Sálin hans Jóns míns hættir: Þreyttir á samstarfinu og hættir að hafa gaman Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2018 10:44 Guðmundur Jónsson gítarleikari og Stefán Hilmarsson söngvari saman á sviði. Vísir/Gunnlaugur Rögnvaldsson Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns hefur ákveðið að leggja upp laupana eftir kveðjutónleika í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í október næstkomandi. Guðmundur Jónsson, gítarleikari Sálarinnar, segir í samtali við Vísi meðlimir hljómsveitarinnar séu orðnir þreyttir á samstarfinu og þeir löngu hættir að hafa gaman að þessu. „Sálin hefur ekki verið neitt voðalega dugleg undanfarin ár, þannig lagað, við höfum spilað af og til en bæði erum við orðnir þreyttir á samstarfinu og svo aðallega er þetta hætt að vera skemmtilegt hjá okkur,“ segir Guðmundur. Hann segir utanaðkomandi aðstæður einnig eiga sinn þátt í þessari ákvörðun og nefnir þar breytingar á tónlistarlandslaginu. Plötuútgáfa er nánast horfin í þeirri mynd sem þeir áttu að venjast á sínum gullaldarárum og tónleikahald minnkað. „Svo erum við líka komnir í sitthvora áttina,“ segir Guðmundur.Sálin hans Jóns míns á sviði í Hörpu ásamt meðleikurum.Vísir/Guðmundur LúðvíkssonÞað besta af ferlinu Í staðinn fyrir að læðast með veggjum með þessa ákvörðun var þess í stað blásið til lokatónleika í Hörpu þar sem planið er að bjóða upp á allt það besta af löngum og viðburðaríkum ferli hljómsveitarinnar. Til að mynda sérvalin lög af órafmögnuðum tónleikum Sálarinnar frá 12. ágúst árið 1999 og úrval laga í gospelútsetningum. Óvæntir gestir munu setja mark sitt á kvöldið en til fulltingis hljómsveitinni verða blásarar, gospelkór og fjölskipuð strengjasveit undir dyggri stjórn Atla Örvarssonar, sem lék með Sálinni um skeið.Ætla ekki að spila meir Spurður um framhaldið eftir þessa tónleika, hvað taki í raun við, segir Guðmundur erfitt að lofa nokkra. „Því er oft haldið fram að hljómsveitir hætti aldrei en maður verður bara að vera í núinu og þetta er bara komið gott í bili. Við ætlum ekkert að spila meir,“ segir Guðmundur.Forsenda samstarfs horfin Hann tekur fram að þessi ákvörðun hafi ekki verið tekin í illindum eða í flýti. „Við höfum rætt þetta undanfarin misseri að það sem hefur keyrt okkur áfram í gegnum tíðina er að búa til músík saman og gefa hana út, ekki beint að lifa á þessu. Sá vinkill er eiginlega svolítið horfinn og þá er þetta spurningin, til hvers er gaflinn genginn?“Ekki sakaðir um vinnusvik Hann bendir á að það sé ekki eins og Sálin hafi ekki staðið vaktina undanfarin 30 ár. „Gáfum út þrettán til fjórtán plötur og spiluðum á hundruðum tónleika um allt land. Það er varla hægt að saka okkur um vinnusvik.“Hér fyrir neðan má sjá innslag úr þættinum Ísland í dag þar sem farið er yfir þrjátíu ára feril sveitarinnar. Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Sjá meira
Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns hefur ákveðið að leggja upp laupana eftir kveðjutónleika í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í október næstkomandi. Guðmundur Jónsson, gítarleikari Sálarinnar, segir í samtali við Vísi meðlimir hljómsveitarinnar séu orðnir þreyttir á samstarfinu og þeir löngu hættir að hafa gaman að þessu. „Sálin hefur ekki verið neitt voðalega dugleg undanfarin ár, þannig lagað, við höfum spilað af og til en bæði erum við orðnir þreyttir á samstarfinu og svo aðallega er þetta hætt að vera skemmtilegt hjá okkur,“ segir Guðmundur. Hann segir utanaðkomandi aðstæður einnig eiga sinn þátt í þessari ákvörðun og nefnir þar breytingar á tónlistarlandslaginu. Plötuútgáfa er nánast horfin í þeirri mynd sem þeir áttu að venjast á sínum gullaldarárum og tónleikahald minnkað. „Svo erum við líka komnir í sitthvora áttina,“ segir Guðmundur.Sálin hans Jóns míns á sviði í Hörpu ásamt meðleikurum.Vísir/Guðmundur LúðvíkssonÞað besta af ferlinu Í staðinn fyrir að læðast með veggjum með þessa ákvörðun var þess í stað blásið til lokatónleika í Hörpu þar sem planið er að bjóða upp á allt það besta af löngum og viðburðaríkum ferli hljómsveitarinnar. Til að mynda sérvalin lög af órafmögnuðum tónleikum Sálarinnar frá 12. ágúst árið 1999 og úrval laga í gospelútsetningum. Óvæntir gestir munu setja mark sitt á kvöldið en til fulltingis hljómsveitinni verða blásarar, gospelkór og fjölskipuð strengjasveit undir dyggri stjórn Atla Örvarssonar, sem lék með Sálinni um skeið.Ætla ekki að spila meir Spurður um framhaldið eftir þessa tónleika, hvað taki í raun við, segir Guðmundur erfitt að lofa nokkra. „Því er oft haldið fram að hljómsveitir hætti aldrei en maður verður bara að vera í núinu og þetta er bara komið gott í bili. Við ætlum ekkert að spila meir,“ segir Guðmundur.Forsenda samstarfs horfin Hann tekur fram að þessi ákvörðun hafi ekki verið tekin í illindum eða í flýti. „Við höfum rætt þetta undanfarin misseri að það sem hefur keyrt okkur áfram í gegnum tíðina er að búa til músík saman og gefa hana út, ekki beint að lifa á þessu. Sá vinkill er eiginlega svolítið horfinn og þá er þetta spurningin, til hvers er gaflinn genginn?“Ekki sakaðir um vinnusvik Hann bendir á að það sé ekki eins og Sálin hafi ekki staðið vaktina undanfarin 30 ár. „Gáfum út þrettán til fjórtán plötur og spiluðum á hundruðum tónleika um allt land. Það er varla hægt að saka okkur um vinnusvik.“Hér fyrir neðan má sjá innslag úr þættinum Ísland í dag þar sem farið er yfir þrjátíu ára feril sveitarinnar.
Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“