Hætt við milljarðaverkefni vegna sólarorkutolla Trump Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2018 08:44 Sólarorka hefur blómstrað í Bandaríkjunum undanfarin ár, ekki síst vegna ódýrra kínverskra sólarsellna. Verndartollar Trump eru taldir hægja á vextinum. Vísir/EPA Orkufyrirtæki í Bandaríkjunum hafa hætt við eða sett á ís fjárfestingar stórum sólarorkuverkefnum upp á meira en tvo og hálfan milljarð dollara eftir að Donald Trump forseti lagði á háa verndartollar á innfluttar sólarsellur. Fyrirtækin segja að hafi kostað þúsundir væntanlegra starfa. Samkvæmt úttekt Reuters-fréttastofunnar eru fjárfestingarnar um tvöfalt meiri en þær sem framleiðendur bandarískra sólarsellna sem njóta góðs af verndartollunum ætla að ráðast í. Trump tilkynnti um verndartollana í janúar þrátt fyrir mótmæli sólarorkuiðnaðarins í Bandaríkjunum. Honum hefur vaxið ásmegin undanfarin ár, meðal annars vegna verðfalls á innfluttum sólarsellum, frá Kína. Þannig hefur sólarorka orðið samkeppnishæf í verði við jarðgas og kol. Sérfræðingar hafa spáð því að draga muni úr fjölgun sólarorkuvera á næstu tveimur árum vegna tollanna. Þeir nema 30% næstu fjögur árin en minnkar um 5% á ári eftir það. Sólarorkuiðnaðurinn segir að tollarnir auki kostnaðinn við stór sólarorkuver um 10%. Um þrefalt fleiri Bandaríkjamenn starfa við sólarorku en í kolaiðnaðinum. Engu að síður hefur ríkisstjórn Trump gripið til ýmissa aðgerða til þess að hygla kolaorku á kostnað endurnýjanlegra orkugjafa. Nú síðast hafa komið fram hugmyndir um að stjórnvöld gætu skikkað dreififyrirtæki til að kaupa orku frá kolaorkuverum. Ríkisstjórn Trump hefur jafnframt reynt að afnema loftslagsaðgerðir fyrri ríkisstjórnar Baracks Obama sem miðuðu að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum frá orkuframleiðslu. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump ætlar að skikka dreifiaðila til að kaupa kola- og kjarnorku Fyrirséð er að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist ef áform ríkisstjórnar Trump verða að veruleika. 1. júní 2018 21:28 Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Orkufyrirtæki í Bandaríkjunum hafa hætt við eða sett á ís fjárfestingar stórum sólarorkuverkefnum upp á meira en tvo og hálfan milljarð dollara eftir að Donald Trump forseti lagði á háa verndartollar á innfluttar sólarsellur. Fyrirtækin segja að hafi kostað þúsundir væntanlegra starfa. Samkvæmt úttekt Reuters-fréttastofunnar eru fjárfestingarnar um tvöfalt meiri en þær sem framleiðendur bandarískra sólarsellna sem njóta góðs af verndartollunum ætla að ráðast í. Trump tilkynnti um verndartollana í janúar þrátt fyrir mótmæli sólarorkuiðnaðarins í Bandaríkjunum. Honum hefur vaxið ásmegin undanfarin ár, meðal annars vegna verðfalls á innfluttum sólarsellum, frá Kína. Þannig hefur sólarorka orðið samkeppnishæf í verði við jarðgas og kol. Sérfræðingar hafa spáð því að draga muni úr fjölgun sólarorkuvera á næstu tveimur árum vegna tollanna. Þeir nema 30% næstu fjögur árin en minnkar um 5% á ári eftir það. Sólarorkuiðnaðurinn segir að tollarnir auki kostnaðinn við stór sólarorkuver um 10%. Um þrefalt fleiri Bandaríkjamenn starfa við sólarorku en í kolaiðnaðinum. Engu að síður hefur ríkisstjórn Trump gripið til ýmissa aðgerða til þess að hygla kolaorku á kostnað endurnýjanlegra orkugjafa. Nú síðast hafa komið fram hugmyndir um að stjórnvöld gætu skikkað dreififyrirtæki til að kaupa orku frá kolaorkuverum. Ríkisstjórn Trump hefur jafnframt reynt að afnema loftslagsaðgerðir fyrri ríkisstjórnar Baracks Obama sem miðuðu að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum frá orkuframleiðslu.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump ætlar að skikka dreifiaðila til að kaupa kola- og kjarnorku Fyrirséð er að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist ef áform ríkisstjórnar Trump verða að veruleika. 1. júní 2018 21:28 Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ríkisstjórn Trump ætlar að skikka dreifiaðila til að kaupa kola- og kjarnorku Fyrirséð er að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist ef áform ríkisstjórnar Trump verða að veruleika. 1. júní 2018 21:28
Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent