Klæjaði í puttana alla úrslitakeppnina Kristinn Páll Teitsson skrifar 3. maí 2018 17:30 Íris Björk Símonardóttir. Markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir skrifaði í gær undir samning hjá Val eftir tveggja ára fjarveru frá handbolta. Var hún einn fimm leikmanna sem Valsliðið kynnti til leiks á blaðamannafundi en eftir að hafa tapað í úrslitaeinvíginu gegn Fram á dögunum stefnir Valsliðið á alla titla á komandi tímabili. Íris var valin handboltakona ársins árið 2015 eftir að hafa verið lykilleikmaður í Íslandsmeistaratitli Gróttu. Hefur hún fjórum sinnum verið valin besti markvörður Íslandsmótsins og leikið 69 landsleiki. Hún sagði að það hefði hjálpað til við ákvörðunina að kannast við nokkur andlit í Valsliðinu. „Ég kannast við nokkur andlit hérna, ég hef spilað fyrir Ágúst áður og Lovísa kemur með mér úr Gróttu. Svo hef ég bestu vinkonu mína, Önnu Úrsúlu, í liðinu og það hjálpar. Það var því auðvelt að segja já og ég get ekki beðið eftir því að fara af stað,“ sagði Íris sem fékk fleiri tilboð. „Það voru fleiri lið sem komu til greina en þetta var niðurstaðan og ég er afar sátt við hana. Umgjörðin og hefðin hérna er frábær og hér getum við, ef við höldum rétt á spilunum, barist um alla titla.“ Hún tók sér pásu frá handbolta til að einbeita sér að barneignum en hún er núna tilbúin til að snúa aftur á völlinn. „Ég held að ég hafi mætt á nánast hvern einasta leik í úrslitakeppninni og þá kemur þessi löngun til að spila aftur. Allt tímabilið hefur mig klæjað í puttana að komast aftur af stað,“ sagði Íris, sem vildi ekki fara sömu leið og Steinunn Björnsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, sem sneru aftur inn á völlinn nokkrum vikum eftir barnsburð. „Þær eru þvílíkar ofurkonur, þær fæddust held ég með mikla magavöðva en ég vildi gefa mér sumarið til að komast aftur í stand,“ sagði Íris hlæjandi að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lovísa og Sandra í Val │Íris Björk tekur fram skóna Silfurlið Vals, sem tapaði úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna gegn Fram á dögunum, kynnti í dag um komu fjögurra nýrra leikmanna á Hlíðarenda fyrir næsta tímabil. 2. maí 2018 12:30 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Fleiri fréttir KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Sjá meira
Markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir skrifaði í gær undir samning hjá Val eftir tveggja ára fjarveru frá handbolta. Var hún einn fimm leikmanna sem Valsliðið kynnti til leiks á blaðamannafundi en eftir að hafa tapað í úrslitaeinvíginu gegn Fram á dögunum stefnir Valsliðið á alla titla á komandi tímabili. Íris var valin handboltakona ársins árið 2015 eftir að hafa verið lykilleikmaður í Íslandsmeistaratitli Gróttu. Hefur hún fjórum sinnum verið valin besti markvörður Íslandsmótsins og leikið 69 landsleiki. Hún sagði að það hefði hjálpað til við ákvörðunina að kannast við nokkur andlit í Valsliðinu. „Ég kannast við nokkur andlit hérna, ég hef spilað fyrir Ágúst áður og Lovísa kemur með mér úr Gróttu. Svo hef ég bestu vinkonu mína, Önnu Úrsúlu, í liðinu og það hjálpar. Það var því auðvelt að segja já og ég get ekki beðið eftir því að fara af stað,“ sagði Íris sem fékk fleiri tilboð. „Það voru fleiri lið sem komu til greina en þetta var niðurstaðan og ég er afar sátt við hana. Umgjörðin og hefðin hérna er frábær og hér getum við, ef við höldum rétt á spilunum, barist um alla titla.“ Hún tók sér pásu frá handbolta til að einbeita sér að barneignum en hún er núna tilbúin til að snúa aftur á völlinn. „Ég held að ég hafi mætt á nánast hvern einasta leik í úrslitakeppninni og þá kemur þessi löngun til að spila aftur. Allt tímabilið hefur mig klæjað í puttana að komast aftur af stað,“ sagði Íris, sem vildi ekki fara sömu leið og Steinunn Björnsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, sem sneru aftur inn á völlinn nokkrum vikum eftir barnsburð. „Þær eru þvílíkar ofurkonur, þær fæddust held ég með mikla magavöðva en ég vildi gefa mér sumarið til að komast aftur í stand,“ sagði Íris hlæjandi að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lovísa og Sandra í Val │Íris Björk tekur fram skóna Silfurlið Vals, sem tapaði úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna gegn Fram á dögunum, kynnti í dag um komu fjögurra nýrra leikmanna á Hlíðarenda fyrir næsta tímabil. 2. maí 2018 12:30 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Fleiri fréttir KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Sjá meira
Lovísa og Sandra í Val │Íris Björk tekur fram skóna Silfurlið Vals, sem tapaði úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna gegn Fram á dögunum, kynnti í dag um komu fjögurra nýrra leikmanna á Hlíðarenda fyrir næsta tímabil. 2. maí 2018 12:30