Áfram á sömu braut Jón Atli Benediktsson skrifar 18. júní 2018 07:00 Þekking er gjaldmiðill framtíðarinnar. Rannsókna- og nýsköpunarstarf hefur fært okkur Íslendingum meiri hagsæld en nokkurn gat grunað. Lífskjör almennings hafa stórbatnað og tækifæri til menntunar margfaldast. Við Íslendingar höfum ekki náð þessum árangri á einni nóttu. Hann helgast af einbeittum vilja þjóðarinnar til að sækja fram, vinnandi höndum, hugviti, menntun, metnaðarfullu háskólastarfi, rannsóknum og nýsköpun. Á þessu ári fögnum við hundrað ára afmæli fullveldis Íslands, en fyrsta desember 1918 varð Ísland fullvalda þjóð. Fullveldisdagurinn hefur ætíð skipað stóran sess hjá Háskóla Íslands. Það er engin tilviljun því stofnun skólans var samofin sjálfstæðisbaráttunni. Það er heldur engin tilviljun að Háskólinn var stofnaður örfáum árum áður en fullveldi fékkst úr hendi Dana. Framsýnir Íslendingar skynjuðu þá og áður að háskóli hér væri forsenda þess að þjóðin yrði stjórnmálalega, efnahagslega og menningarlega sjálfstæð. Björn M. Olsen, fyrsti rektor Háskóla Íslands, lét sig mjög sjálfstæði Íslands varða. Í ræðu sem hann flutti við stofnun skólans 17. júní 1911 fjallar hann um fjórar hugsjónir háskóla sem jafnframt liggja sjálfstæði til grundvallar. Í fyrsta lagi lýsir hann leitinni að sannleikanum sem höfuðmarkmiði háskólastarfs. Í öðru lagi undirstrikar hann frelsishugsjónina. Frjáls rannsókn og kennsla, segir Björn, er eins nauðsynleg háskóla og andardrátturinn er manninum. Í þriðja lagi fjallar Björn um uppeldi og mikilvægi þess að háskólar séu í lifandi tengslum við eigið samfélag. Í fjórða lagi leggur hann áherslu á alþjóðlegt eðli háskóla. Það er merkilegt hvernig frumherjarnir sáu í þeim örsmáa skóla sem stofnaður var árið 1911 útlínur þess þróttmikla Háskóla Íslands sem við þekkjum í dag: Háskóla sem eykur lífsgæði, háskóla sem skapar nýja þekkingu og veitir prófgráður sem eru gjaldgengar um víða veröld, háskóla sem er eftirsóttur í samstarfsneti bestu háskóla heims, háskóla sem dregur að sér fjölda nemenda eins og nýjar umsóknartölur sýna, háskóla sem er mikilvæg undirstaða atvinnulífs og framfara og lifandi menningar.Höfundur er rektor Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Skóla - og menntamál Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þekking er gjaldmiðill framtíðarinnar. Rannsókna- og nýsköpunarstarf hefur fært okkur Íslendingum meiri hagsæld en nokkurn gat grunað. Lífskjör almennings hafa stórbatnað og tækifæri til menntunar margfaldast. Við Íslendingar höfum ekki náð þessum árangri á einni nóttu. Hann helgast af einbeittum vilja þjóðarinnar til að sækja fram, vinnandi höndum, hugviti, menntun, metnaðarfullu háskólastarfi, rannsóknum og nýsköpun. Á þessu ári fögnum við hundrað ára afmæli fullveldis Íslands, en fyrsta desember 1918 varð Ísland fullvalda þjóð. Fullveldisdagurinn hefur ætíð skipað stóran sess hjá Háskóla Íslands. Það er engin tilviljun því stofnun skólans var samofin sjálfstæðisbaráttunni. Það er heldur engin tilviljun að Háskólinn var stofnaður örfáum árum áður en fullveldi fékkst úr hendi Dana. Framsýnir Íslendingar skynjuðu þá og áður að háskóli hér væri forsenda þess að þjóðin yrði stjórnmálalega, efnahagslega og menningarlega sjálfstæð. Björn M. Olsen, fyrsti rektor Háskóla Íslands, lét sig mjög sjálfstæði Íslands varða. Í ræðu sem hann flutti við stofnun skólans 17. júní 1911 fjallar hann um fjórar hugsjónir háskóla sem jafnframt liggja sjálfstæði til grundvallar. Í fyrsta lagi lýsir hann leitinni að sannleikanum sem höfuðmarkmiði háskólastarfs. Í öðru lagi undirstrikar hann frelsishugsjónina. Frjáls rannsókn og kennsla, segir Björn, er eins nauðsynleg háskóla og andardrátturinn er manninum. Í þriðja lagi fjallar Björn um uppeldi og mikilvægi þess að háskólar séu í lifandi tengslum við eigið samfélag. Í fjórða lagi leggur hann áherslu á alþjóðlegt eðli háskóla. Það er merkilegt hvernig frumherjarnir sáu í þeim örsmáa skóla sem stofnaður var árið 1911 útlínur þess þróttmikla Háskóla Íslands sem við þekkjum í dag: Háskóla sem eykur lífsgæði, háskóla sem skapar nýja þekkingu og veitir prófgráður sem eru gjaldgengar um víða veröld, háskóla sem er eftirsóttur í samstarfsneti bestu háskóla heims, háskóla sem dregur að sér fjölda nemenda eins og nýjar umsóknartölur sýna, háskóla sem er mikilvæg undirstaða atvinnulífs og framfara og lifandi menningar.Höfundur er rektor Háskóla Íslands
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar