Harpa Óttar Guðmundsson skrifar 12. maí 2018 09:30 Hljómlistarhúsið Harpa var eitt þekktasta kennileiti efnahagshrunsins. Bruðlið og ruglið við byggingu hússins var yfirgengilegt á öllum sviðum. Útveggirnir voru glerlistaverk sem stóðust illa íslensk hamfaraveður. Framkvæmdin var stöðvuð í nokkra mánuði þegar Landsbankinn hrundi haustið 2008. Margir vildu að látið yrði staðar numið og hálfköruð byggingin yrði minnismerki um íslenskan hroka og dómgreindarleysi. Ríki og borg ákváðu þó að fullreisa húsið með miklum tilkostnaði. Talsmenn stofnunarinnar hafa komið reglulega fram í fjölmiðlum til að barma sér og ræða mikinn taprekstur á fyrirtækinu. Harpa rataði í sviðsljósið á dögunum vegna launastefnu fyrirtækisins. Menn lækkuðu laun þeirra lægstlaunuðu en hækkuðu laun forstjórans á móti. Þetta þótti eðlileg ráðstöfun til að draga úr milljarðatapi hússins. Starfsmenn á plani sættu sig ekki við þetta og voru með uppsteyt og sögðu upp. Harpa svaraði þessum mótmælum starfsmanna fullum hálsi. Nú væri hægt að ráða inn nýtt fólk sem skildi launastefnu og almennar þrengingar fyrirtækisins. Baráttuglaðir verkalýðsforingjar gagnrýndu forstjóra og stjórnarformann fyrir framkomu þeirra gagnvart almennu starfsfólki. Stjórnin sendi þeim líka tóninn. Ekki er að finna neina auðmýkt eða sáttavilja hjá þessu opinbera fyrirtæki. Það er sorglegt að Harpa hefur ekki orðið lifandi vettvangur listsköpunar á landinu heldur er að verða að táknmynd um íslenskan hroka og dómgreindarleysi í vitund almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Hljómlistarhúsið Harpa var eitt þekktasta kennileiti efnahagshrunsins. Bruðlið og ruglið við byggingu hússins var yfirgengilegt á öllum sviðum. Útveggirnir voru glerlistaverk sem stóðust illa íslensk hamfaraveður. Framkvæmdin var stöðvuð í nokkra mánuði þegar Landsbankinn hrundi haustið 2008. Margir vildu að látið yrði staðar numið og hálfköruð byggingin yrði minnismerki um íslenskan hroka og dómgreindarleysi. Ríki og borg ákváðu þó að fullreisa húsið með miklum tilkostnaði. Talsmenn stofnunarinnar hafa komið reglulega fram í fjölmiðlum til að barma sér og ræða mikinn taprekstur á fyrirtækinu. Harpa rataði í sviðsljósið á dögunum vegna launastefnu fyrirtækisins. Menn lækkuðu laun þeirra lægstlaunuðu en hækkuðu laun forstjórans á móti. Þetta þótti eðlileg ráðstöfun til að draga úr milljarðatapi hússins. Starfsmenn á plani sættu sig ekki við þetta og voru með uppsteyt og sögðu upp. Harpa svaraði þessum mótmælum starfsmanna fullum hálsi. Nú væri hægt að ráða inn nýtt fólk sem skildi launastefnu og almennar þrengingar fyrirtækisins. Baráttuglaðir verkalýðsforingjar gagnrýndu forstjóra og stjórnarformann fyrir framkomu þeirra gagnvart almennu starfsfólki. Stjórnin sendi þeim líka tóninn. Ekki er að finna neina auðmýkt eða sáttavilja hjá þessu opinbera fyrirtæki. Það er sorglegt að Harpa hefur ekki orðið lifandi vettvangur listsköpunar á landinu heldur er að verða að táknmynd um íslenskan hroka og dómgreindarleysi í vitund almennings.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun