Körfubolti

Denver í gær og Dallas í dag│Tryggvi til skoðunar víða

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tryggvi æfði hjá Phoenix Suns á dögunum
Tryggvi æfði hjá Phoenix Suns á dögunum
Tryggvi Snær Hlinason æfði með Denver Nuggets í gær en nú styttist óðum í nýliðavalið í NBA körfuboltanum. Það fer fram þann 21.júní næstkomandi og eru flest lið deildarinnar að nýta tímann til að skoða hvað er í boði.

Nuggets eiga valrétti númer 14, 43 og 58 en gárungar vestanhafs telja töluverðar líkur á að Tryggvi verði valinn á seinni stigum nýliðavalsins.

Tryggvi Snær æfði með Phoenix Suns á dögunum og hefur íslenski landsliðsmiðherjinn vakið athygli fleiri liða.

Benedikt Guðmundsson, körfuknattleiksþjálfari, þekkir vel til Tryggva eftir að hafa þjálfað hann hjá Þór á Akureyri þar sem Tryggvi steig sín fyrstu skref í körfuboltanum.

Benedikt birti skemmtilega færslu á Twitter síðu sinni í gærkvöldi þar sem hann greinir jafnframt frá því að Tryggvi muni æfa hjá Dallas Mavericks í dag. Færslu Benedikts má sjá hér fyrir neðan

Verður Tryggvi annar Íslendingurinn til að spila í NBA?Fari svo að Tryggvi nái alla leið og muni spila í NBA verður hann aðeins annar Íslendingurinn til að ná því magnaða afreki.

Hinn er Pétur Guðmundsson sem var valinn í þriðju umferð nýliðavalsins árið 1981 af Portland Trail Blazers. Hann lék svo síðar með Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs.

Þá var Jón Arnór Stefánsson á mála hjá Dallas Mavericks árið 2003 en hann lék ekki deildarleik með liðinu. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×