Vansvefta Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 14. maí 2018 10:00 Síðustu ár hefur hver rannsóknin á fætur annarri sýnt að íslenskir unglingar fá ekki nægan svefn. Þeir sofa um sex klukkutíma en þurfa að sofa minnst átta tíma. Þeir sofna seint en vakna snemma því skólaklukkan glymur í morgunsárið og kalli hennar verður að hlýða. Það er vitað að ónægur svefn rænir einstaklinga orku, dregur úr einbeitingu þeirra, skerðir minni og skapar aukna hættu á þunglyndi. Það er engin tilviljun að ein vinsælasta pyntingaraðferð allra tíma er að ræna þann sem buga á svefni. Góður svefn er ekta töframeðal, eins og þeir vita sem bera gæfu til að sofa svefni hinna réttlátu flestar nætur. Þeir sem eiga erfitt með svefn vita mætavel hversu mikið böl fylgir því. Þegar svo er komið að stór þjóðfélagshópur, unglingarnir, er vansvefta flesta daga mætti ætla að menn hefðu dug til að breyta því sem breyta þarf. Samt breytist ekkert. Það er fjarska auðveld lausn að láta skólatímann byrja einum til tveimur tímum seinna á morgnana en nú er. Í hinu hefðbundna skólakerfi er þetta ekki þannig, enda er kerfið sorglega íhaldssamt. Það er eins og skólakerfið sé hannað með hagsmuni kennara í huga fremur en að áherslan sé á hvað henti nemendum best. Ósköp er það nú öfugsnúið. Blessunarlega finnst þó skólafólk sem leggur sitt af mörkum til að breyta úreltu kerfi. Má þar nefna skóla Hjallastefnunnar sem hefur leitt svo afar margt gott af sér. Hjá Hjallastefnunni í Reykjavík er nemendum gefinn kostur á að mæta seinna á morgnana. Þannig á skóli að vera – fyrir nemendur. Það er löngu tímabært að breyta skólakerfinu á þann veg að unglingar þurfi ekki að rífa sig upp eldsnemma á morgnana þegar þeir eru dauðþreyttir og þrá ekkert fremur en að fá að kúra lengur. Skólastofan á að vera skemmtilegur og áhugaverður staður þar sem hugur nemandans er virkur og tekur fagnandi á móti alls kyns upplýsingum. Þar á stöðug hugmyndavinna að vera í gangi. Þetta þýðir um leið að þangað eiga nemendur að koma þegar þeir eru fullvaknaðir. Fagfólk hefur verið óþreytandi við að benda á að unglingar fá ekki nægan svefn og ítrekar hvað eftir annað að breytinga sé þörf. Fjölmiðlar gera rannsóknum fræðimanna á þessu sviði ætíð ítarleg skil. Ár eftir ár er okkur sögð sama niðurstaðan: Unglingar þurfa meiri svefn. Allir kinka samþykkjandi kolli og þykjast skilja alvöru málsins. En svo gerist alls ekki neitt. Vandi, sem er alls ekki erfitt að leysa, er viðvarandi vegna skeytingarleysis. Hið hefðbundna skólakerfi er svo þungt í vöfum að ekkert er aðhafst, þótt nauðsyn þess að skólinn byrji seinna morgnana ætti að blasa við flestum. Fyrst skólakerfið bregst ekki við þá er til önnur aðferð sem er sú að breyta klukkunni og færa hana um einn eða tvo tíma. Afar einföld aðgerð í þágu æsku landsins. Við viljum að hún sé frísk og kát, en ekki buguð af þreytu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur hver rannsóknin á fætur annarri sýnt að íslenskir unglingar fá ekki nægan svefn. Þeir sofa um sex klukkutíma en þurfa að sofa minnst átta tíma. Þeir sofna seint en vakna snemma því skólaklukkan glymur í morgunsárið og kalli hennar verður að hlýða. Það er vitað að ónægur svefn rænir einstaklinga orku, dregur úr einbeitingu þeirra, skerðir minni og skapar aukna hættu á þunglyndi. Það er engin tilviljun að ein vinsælasta pyntingaraðferð allra tíma er að ræna þann sem buga á svefni. Góður svefn er ekta töframeðal, eins og þeir vita sem bera gæfu til að sofa svefni hinna réttlátu flestar nætur. Þeir sem eiga erfitt með svefn vita mætavel hversu mikið böl fylgir því. Þegar svo er komið að stór þjóðfélagshópur, unglingarnir, er vansvefta flesta daga mætti ætla að menn hefðu dug til að breyta því sem breyta þarf. Samt breytist ekkert. Það er fjarska auðveld lausn að láta skólatímann byrja einum til tveimur tímum seinna á morgnana en nú er. Í hinu hefðbundna skólakerfi er þetta ekki þannig, enda er kerfið sorglega íhaldssamt. Það er eins og skólakerfið sé hannað með hagsmuni kennara í huga fremur en að áherslan sé á hvað henti nemendum best. Ósköp er það nú öfugsnúið. Blessunarlega finnst þó skólafólk sem leggur sitt af mörkum til að breyta úreltu kerfi. Má þar nefna skóla Hjallastefnunnar sem hefur leitt svo afar margt gott af sér. Hjá Hjallastefnunni í Reykjavík er nemendum gefinn kostur á að mæta seinna á morgnana. Þannig á skóli að vera – fyrir nemendur. Það er löngu tímabært að breyta skólakerfinu á þann veg að unglingar þurfi ekki að rífa sig upp eldsnemma á morgnana þegar þeir eru dauðþreyttir og þrá ekkert fremur en að fá að kúra lengur. Skólastofan á að vera skemmtilegur og áhugaverður staður þar sem hugur nemandans er virkur og tekur fagnandi á móti alls kyns upplýsingum. Þar á stöðug hugmyndavinna að vera í gangi. Þetta þýðir um leið að þangað eiga nemendur að koma þegar þeir eru fullvaknaðir. Fagfólk hefur verið óþreytandi við að benda á að unglingar fá ekki nægan svefn og ítrekar hvað eftir annað að breytinga sé þörf. Fjölmiðlar gera rannsóknum fræðimanna á þessu sviði ætíð ítarleg skil. Ár eftir ár er okkur sögð sama niðurstaðan: Unglingar þurfa meiri svefn. Allir kinka samþykkjandi kolli og þykjast skilja alvöru málsins. En svo gerist alls ekki neitt. Vandi, sem er alls ekki erfitt að leysa, er viðvarandi vegna skeytingarleysis. Hið hefðbundna skólakerfi er svo þungt í vöfum að ekkert er aðhafst, þótt nauðsyn þess að skólinn byrji seinna morgnana ætti að blasa við flestum. Fyrst skólakerfið bregst ekki við þá er til önnur aðferð sem er sú að breyta klukkunni og færa hana um einn eða tvo tíma. Afar einföld aðgerð í þágu æsku landsins. Við viljum að hún sé frísk og kát, en ekki buguð af þreytu.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun