Í Reykjavík: Val um tvær stefnur Vésteinn Valgarðsson skrifar 11. maí 2018 09:54 Í grófustu dráttum má skipta pólitík hægristefnu: einstaklingshyggju, markaðshyggju, hagsmuni auðvaldsins – og vinstristefnu: félagshyggju, samneyslu, hagsmuni alþýðunnar (okkar). Annað má næstum kalla núansa. Eftir að hefðbundnu vinstriflokkarnir misstu sósíalismann og fótfestuna, hefur þá rekið æðilangt til móts við auðvaldið. Svo mikið að sumir halda að hægri og vinstri séu úrelt hugtök. Það er auðvitað misskilningur sem stafar af villuráfi borgaralegu vinstriflokkanna, og sést best á að fjöldi vinstrisinnaðs eða fátæks fólks púkkar ekki upp á þá. Það er hollt að muna grófu drættina í pólitíkinni. Hvað sem fólki finnst um núverandi borgarstjórnarmeirihluta, er ljóst að hægrivalkostirnir þýða meiri einstaklingshyggju, markaðshyggju og hagsmunagæslu fyrir auðvaldið. Það liggur í hlutarins eðli að ef íhaldið leiðir næsta borgarstjórnarmeirihluta, þá mun samneysla á borð við skóla eða strætó sitja á hakanum, stuðningur við fátæka minnka, stórburgeisum hleypt með lúkurnar í sameiginlega sjóði og eignir. Umferð og svifryk aukast. Þetta er staðreynd. En hvað með núverandi meirihluta, sem hefur leyft húsnæðisverði að snarhækka á kjörtímabilinu, fjölda útigangsmanna að tvöfaldast (til viðbótar við tvöföldun á síðasta kjörtímabili), fjársvelti leikskólana, heykst á að láta strætó fara á réttum tíma eða bjóða næga búsetu fyrir fatlaða eða aldraða... – getur alþýðufólk í alvörunni ætlast til að áframhaldandi stjórn þeirra verði öðruvísi en verið hefur? Eða verður okkur enn og aftur lofað sömu íbúðunum eftir 4 ár, eins og fyrir 4 árum síðan?? Núverandi meirihluti hefur pólitískt efni á meiri félagshyggju. En mun ekki velja hana ótilneyddur. Alþýðufylkingin býður nú fram til borgarstjórnar í annað sinn. Okkar erindi í pólitík er aðeins eitt: hagsmunir alþýðunnar. Okkar metnaður stendur til að vera verkfæri alþýðunnar. Við munum aldrei taka þátt í markaðsvæðingu innviðanna, niðurskurði á velferð eða manngerðum húsnæðisskorti sem hækkar verðið. Við gætum tekið þátt í að mynda borgarstjórnarmeirihluta, en það kostar meira en þægilega stóla. Hann kostar mikla hækkun framfærslu og lægstu launa. Ókeypis verði strætó. Húsnæðiskostnaður lækki með mikilli nýbyggingu á lægsta mögulega verði og félagslega reknu lánakerfi. Og að götur verði sópaðar oftar, til að minnka svifrykið. Atkvæði til Alþýðufylkingarinnar tryggir ekki árangur eitt og sér: Árangur stendur og fellur með virkni fjöldans – þunga stéttabaráttunnar. Alþýðufylkingin er reiðubúin. Val Reykvíkinga stendur um tvennt: Auðvaldið og markaðurinn leika lausum hala, nema alþýðan taki í taumana og stuðli að félagslegum lausnum. Atkvæði greitt R-lista Alþýðufylkingarinnar er lóð á vogarskál félagslegra lausna, baráttu fyrir jöfnuði og auknum lífsgæðum almennings. Stuðningsfulltrúi og varaformaður Alþýðufylkingarinnar er í 3. sæti á framboðslista til borgarstjórnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í grófustu dráttum má skipta pólitík hægristefnu: einstaklingshyggju, markaðshyggju, hagsmuni auðvaldsins – og vinstristefnu: félagshyggju, samneyslu, hagsmuni alþýðunnar (okkar). Annað má næstum kalla núansa. Eftir að hefðbundnu vinstriflokkarnir misstu sósíalismann og fótfestuna, hefur þá rekið æðilangt til móts við auðvaldið. Svo mikið að sumir halda að hægri og vinstri séu úrelt hugtök. Það er auðvitað misskilningur sem stafar af villuráfi borgaralegu vinstriflokkanna, og sést best á að fjöldi vinstrisinnaðs eða fátæks fólks púkkar ekki upp á þá. Það er hollt að muna grófu drættina í pólitíkinni. Hvað sem fólki finnst um núverandi borgarstjórnarmeirihluta, er ljóst að hægrivalkostirnir þýða meiri einstaklingshyggju, markaðshyggju og hagsmunagæslu fyrir auðvaldið. Það liggur í hlutarins eðli að ef íhaldið leiðir næsta borgarstjórnarmeirihluta, þá mun samneysla á borð við skóla eða strætó sitja á hakanum, stuðningur við fátæka minnka, stórburgeisum hleypt með lúkurnar í sameiginlega sjóði og eignir. Umferð og svifryk aukast. Þetta er staðreynd. En hvað með núverandi meirihluta, sem hefur leyft húsnæðisverði að snarhækka á kjörtímabilinu, fjölda útigangsmanna að tvöfaldast (til viðbótar við tvöföldun á síðasta kjörtímabili), fjársvelti leikskólana, heykst á að láta strætó fara á réttum tíma eða bjóða næga búsetu fyrir fatlaða eða aldraða... – getur alþýðufólk í alvörunni ætlast til að áframhaldandi stjórn þeirra verði öðruvísi en verið hefur? Eða verður okkur enn og aftur lofað sömu íbúðunum eftir 4 ár, eins og fyrir 4 árum síðan?? Núverandi meirihluti hefur pólitískt efni á meiri félagshyggju. En mun ekki velja hana ótilneyddur. Alþýðufylkingin býður nú fram til borgarstjórnar í annað sinn. Okkar erindi í pólitík er aðeins eitt: hagsmunir alþýðunnar. Okkar metnaður stendur til að vera verkfæri alþýðunnar. Við munum aldrei taka þátt í markaðsvæðingu innviðanna, niðurskurði á velferð eða manngerðum húsnæðisskorti sem hækkar verðið. Við gætum tekið þátt í að mynda borgarstjórnarmeirihluta, en það kostar meira en þægilega stóla. Hann kostar mikla hækkun framfærslu og lægstu launa. Ókeypis verði strætó. Húsnæðiskostnaður lækki með mikilli nýbyggingu á lægsta mögulega verði og félagslega reknu lánakerfi. Og að götur verði sópaðar oftar, til að minnka svifrykið. Atkvæði til Alþýðufylkingarinnar tryggir ekki árangur eitt og sér: Árangur stendur og fellur með virkni fjöldans – þunga stéttabaráttunnar. Alþýðufylkingin er reiðubúin. Val Reykvíkinga stendur um tvennt: Auðvaldið og markaðurinn leika lausum hala, nema alþýðan taki í taumana og stuðli að félagslegum lausnum. Atkvæði greitt R-lista Alþýðufylkingarinnar er lóð á vogarskál félagslegra lausna, baráttu fyrir jöfnuði og auknum lífsgæðum almennings. Stuðningsfulltrúi og varaformaður Alþýðufylkingarinnar er í 3. sæti á framboðslista til borgarstjórnar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun