Handbolti

Mikill viðsnúningur og Patrekur fjórði íslenski þjálfarinn á HM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Patrekur er kominn með Austurríki á HM.
Patrekur er kominn með Austurríki á HM. vísir/getty

Patrekur Jóhannesson er kominn með Austurríki á HM eftir sigur gegn Hvít-Rússum í tveimur umsspilsleikjum, samanlagt 59-54.

Fyrri leikur liðanna endaði með jafntefli, 25-25, er leikið var í Hvíta-Rússlandi og Hvít-Rússarnir leiddu, 16-13 í hálfleik í kvöld.

Þá var Patreki og lærisveinum hans nóg boðið. Þeir skelltu í lás og fengu einungis tíu mörk á sig í síðari hálfleik og skoraði átján. Þeir unnu leikinn, 31-26.

Þeir verða því að minnsta kosti fjórir íslenskir þjálfararnir á HM í janúar næst komandi en mótið verður haldið í Þýskalandi og Danmörku því fyrr í kvöld tryggði Kristján Andrésson og lærisveinar hans í Svíþjóð sér sæti á HM.

Áður höfðu Aron Kristjánsson (Bahrein) og Dagur Sigurðsson (Japan) tryggt sér sæti en Guðmundur Guðmundson getur verið fimmti þjálfarinn nái Ísland að klára Litháen í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.