Harpa Óttar Guðmundsson skrifar 12. maí 2018 09:30 Hljómlistarhúsið Harpa var eitt þekktasta kennileiti efnahagshrunsins. Bruðlið og ruglið við byggingu hússins var yfirgengilegt á öllum sviðum. Útveggirnir voru glerlistaverk sem stóðust illa íslensk hamfaraveður. Framkvæmdin var stöðvuð í nokkra mánuði þegar Landsbankinn hrundi haustið 2008. Margir vildu að látið yrði staðar numið og hálfköruð byggingin yrði minnismerki um íslenskan hroka og dómgreindarleysi. Ríki og borg ákváðu þó að fullreisa húsið með miklum tilkostnaði. Talsmenn stofnunarinnar hafa komið reglulega fram í fjölmiðlum til að barma sér og ræða mikinn taprekstur á fyrirtækinu. Harpa rataði í sviðsljósið á dögunum vegna launastefnu fyrirtækisins. Menn lækkuðu laun þeirra lægstlaunuðu en hækkuðu laun forstjórans á móti. Þetta þótti eðlileg ráðstöfun til að draga úr milljarðatapi hússins. Starfsmenn á plani sættu sig ekki við þetta og voru með uppsteyt og sögðu upp. Harpa svaraði þessum mótmælum starfsmanna fullum hálsi. Nú væri hægt að ráða inn nýtt fólk sem skildi launastefnu og almennar þrengingar fyrirtækisins. Baráttuglaðir verkalýðsforingjar gagnrýndu forstjóra og stjórnarformann fyrir framkomu þeirra gagnvart almennu starfsfólki. Stjórnin sendi þeim líka tóninn. Ekki er að finna neina auðmýkt eða sáttavilja hjá þessu opinbera fyrirtæki. Það er sorglegt að Harpa hefur ekki orðið lifandi vettvangur listsköpunar á landinu heldur er að verða að táknmynd um íslenskan hroka og dómgreindarleysi í vitund almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Hljómlistarhúsið Harpa var eitt þekktasta kennileiti efnahagshrunsins. Bruðlið og ruglið við byggingu hússins var yfirgengilegt á öllum sviðum. Útveggirnir voru glerlistaverk sem stóðust illa íslensk hamfaraveður. Framkvæmdin var stöðvuð í nokkra mánuði þegar Landsbankinn hrundi haustið 2008. Margir vildu að látið yrði staðar numið og hálfköruð byggingin yrði minnismerki um íslenskan hroka og dómgreindarleysi. Ríki og borg ákváðu þó að fullreisa húsið með miklum tilkostnaði. Talsmenn stofnunarinnar hafa komið reglulega fram í fjölmiðlum til að barma sér og ræða mikinn taprekstur á fyrirtækinu. Harpa rataði í sviðsljósið á dögunum vegna launastefnu fyrirtækisins. Menn lækkuðu laun þeirra lægstlaunuðu en hækkuðu laun forstjórans á móti. Þetta þótti eðlileg ráðstöfun til að draga úr milljarðatapi hússins. Starfsmenn á plani sættu sig ekki við þetta og voru með uppsteyt og sögðu upp. Harpa svaraði þessum mótmælum starfsmanna fullum hálsi. Nú væri hægt að ráða inn nýtt fólk sem skildi launastefnu og almennar þrengingar fyrirtækisins. Baráttuglaðir verkalýðsforingjar gagnrýndu forstjóra og stjórnarformann fyrir framkomu þeirra gagnvart almennu starfsfólki. Stjórnin sendi þeim líka tóninn. Ekki er að finna neina auðmýkt eða sáttavilja hjá þessu opinbera fyrirtæki. Það er sorglegt að Harpa hefur ekki orðið lifandi vettvangur listsköpunar á landinu heldur er að verða að táknmynd um íslenskan hroka og dómgreindarleysi í vitund almennings.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar