Verknám – Nú þarf átak Þorbjörn Guðmundsson skrifar 17. maí 2018 07:00 Það hefur ríkt mikill samhljómur um það á Íslandi á undanförnum árum að það þurfi að fjölga nemendum í verk- og tæknigreinum. Hver ríkisstjórnin á fætur annarri tekur undir þetta markmið og vill stefna að því. Greinar eru skrifaðar í blöð og ræður fluttar. Umræðan verður oft mikil þegar fregnir berast af miklu brottfalli nemenda úr framhaldsskólum. Þá er jafnan spurt hvort ekki þurfi að auka fjölbreytni í námsframboði og böndin berast að verknámi.Allt að 70% fækkun Staðreyndin er hins vegar sú að í flestum greinum verknáms hefur nemendum fækkað mjög á undanförnum árum. Iðan fræðslusetur heldur utan um skráningu á fjölda sveinsprófa í 36 iðngreinum. Tölurnar sýna að árið 2008 lauk 681 einstaklingur sveinsprófi. Árið 2016 var þessi tala komin niður í 448. Það er 35% fækkun. Í mannvirkjagerð er ástandið hroðalegt. Árið 2008 luku 293 einstaklingar sveinsprófi í húsasmíði. Árið 2016 luku 92 slíku prófi. Þetta er fækkun um hartnær 70%. Málurum, múrurum og pípurum fækkar líka.Þörfin vex Þörfin á menntuðu fólki í tæknigreinum vex í takti við fólksfjölgun. Þörf samfélagsins til þess að innleiða nýja tækni á öllum sviðum er knýjandi. Hvað er til ráða? Verk-og tækninám gefur góða tekjumöguleika, er skemmtilegt og hentar mörgum. Á því má byggja margs konar frekara nám og þekkingin og hæfnin sem fólk aflar sér er mjög nytsamleg. Það er vit í verknámi. Rannsóknir í nágrannalöndum sýna að viðhorfsbreyting þarf að eiga sér stað heima fyrir: Viðhorf foreldra til náms ræður mestu um það hvort ungt fólk velur verknám eða ekki. Í öðru sæti eru kynni unga fólksins af viðkomandi iðngreinum.Efna þarf til átaks við að kynna verk- og tækninám. Við hjá Samiðn – Sambandi iðnfélaga – höfum boðið menntamálaráðherra í heimsókn til okkar á fund 18. maí. Hún hefur þegið boðið. Allir eru sammála um markmiðið. Nú þarf að framkvæma.Höfundur er framkvæmdastjóri Samiðnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Það hefur ríkt mikill samhljómur um það á Íslandi á undanförnum árum að það þurfi að fjölga nemendum í verk- og tæknigreinum. Hver ríkisstjórnin á fætur annarri tekur undir þetta markmið og vill stefna að því. Greinar eru skrifaðar í blöð og ræður fluttar. Umræðan verður oft mikil þegar fregnir berast af miklu brottfalli nemenda úr framhaldsskólum. Þá er jafnan spurt hvort ekki þurfi að auka fjölbreytni í námsframboði og böndin berast að verknámi.Allt að 70% fækkun Staðreyndin er hins vegar sú að í flestum greinum verknáms hefur nemendum fækkað mjög á undanförnum árum. Iðan fræðslusetur heldur utan um skráningu á fjölda sveinsprófa í 36 iðngreinum. Tölurnar sýna að árið 2008 lauk 681 einstaklingur sveinsprófi. Árið 2016 var þessi tala komin niður í 448. Það er 35% fækkun. Í mannvirkjagerð er ástandið hroðalegt. Árið 2008 luku 293 einstaklingar sveinsprófi í húsasmíði. Árið 2016 luku 92 slíku prófi. Þetta er fækkun um hartnær 70%. Málurum, múrurum og pípurum fækkar líka.Þörfin vex Þörfin á menntuðu fólki í tæknigreinum vex í takti við fólksfjölgun. Þörf samfélagsins til þess að innleiða nýja tækni á öllum sviðum er knýjandi. Hvað er til ráða? Verk-og tækninám gefur góða tekjumöguleika, er skemmtilegt og hentar mörgum. Á því má byggja margs konar frekara nám og þekkingin og hæfnin sem fólk aflar sér er mjög nytsamleg. Það er vit í verknámi. Rannsóknir í nágrannalöndum sýna að viðhorfsbreyting þarf að eiga sér stað heima fyrir: Viðhorf foreldra til náms ræður mestu um það hvort ungt fólk velur verknám eða ekki. Í öðru sæti eru kynni unga fólksins af viðkomandi iðngreinum.Efna þarf til átaks við að kynna verk- og tækninám. Við hjá Samiðn – Sambandi iðnfélaga – höfum boðið menntamálaráðherra í heimsókn til okkar á fund 18. maí. Hún hefur þegið boðið. Allir eru sammála um markmiðið. Nú þarf að framkvæma.Höfundur er framkvæmdastjóri Samiðnar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun