Náttúrulaus umræða í boði Vesturverks Tómas Guðbjartsson skrifar 22. maí 2018 07:00 Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með umræðunni um Hvalárvirkjun á Ströndum undanfarnar vikur í aðdraganda kosninga. Minnsta sveitarfélag landsins er klofið í herðar niður og þrír af fimm fulltrúum sveitarstjórnar Árneshrepps, með sveitarstjórann í broddi fylkingar, leggja allt í sölurnar til að þröngva í gegn umdeildri og óafturkræfri framkvæmd. Hjólin eru smurð með margvíslegum stuðningi og loforðum framkvæmdaaðilans Vesturverks, sem meðal annars hefur greitt lögfræðireikninga sveitarstjórnar og reikninga ótengda framkvæmdinni, líkt og komið hefur fram undanfarið. Hvar eru raddir þeirra Vestfirð- inga sem vilja staldra við og leyfa náttúrunni að njóta vafans? Þessar raddir eru til, það veit ég vel eftir fjölmargar heimsóknir mínar á Vestfirði í gegnum árin. Nýverið stóð ég fyrir fjölsóttum fyrirlestri á Ísafirði um ósnortin víðerni. Þeir ráðamenn vestfirskir sem mest hafa gagnrýnt viðhorf náttúruverndarsinna mættu ekki á fundinn. Nokkrum dögum síðar fjölmenntu þeir hins vegar á málþing á vegum Vesturverks á Ísafirði. Ég hef síðan reynt að fá ýmsa aðila fyrir vestan til að skipuleggja annað málþing sem væri opið öllum og þar sem fleiri viðhorf gætu komið fram. Enginn hefur sýnt þessu erindi mínu áhuga, nema Vestfjarðastofa sem vill þó aðeins halda málþingið eftir kosningar! Tíminn til að ræða svo umfangsmikla og umdeilda framkvæmd er hins vegar einmitt fyrir kosningar. Það er vert að íhuga af hverju raddir þeirra sem vilja vernda ósnortnu víðernin upp af Ófeigsfirði hafa ekki verið meira áberandi á Vestfjörðum. Þessi víðerni eru við þröskuld mestu náttúrugersema Vestfjarða, Drangaskarða og friðlandsins á Hornströndum. Gæti skýringin verið sú að valdamiklir aðilar innan kjördæmisins vilja stýra umræðunni? Nýlega sendi Vesturverk snotran bækling inn á öll heimili á Vestfjörðum. Þar eru kostir virkjunar tíundaðir með aðaláherslu á aukið rafmagnsöryggi á Vestfjörðum. Aukið rafmagnsöryggi er vissulega brýnt úrlausnarefni fyrir Vestfirðinga en Hvalárvirkjun mun ekki leysa þann vanda. Lítið er rætt um hringtengingu rafmagnslína á Vestfjörðum, sem lengi vel var ein helsta röksemdin með virkjun, en þau rök virðast nú hafa misst vægi – enda ekkert fast í hendi um framkvæmd slíkrar hringtengingar.Drynjandi sl. sumar og tölvugerð mynd eins og ætla má að fossinn líti út eftir virkjun Hvalár. Fólkið efst á myndinni sýnir stærð fossins og árgljúfursins.Tómas GuðbjartssonSama á við um fjölda langtímastarfa við virkjunina sem talsvert var gert úr um hríð en verða líklega engin. Loforð um aukið afhendingaröryggi rafmagns og aukna atvinnu fyrir Vestfirðinga eru því orðin tóm. Í sama bæklingi lofar Vesturverk að verði af virkjun muni þeir sjá um að klæða skólahúsið í Árneshreppi og leggja hitaveitu og þriggja fasa rafmagn í Norðurfjörð. Enn dapurlegra er þó fyrirheit verktakans um að opna fyrir rennsli í Hvalá yfir hásumarið þannig að ferðamenn geti notið fossins Drynjanda með fullu vatnsrennsli, en verði af virkjun verður rennsli í honum að jafnaði aðeins 5% af meðalrennsli. Drynjandi er einn af fimm fossum á þessu svæði sem eru ómetanlegir og á heimsmælikvarða. Nafn sitt dregur fossinn af drununum sem myndast þegar vatnið fellur beljandi niður í næstum 100 metra djúp árgljúfrin sem eru með þeim tilkomumestu á Vestfjörðum. Verði af virkjun munu drunurnar hverfa og í stað hvítu ábreiðunnar blasir við veiklulegur strengur. Ég trúi því ekki að Vestfirðingar vilji fórna svona „Gullfossi“ fyrir megavött til stóriðju – enda gæti hann óvirkjaður, ásamt mörgum öðrum fossum á svæðinu, skapað íbúum Árneshrepps og Vestfirðingum öllum ómetanleg verðmæti. Nátt- úran getur nefnilega verið meira virði ósnortin til lengri tíma en virkjuð. Munum af hverju ferðaþjónusta er orðin helsta tekjulind Íslendinga í dag. Veigamestu rökin fyrir verndun svæðisins eru þó að gefa komandi kynslóðum Íslendinga og ferðamanna færi á að njóta þessara einstöku náttúrugersema fremur en að selja þær erlendum auðjöfrum og auðsveipum umboðsmönnum þeirra.Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Tengdar fréttir Ellefu lögheimilisskráningar í Árneshrepp felldar niður Ellefu uppfylla ekki skilyrði Þjóðskrár Íslands um að hafa fasta búsetu á Árneshreppi. 18. maí 2018 17:36 Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa. 18. maí 2018 06:00 Neitar því að Vesturverk hafi svarað fyrir Árneshrepp Umhverfissamtökin Rjúkandi birtu í dag tölvupóstsamskipti oddvita Árneshrepps og stjórnenda Vesturverks vegna Hvalárvirkjunar. 20. maí 2018 20:15 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með umræðunni um Hvalárvirkjun á Ströndum undanfarnar vikur í aðdraganda kosninga. Minnsta sveitarfélag landsins er klofið í herðar niður og þrír af fimm fulltrúum sveitarstjórnar Árneshrepps, með sveitarstjórann í broddi fylkingar, leggja allt í sölurnar til að þröngva í gegn umdeildri og óafturkræfri framkvæmd. Hjólin eru smurð með margvíslegum stuðningi og loforðum framkvæmdaaðilans Vesturverks, sem meðal annars hefur greitt lögfræðireikninga sveitarstjórnar og reikninga ótengda framkvæmdinni, líkt og komið hefur fram undanfarið. Hvar eru raddir þeirra Vestfirð- inga sem vilja staldra við og leyfa náttúrunni að njóta vafans? Þessar raddir eru til, það veit ég vel eftir fjölmargar heimsóknir mínar á Vestfirði í gegnum árin. Nýverið stóð ég fyrir fjölsóttum fyrirlestri á Ísafirði um ósnortin víðerni. Þeir ráðamenn vestfirskir sem mest hafa gagnrýnt viðhorf náttúruverndarsinna mættu ekki á fundinn. Nokkrum dögum síðar fjölmenntu þeir hins vegar á málþing á vegum Vesturverks á Ísafirði. Ég hef síðan reynt að fá ýmsa aðila fyrir vestan til að skipuleggja annað málþing sem væri opið öllum og þar sem fleiri viðhorf gætu komið fram. Enginn hefur sýnt þessu erindi mínu áhuga, nema Vestfjarðastofa sem vill þó aðeins halda málþingið eftir kosningar! Tíminn til að ræða svo umfangsmikla og umdeilda framkvæmd er hins vegar einmitt fyrir kosningar. Það er vert að íhuga af hverju raddir þeirra sem vilja vernda ósnortnu víðernin upp af Ófeigsfirði hafa ekki verið meira áberandi á Vestfjörðum. Þessi víðerni eru við þröskuld mestu náttúrugersema Vestfjarða, Drangaskarða og friðlandsins á Hornströndum. Gæti skýringin verið sú að valdamiklir aðilar innan kjördæmisins vilja stýra umræðunni? Nýlega sendi Vesturverk snotran bækling inn á öll heimili á Vestfjörðum. Þar eru kostir virkjunar tíundaðir með aðaláherslu á aukið rafmagnsöryggi á Vestfjörðum. Aukið rafmagnsöryggi er vissulega brýnt úrlausnarefni fyrir Vestfirðinga en Hvalárvirkjun mun ekki leysa þann vanda. Lítið er rætt um hringtengingu rafmagnslína á Vestfjörðum, sem lengi vel var ein helsta röksemdin með virkjun, en þau rök virðast nú hafa misst vægi – enda ekkert fast í hendi um framkvæmd slíkrar hringtengingar.Drynjandi sl. sumar og tölvugerð mynd eins og ætla má að fossinn líti út eftir virkjun Hvalár. Fólkið efst á myndinni sýnir stærð fossins og árgljúfursins.Tómas GuðbjartssonSama á við um fjölda langtímastarfa við virkjunina sem talsvert var gert úr um hríð en verða líklega engin. Loforð um aukið afhendingaröryggi rafmagns og aukna atvinnu fyrir Vestfirðinga eru því orðin tóm. Í sama bæklingi lofar Vesturverk að verði af virkjun muni þeir sjá um að klæða skólahúsið í Árneshreppi og leggja hitaveitu og þriggja fasa rafmagn í Norðurfjörð. Enn dapurlegra er þó fyrirheit verktakans um að opna fyrir rennsli í Hvalá yfir hásumarið þannig að ferðamenn geti notið fossins Drynjanda með fullu vatnsrennsli, en verði af virkjun verður rennsli í honum að jafnaði aðeins 5% af meðalrennsli. Drynjandi er einn af fimm fossum á þessu svæði sem eru ómetanlegir og á heimsmælikvarða. Nafn sitt dregur fossinn af drununum sem myndast þegar vatnið fellur beljandi niður í næstum 100 metra djúp árgljúfrin sem eru með þeim tilkomumestu á Vestfjörðum. Verði af virkjun munu drunurnar hverfa og í stað hvítu ábreiðunnar blasir við veiklulegur strengur. Ég trúi því ekki að Vestfirðingar vilji fórna svona „Gullfossi“ fyrir megavött til stóriðju – enda gæti hann óvirkjaður, ásamt mörgum öðrum fossum á svæðinu, skapað íbúum Árneshrepps og Vestfirðingum öllum ómetanleg verðmæti. Nátt- úran getur nefnilega verið meira virði ósnortin til lengri tíma en virkjuð. Munum af hverju ferðaþjónusta er orðin helsta tekjulind Íslendinga í dag. Veigamestu rökin fyrir verndun svæðisins eru þó að gefa komandi kynslóðum Íslendinga og ferðamanna færi á að njóta þessara einstöku náttúrugersema fremur en að selja þær erlendum auðjöfrum og auðsveipum umboðsmönnum þeirra.Höfundur er læknir
Ellefu lögheimilisskráningar í Árneshrepp felldar niður Ellefu uppfylla ekki skilyrði Þjóðskrár Íslands um að hafa fasta búsetu á Árneshreppi. 18. maí 2018 17:36
Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa. 18. maí 2018 06:00
Neitar því að Vesturverk hafi svarað fyrir Árneshrepp Umhverfissamtökin Rjúkandi birtu í dag tölvupóstsamskipti oddvita Árneshrepps og stjórnenda Vesturverks vegna Hvalárvirkjunar. 20. maí 2018 20:15
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar