Gummi Gumm: Mikilvægasta ákvörðunin að taka Tedda inn Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Laugardalshöll skrifar 13. júní 2018 22:25 Guðmundur Guðmundsson þjálfar landslið Íslands. vísir/getty Ísland er komið á HM í handbolta á næsta ári eftir 34-31 sigur á Litháen í Laugardalshöll í kvöld. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var eðlilega mjög ánægður í leikslok. „Þetta var mjög erfiður leikur, eins og við bjuggumst við. Enda er andstæðingurinn með mjög gott lið. Ég var alveg búinn að búa mig undir svona viðureignir á móti þeim þegar ég var búinn að greina þá en þetta hafðist,“ sagði Guðmundur eftir leikinn. „Það var frábær barátta í liðinu og við spiluðum sóknarleikinn mjög vel. Varnarleikurinn hann datt aðeins niður á köflum og þeir skoruðu of mikið á línu. En á endanum get ég ekki annað en hrósað liðinu mínu fyrir frábæran leik og frábæra baráttu.“ „Svo verð ég bara að taka það fram að ég hef ekki upplifað svona frábæra stemmingu hjá áhorfendum í áraraðir og það var ómetanlegur stuðningur sem við fengum frá íslensku áhorfendunum hér í kvöld,“ sagði landsliðsþjálfarinn en meðlimir Tólfunnar, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins í fótbolta, voru mættir að styðja strákana áfram í troðfullri Laugardalshöll. Guðmundur gerði breytingu á leikmannahópnum í dag, Theodór Sigurbjörnsson kom inn fyrir Ragnar Jóhannsson. Theodór fékk stórt hlutverk í dag þar sem Arnór Þór Gunnarsson var rekinn út af með beint rautt spjald snemma leiks og Theodór þurfti að taka stöðu hans í horninu. Það gerði hann af listibrag og skilaði fimm mörkum, næst markahæstur í liði Íslands. Var ákvörðunin að skipta Theodóri inn fyrir Ragnar taktísk hjá Guðmundi? „Já hún var það. Þetta var ein mikilvægasta ákvörðunin sem við tókum fyrir leikinn og er ég mjög ánægður með hana. Hann stóð sig frábærlega. Við lendum í því að hann dettur út og fær rauða spjaldið hann Addi og þá erum við komnir í svolítil erfið mál. Hann kemur inn Teddi og klárar þetta alveg stórkostlega. Mjög mikilvægt að hafa hann til staðar.“ Arnór Þór fékk beint rautt fyrir að þruma boltanum í höfuðið á Aistis Pazemeckas, markmanni Litháa, úr vítakasti. Það var lítið hægt að segja við þeim dómi. „Líklega ekki. Mér fannst markvörðurinn hreyfa sig en ég get ekki dæmt um það, maður sér þetta ekki þegar það gerist. Þetta eru góðir dómarar og ég verð að treysta þeim fyrir þessari ákvörðun.“ Ísland hefur verið nokkuð reglulegur gestur á stórmótum undan farin ár en þó hefur það farið þannig að á árunum 1999 og 2009 vorum við ekki með á HM. Sú „bölvun“ er þó brotin og við verðum með 2019. „Nú er þetta spennandi verkefni fyrir okkur alla og liðið að takast á við það að fara á HM. HM verður sérstaklega stórt og skemmtilegt, bæði haldið í Þýskalandi og Danmörku, og ég held það verði einstakt að taka þátt í því.“ „Ég er náttúrulega einstaklega ánægður að vera þjálfari íslenska landsliðsins og vera búinn að taka þátt í því að koma því á HM. Svo er smá bónus að Barein er komið líka á HM, það er skemmtilegt,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Ísland er komið á HM í handbolta á næsta ári eftir 34-31 sigur á Litháen í Laugardalshöll í kvöld. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var eðlilega mjög ánægður í leikslok. „Þetta var mjög erfiður leikur, eins og við bjuggumst við. Enda er andstæðingurinn með mjög gott lið. Ég var alveg búinn að búa mig undir svona viðureignir á móti þeim þegar ég var búinn að greina þá en þetta hafðist,“ sagði Guðmundur eftir leikinn. „Það var frábær barátta í liðinu og við spiluðum sóknarleikinn mjög vel. Varnarleikurinn hann datt aðeins niður á köflum og þeir skoruðu of mikið á línu. En á endanum get ég ekki annað en hrósað liðinu mínu fyrir frábæran leik og frábæra baráttu.“ „Svo verð ég bara að taka það fram að ég hef ekki upplifað svona frábæra stemmingu hjá áhorfendum í áraraðir og það var ómetanlegur stuðningur sem við fengum frá íslensku áhorfendunum hér í kvöld,“ sagði landsliðsþjálfarinn en meðlimir Tólfunnar, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins í fótbolta, voru mættir að styðja strákana áfram í troðfullri Laugardalshöll. Guðmundur gerði breytingu á leikmannahópnum í dag, Theodór Sigurbjörnsson kom inn fyrir Ragnar Jóhannsson. Theodór fékk stórt hlutverk í dag þar sem Arnór Þór Gunnarsson var rekinn út af með beint rautt spjald snemma leiks og Theodór þurfti að taka stöðu hans í horninu. Það gerði hann af listibrag og skilaði fimm mörkum, næst markahæstur í liði Íslands. Var ákvörðunin að skipta Theodóri inn fyrir Ragnar taktísk hjá Guðmundi? „Já hún var það. Þetta var ein mikilvægasta ákvörðunin sem við tókum fyrir leikinn og er ég mjög ánægður með hana. Hann stóð sig frábærlega. Við lendum í því að hann dettur út og fær rauða spjaldið hann Addi og þá erum við komnir í svolítil erfið mál. Hann kemur inn Teddi og klárar þetta alveg stórkostlega. Mjög mikilvægt að hafa hann til staðar.“ Arnór Þór fékk beint rautt fyrir að þruma boltanum í höfuðið á Aistis Pazemeckas, markmanni Litháa, úr vítakasti. Það var lítið hægt að segja við þeim dómi. „Líklega ekki. Mér fannst markvörðurinn hreyfa sig en ég get ekki dæmt um það, maður sér þetta ekki þegar það gerist. Þetta eru góðir dómarar og ég verð að treysta þeim fyrir þessari ákvörðun.“ Ísland hefur verið nokkuð reglulegur gestur á stórmótum undan farin ár en þó hefur það farið þannig að á árunum 1999 og 2009 vorum við ekki með á HM. Sú „bölvun“ er þó brotin og við verðum með 2019. „Nú er þetta spennandi verkefni fyrir okkur alla og liðið að takast á við það að fara á HM. HM verður sérstaklega stórt og skemmtilegt, bæði haldið í Þýskalandi og Danmörku, og ég held það verði einstakt að taka þátt í því.“ „Ég er náttúrulega einstaklega ánægður að vera þjálfari íslenska landsliðsins og vera búinn að taka þátt í því að koma því á HM. Svo er smá bónus að Barein er komið líka á HM, það er skemmtilegt,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30