Ljósmæður fá rúmlega fjögurra prósenta hækkun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júní 2018 19:00 Ljósmæður fá rúmlega fjögurra prósenta launahækkun samkvæmt nýjum kjarasamningi sem gerir einnig ráð fyrir sextíu milljóna króna greiðslu til launaleiðréttingar og fleiri aðgerða. Ljósmæður telja atkvæðagreiðsluna um samninginn tvísýna og einhverjar hyggjast ekki að draga uppsagnir til baka. Samningurinn var kynntur félagsmönnum síðdegis í gær og atkvæðagreiðslan, sem stendur yfir í tíu daga, hófst í morgun. Ljósmæður hafa verið samningslausar í níu mánuði og gildir kjarasamningurinn sem var undirritaður á þriðjudag fram til loka marsmánaðar á næsta ári, eða í níu mánuði.Ljósmæður sem fréttastofa ræddi við í dag voru ekkert sérstaklega ánægðar með samninginn og töldu tvísýnt hvort hann yrði samþykktur. Formaður Ljósmæðrafélagsins segir tilfinningarnar blendnar. „Það eru engin brjáluð fagnaðarlæti. En í þessum samningi eru ákveðnir möguleikar sem sumir meta en aðrir ekki," segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Samningurinn felur í sér 4,21 prósenta miðlæga launahækkun og nokkrar bókanir en sú helsta gerir ráð fyrir sextíu milljóna króna greiðslu frá heilbrigðisráðuneytinu. „Það kemur ákveðin innspýting frá ráðuneytinu sem er til útfærslu á ýmsum breytingum. Til dæmis að við lækkum ekki, því eins og er þá lækkum við við útskriftina. Það er breytt inntak í starfinu og það ýmislegt svona sem er verið að viðurkenna að hafi ekki verið metið," segir Áslaug. Þessi atriði verða útfærð nánar þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir en nokkrar ljósmæður sem fréttastofa ræddi við í dag töldu að skýra þyrfti hvort gert væri ráð fyrir fjölgun stöðugilda til þess að draga úr álagi vegna undirmönnunnar. Fjöldi ljósmæðra hefur þegar sagt upp störfum og segjast sumar þeirra ekki ætla að draga uppsagnir til baka en aðrar höfðu ekki ákveðið sig. Flestar uppsagnir taka gildi um næstu mánaðarmót og telur Áslaug óvíst hvort samningurinn dugi til að halda þeim í starfi. „Þolinmæði ljósmæðra er algjörlega á þrotum. Þær eru búnar að vera undir miklu álagi, standa í miklum deilum og veseni undanfarin ár. Þeim finnst þær ekki metnar að verðleikum og mér finnst það reyndar ekki heldur. Þannig ég veit ekki hvað verður," segir Áslaug. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Ljósmæður fá rúmlega fjögurra prósenta launahækkun samkvæmt nýjum kjarasamningi sem gerir einnig ráð fyrir sextíu milljóna króna greiðslu til launaleiðréttingar og fleiri aðgerða. Ljósmæður telja atkvæðagreiðsluna um samninginn tvísýna og einhverjar hyggjast ekki að draga uppsagnir til baka. Samningurinn var kynntur félagsmönnum síðdegis í gær og atkvæðagreiðslan, sem stendur yfir í tíu daga, hófst í morgun. Ljósmæður hafa verið samningslausar í níu mánuði og gildir kjarasamningurinn sem var undirritaður á þriðjudag fram til loka marsmánaðar á næsta ári, eða í níu mánuði.Ljósmæður sem fréttastofa ræddi við í dag voru ekkert sérstaklega ánægðar með samninginn og töldu tvísýnt hvort hann yrði samþykktur. Formaður Ljósmæðrafélagsins segir tilfinningarnar blendnar. „Það eru engin brjáluð fagnaðarlæti. En í þessum samningi eru ákveðnir möguleikar sem sumir meta en aðrir ekki," segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Samningurinn felur í sér 4,21 prósenta miðlæga launahækkun og nokkrar bókanir en sú helsta gerir ráð fyrir sextíu milljóna króna greiðslu frá heilbrigðisráðuneytinu. „Það kemur ákveðin innspýting frá ráðuneytinu sem er til útfærslu á ýmsum breytingum. Til dæmis að við lækkum ekki, því eins og er þá lækkum við við útskriftina. Það er breytt inntak í starfinu og það ýmislegt svona sem er verið að viðurkenna að hafi ekki verið metið," segir Áslaug. Þessi atriði verða útfærð nánar þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir en nokkrar ljósmæður sem fréttastofa ræddi við í dag töldu að skýra þyrfti hvort gert væri ráð fyrir fjölgun stöðugilda til þess að draga úr álagi vegna undirmönnunnar. Fjöldi ljósmæðra hefur þegar sagt upp störfum og segjast sumar þeirra ekki ætla að draga uppsagnir til baka en aðrar höfðu ekki ákveðið sig. Flestar uppsagnir taka gildi um næstu mánaðarmót og telur Áslaug óvíst hvort samningurinn dugi til að halda þeim í starfi. „Þolinmæði ljósmæðra er algjörlega á þrotum. Þær eru búnar að vera undir miklu álagi, standa í miklum deilum og veseni undanfarin ár. Þeim finnst þær ekki metnar að verðleikum og mér finnst það reyndar ekki heldur. Þannig ég veit ekki hvað verður," segir Áslaug.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira