um allt land. Það er varla hægt að saka okkur um vinnusvik.“Hér fyrir neðan má sjá innslag úr þættinum Ísland í dag þar sem farið er yfir þrjátíu ára feril sveitarinnar. Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns hefur ákveðið að leggja upp laupana eftir kveðjutónleika í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í október næstkomandi. Guðmundur Jónsson, gítarleikari Sálarinnar, segir í samtali við Vísi meðlimir hljómsveitarinnar séu orðnir þreyttir á samstarfinu og þeir löngu hættir að hafa gaman að þessu. „Sálin hefur ekki verið neitt voðalega dugleg undanfarin ár, þannig lagað, við höfum spilað af og til en bæði erum við orðnir þreyttir á samstarfinu og svo aðallega er þetta hætt að vera skemmtilegt hjá okkur,“ segir Guðmundur. Hann segir utanaðkomandi aðstæður einnig eiga sinn þátt í þessari ákvörðun og nefnir þar breytingar á tónlistarlandslaginu. Plötuútgáfa er nánast horfin í þeirri mynd sem þeir áttu að venjast á sínum gullaldarárum og tónleikahald minnkað. „Svo erum við líka komnir í sitthvora áttina,“ segir Guðmundur.Sálin hans Jóns míns á sviði í Hörpu ásamt meðleikurum.Vísir/Guðmundur LúðvíkssonÞað besta af ferlinu Í staðinn fyrir að læðast með veggjum með þessa ákvörðun var þess í stað blásið til lokatónleika í Hörpu þar sem planið er að bjóða upp á allt það besta af löngum og viðburðaríkum ferli hljómsveitarinnar. Til að mynda sérvalin lög af órafmögnuðum tónleikum Sálarinnar frá 12. ágúst árið 1999 og úrval laga í gospelútsetningum. Óvæntir gestir munu setja mark sitt á kvöldið en til fulltingis hljómsveitinni verða blásarar, gospelkór og fjölskipuð strengjasveit undir dyggri stjórn Atla Örvarssonar, sem lék með Sálinni um skeið.Ætla ekki að spila meir Spurður um framhaldið eftir þessa tónleika, hvað taki í raun við, segir Guðmundur erfitt að lofa nokkra. „Því er oft haldið fram að hljómsveitir hætti aldrei en maður verður bara að vera í núinu og þetta er bara komið gott í bili. Við ætlum ekkert að spila meir,“ segir Guðmundur.Forsenda samstarfs horfin Hann tekur fram að þessi ákvörðun hafi ekki verið tekin í illindum eða í flýti. „Við höfum rætt þetta undanfarin misseri að það sem hefur keyrt okkur áfram í gegnum tíðina er að búa til músík saman og gefa hana út, ekki beint að lifa á þessu. Sá vinkill er eiginlega svolítið horfinn og þá er þetta spurningin, til hvers er gaflinn genginn?“Ekki sakaðir um vinnusvik Hann bendir á að það sé ekki eins og Sálin hafi ekki staðið vaktina undanfarin 30 ár. „Gáfum út þrettán til fjórtán plötur og spiluðum á hundruðum tónleika um allt land. Það er varla hægt að saka okkur um vinnusvik.“Hér fyrir neðan má sjá innslag úr þættinum Ísland í dag þar sem farið er yfir þrjátíu ára feril sveitarinnar.
Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira