Veiðigjöld og trúverðugleiki Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. júní 2018 10:00 Traust almennings til Alþingis var í febrúar síðastliðnum, samkvæmt mælingum Gallup, aðeins 29 prósent. Það verður að teljast ólíklegt að þau vinnubrögð sem einkennt hafa síðustu daga í þingsal séu til þess fallin að efla og bæta ásýnd þingheims í augum og huga almennings. Enginn getur gert þá kröfu að á Alþingi verði hlutirnir að ganga snurðulaust fyrir sig. Núningur er af hinu góða þegar hann er knúinn áfram af sannfæringu sem hafin er yfir trúarkenningar flokksins og eigin hagsmuni. Togstreitan er óumflýjanleg þegar kjörnir fulltrúar með mismunandi bakgrunn, reynslu og veraldarsýn freista þess að vinna saman. Og sem betur fer er holl togstreita og öflug skoðanaskipti oft á tíðum viðhöfð í þingsal. Tillaga meirihluta atvinnuveganefndar, með stuðningi frá útgerðarmanni sem einnig er þingmaður Miðflokksins, um breytingu á veiðigjöldum og atburðarásin í kringum hana er hins vegar þveröfugt dæmi um það hvernig við viljum sjá okkar kjörnu fulltrúa taka höndum saman til að tryggja almannahag. Risavaxið mál var lagt fram á síðustu stundu og afbrigða leitað. Um augljóst átakamál var að ræða. Umræða um málið kallaði á aukinn meirihluta og eftir margra klukkustunda stapp – tíma sem betur hefði verið varið í að ræða fjármálaáætlun eða nýja persónuverndarlöggjöf – var niðurstaðan sú að tillaga um að taka málið á dagskrá var felld. Annaðhvort hafa þingflokksformenn ríkisstjórnarflokkanna boðað til atkvæðagreiðslu sem óvíst væri hvernig myndi fara eða þeir voru sviknir um stuðning úr röðum stjórnarandstöðunnar. Sama hvernig á málið er litið er um meinlegan vandræðagang að ræða sem ekki á að fyrirfinnast í þingheimi. Á sama tíma kemur í ljós að hinn stuðningsglaði þingmaður Miðflokksins, Sigurður Páll Jónsson, hafði mikilla hagsmuna að gæta sem eigandi lítillar útgerðar. Fyrirtæki hans hefði hagnast um háar fjárhæðir með samþykkt frumvarpsins. Hann svaraði Fréttablaðinu á þessa leið aðspurður um vanhæfi: „Ég er þingmaður og hef ekki skoðað mín mál í sambandi við þetta. Ég reikna með að fá afslátt enda er reksturinn þungur og margir hafa gefist upp.“ Staðreyndin er sú að breytingin mun fyrst og fremst hagnast stærri útgerðum, eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Tíu stærstu fyrirtækin fá helming lækkunarinnar sem nemur 2,6 milljörðum króna. Það mikilvæga verkefni að efla traust á Alþingi er ekki aðeins verkefni ríkisstjórnar. Það er prófraun allra þingmanna, þingheims í heild, og síðustu dagar eru ömurlegur vitnisburður um framlag þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Sjávarútvegur Mest lesið Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Traust almennings til Alþingis var í febrúar síðastliðnum, samkvæmt mælingum Gallup, aðeins 29 prósent. Það verður að teljast ólíklegt að þau vinnubrögð sem einkennt hafa síðustu daga í þingsal séu til þess fallin að efla og bæta ásýnd þingheims í augum og huga almennings. Enginn getur gert þá kröfu að á Alþingi verði hlutirnir að ganga snurðulaust fyrir sig. Núningur er af hinu góða þegar hann er knúinn áfram af sannfæringu sem hafin er yfir trúarkenningar flokksins og eigin hagsmuni. Togstreitan er óumflýjanleg þegar kjörnir fulltrúar með mismunandi bakgrunn, reynslu og veraldarsýn freista þess að vinna saman. Og sem betur fer er holl togstreita og öflug skoðanaskipti oft á tíðum viðhöfð í þingsal. Tillaga meirihluta atvinnuveganefndar, með stuðningi frá útgerðarmanni sem einnig er þingmaður Miðflokksins, um breytingu á veiðigjöldum og atburðarásin í kringum hana er hins vegar þveröfugt dæmi um það hvernig við viljum sjá okkar kjörnu fulltrúa taka höndum saman til að tryggja almannahag. Risavaxið mál var lagt fram á síðustu stundu og afbrigða leitað. Um augljóst átakamál var að ræða. Umræða um málið kallaði á aukinn meirihluta og eftir margra klukkustunda stapp – tíma sem betur hefði verið varið í að ræða fjármálaáætlun eða nýja persónuverndarlöggjöf – var niðurstaðan sú að tillaga um að taka málið á dagskrá var felld. Annaðhvort hafa þingflokksformenn ríkisstjórnarflokkanna boðað til atkvæðagreiðslu sem óvíst væri hvernig myndi fara eða þeir voru sviknir um stuðning úr röðum stjórnarandstöðunnar. Sama hvernig á málið er litið er um meinlegan vandræðagang að ræða sem ekki á að fyrirfinnast í þingheimi. Á sama tíma kemur í ljós að hinn stuðningsglaði þingmaður Miðflokksins, Sigurður Páll Jónsson, hafði mikilla hagsmuna að gæta sem eigandi lítillar útgerðar. Fyrirtæki hans hefði hagnast um háar fjárhæðir með samþykkt frumvarpsins. Hann svaraði Fréttablaðinu á þessa leið aðspurður um vanhæfi: „Ég er þingmaður og hef ekki skoðað mín mál í sambandi við þetta. Ég reikna með að fá afslátt enda er reksturinn þungur og margir hafa gefist upp.“ Staðreyndin er sú að breytingin mun fyrst og fremst hagnast stærri útgerðum, eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Tíu stærstu fyrirtækin fá helming lækkunarinnar sem nemur 2,6 milljörðum króna. Það mikilvæga verkefni að efla traust á Alþingi er ekki aðeins verkefni ríkisstjórnar. Það er prófraun allra þingmanna, þingheims í heild, og síðustu dagar eru ömurlegur vitnisburður um framlag þeirra.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun