Það sem #metoo kenndi okkur Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm og Þorsteinn V. Einarsson skrifar 23. maí 2018 15:51 Þúsundir kvenna stigu fram í nóvember á síðasta ári og sögðu sögu sína af áreiti og kynbundnu ofbeldi sem þær höfðu mátt þola undir merkjum #metoo. Atvikin höfðu átt sér stað á vinnustöðum, heimilum, skemmtistöðum og raunar hvar sem konur voru. Konur af erlendum uppruna, fatlaðar konur, íþrottakonur stjórnmálakonur og svo mætti lengi halda áfram. Það þarf ekkert að tíunda áhrifin sem áreitið og ofbeldið hefur haft á konur. Loksins þegar ekki var lengur komist hjá því að hlustað væri á reynsluheim kvenna urðu samfélagsbyltingar sem enginn komst ósnortinn undan. Við tókum bæði þátt í þessum byltingum, en með nokkuð ólíkum hætti. Við lærðum mikið af þessarri reynslu hver með okkar hætti. Það er mikilvægt að vanda til verka þegar unnið er að jafn viðkvæmu og brothættu málefni og kynbundu ofbeldi. Gæta þarf að því að allir upplifi öryggi og að þeirra rödd heyrist.Baráttukonur ruddu brautinaÞegar frásagnir #metoo fengu að líta dagsins ljós fór í gang eitthvað stærra en við höfðum gert okkur í hugarlund. Samfélagið sat eins og lamað, las frásagnirnar og leit loksins í eigin barm. Það varð breyting á því hvernig við hugsum um áreiti og ofbeldi. Þá breytingu á #metoo byltingin ekki ein. Við stöndum í þakkarskuld við þær ótal konur sem hafa rutt brautina, allt frá Rauðsokkum til annarra samfélagsmiðlabyltinga á borð við #þöggun #konurtala og #höfumhátt. Allar þær byltingar sem komu á undan greiddu götuna. #metoo kenndi okkur að kvennasamstaðan er einstök. #metoo kenndi okkur að konur eru alls ekki konum verstar. #metoo kenndi okkur að við öll getum haft áhri og tekið þátt í að breyta heiminum. #metoo kenndi okkur líka að vandamálið er miklu djúpstæðara en við höfðum mörg gert okkur grein fyrir.Þorsteinn V. Einarsson#karlmennskan og eitruð karlmennskaEftir standa áleitnar spurningar sem samfélagið allt þarf að svara. Gerendur eru nánast eingöngu karlar. Hvernig ölum við upp drengi þessa lands svo að þeir komi fram af virðingu við konur? Um leið og við rjúfum þögnina um áreiti og kynbundið ofbeldi verðum við að uppræta eitraða karlmennsku. Undir merkjum #karlmennskan deildu karlar reynslu sinni af eitraðri karlmennskuímynd. Þar komu fram sláandi frásagnir sem konur höfðu aldrei heyrt, í öfugu samhengi við sögurnar í #metoo sem margir karlar höfðu aldrei heyrt.FramtíðinKvenfrelsi er ein af grunnstoðum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Því leggjum við þunga áherslu á að það verði stigin raunveruleg skref til þess að vinna gegn margþættri mismunun í Reykjavík. Við verðum að halda áfram að vinna með þolendum og styðja sérstaklega við bakið á þeim sem búa við margþætta mismunun; hinsegin fólki, öldruðum, innflytjendum og fötluðum konum. Við verðum að leggja áherslu á fræðslu meðal annars með því að efla jafnréttiskólann sem Vinstri græn stofnuðu. Við verðum að tryggja að konur, börn og ungmenni séu örugg og upplýst í öllu frístunda-, íþrótta- og skólastarfi m.a. með því að sjá til þess að til séu forvarnaráætlanir og aðgerðaráætlanir. Við stöndum alltaf með þolendum ofbeldis og fordæmum alla þöggunartilburði gegn femínískum baráttukonum. Við getum og ætlum að útrýma kynbundnu ofbeldi og mismunun í Reykjavík.Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm, ein af forsprökkum #metoo í sviðslistum og kvikmyndagerð, skipar 4 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnarÞorsteinn V. Einarsson, einn af forsprökkum #karlmennskan, skipar 3 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm Kosningar 2018 Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þúsundir kvenna stigu fram í nóvember á síðasta ári og sögðu sögu sína af áreiti og kynbundnu ofbeldi sem þær höfðu mátt þola undir merkjum #metoo. Atvikin höfðu átt sér stað á vinnustöðum, heimilum, skemmtistöðum og raunar hvar sem konur voru. Konur af erlendum uppruna, fatlaðar konur, íþrottakonur stjórnmálakonur og svo mætti lengi halda áfram. Það þarf ekkert að tíunda áhrifin sem áreitið og ofbeldið hefur haft á konur. Loksins þegar ekki var lengur komist hjá því að hlustað væri á reynsluheim kvenna urðu samfélagsbyltingar sem enginn komst ósnortinn undan. Við tókum bæði þátt í þessum byltingum, en með nokkuð ólíkum hætti. Við lærðum mikið af þessarri reynslu hver með okkar hætti. Það er mikilvægt að vanda til verka þegar unnið er að jafn viðkvæmu og brothættu málefni og kynbundu ofbeldi. Gæta þarf að því að allir upplifi öryggi og að þeirra rödd heyrist.Baráttukonur ruddu brautinaÞegar frásagnir #metoo fengu að líta dagsins ljós fór í gang eitthvað stærra en við höfðum gert okkur í hugarlund. Samfélagið sat eins og lamað, las frásagnirnar og leit loksins í eigin barm. Það varð breyting á því hvernig við hugsum um áreiti og ofbeldi. Þá breytingu á #metoo byltingin ekki ein. Við stöndum í þakkarskuld við þær ótal konur sem hafa rutt brautina, allt frá Rauðsokkum til annarra samfélagsmiðlabyltinga á borð við #þöggun #konurtala og #höfumhátt. Allar þær byltingar sem komu á undan greiddu götuna. #metoo kenndi okkur að kvennasamstaðan er einstök. #metoo kenndi okkur að konur eru alls ekki konum verstar. #metoo kenndi okkur að við öll getum haft áhri og tekið þátt í að breyta heiminum. #metoo kenndi okkur líka að vandamálið er miklu djúpstæðara en við höfðum mörg gert okkur grein fyrir.Þorsteinn V. Einarsson#karlmennskan og eitruð karlmennskaEftir standa áleitnar spurningar sem samfélagið allt þarf að svara. Gerendur eru nánast eingöngu karlar. Hvernig ölum við upp drengi þessa lands svo að þeir komi fram af virðingu við konur? Um leið og við rjúfum þögnina um áreiti og kynbundið ofbeldi verðum við að uppræta eitraða karlmennsku. Undir merkjum #karlmennskan deildu karlar reynslu sinni af eitraðri karlmennskuímynd. Þar komu fram sláandi frásagnir sem konur höfðu aldrei heyrt, í öfugu samhengi við sögurnar í #metoo sem margir karlar höfðu aldrei heyrt.FramtíðinKvenfrelsi er ein af grunnstoðum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Því leggjum við þunga áherslu á að það verði stigin raunveruleg skref til þess að vinna gegn margþættri mismunun í Reykjavík. Við verðum að halda áfram að vinna með þolendum og styðja sérstaklega við bakið á þeim sem búa við margþætta mismunun; hinsegin fólki, öldruðum, innflytjendum og fötluðum konum. Við verðum að leggja áherslu á fræðslu meðal annars með því að efla jafnréttiskólann sem Vinstri græn stofnuðu. Við verðum að tryggja að konur, börn og ungmenni séu örugg og upplýst í öllu frístunda-, íþrótta- og skólastarfi m.a. með því að sjá til þess að til séu forvarnaráætlanir og aðgerðaráætlanir. Við stöndum alltaf með þolendum ofbeldis og fordæmum alla þöggunartilburði gegn femínískum baráttukonum. Við getum og ætlum að útrýma kynbundnu ofbeldi og mismunun í Reykjavík.Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm, ein af forsprökkum #metoo í sviðslistum og kvikmyndagerð, skipar 4 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnarÞorsteinn V. Einarsson, einn af forsprökkum #karlmennskan, skipar 3 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun