Handbolti

Theodór: Á ekki von á öðru en að fara með á HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Laugardalshöll skrifar
Theodór Sigurbjörnsson  í leik með ÍBV
Theodór Sigurbjörnsson í leik með ÍBV Vísir/Vilhelm

Theodór Sigurbjörnsson var kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrr í dag fyrir leikinn gegn Litháum í Laugardalshöllinni í kvöld. Örlögin urðu þau að Theodór fékk stórt hlutverk í liðinu í kvöld og varð næst markahæstur í liði Íslands.

Hann þakkaði því Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara svo sannarlega stoltið.

„Já, ég hef margoft verið í þessum hóp en verið óheppinn með meiðsli og annað, sérstaklega þegar þessir landsleikir eru. Ég nýtti þetta vel og kærkomið tækifæri sem ég er að fá hérna í dag,“ sagði Theodór.

Theodór spilaði meirihluta leiksins í horninu eftir að Arnór Þór Gunnarsson var rekinn út af með beint rautt spjald í fyrri hálfleik. Hann setti fimm mörk í leiknum sem fór 34-31 fyrir Íslandi.

„Litháen er með mjög flott lið og flotta leikmenn. Þetta er virkilega öflugur sigur og geðveikt að vera kominn á HM.“

Aðspurður hvort hann ætti von á því að vera í hópnum sem fari til Þýskalands og Danmerkur í janúar var svarið einfalt: „Ég á ekki von á öðru,“ sagði Theodór Sigurbjörnsson.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.