Handbolti

Lovísa og Sandra í Val │Íris Björk tekur fram skóna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íris Ásta, Alina, Íris Björk, Lovísa og Sandra við undirskriftina í dag.
Íris Ásta, Alina, Íris Björk, Lovísa og Sandra við undirskriftina í dag. vísir/henry

Silfurlið Vals, sem tapaði úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna gegn Fram á dögunum, kynnti í dag um komu fjögurra nýrra leikmanna á Hlíðarenda fyrir næsta tímabil.

Þær Lovísa Thompson, Sandra Erlingsdóttir og Íris Björk Símonardóttir munu allar klæðast rauðu Valstreyjunni næsta vetur.

Lovísa kemur frá Gróttu sem féll úr Olís deildinni í vor og Sandra kemur úr ÍBV. Þær eru báðar í U20 ára landsliði Íslands og keppa í lokakeppni HM í Ungverjalandi næsta sumar.

Bæði Lovísa og Sandra léku 18 leiki fyrir sín félagslið í Olís deildinni í vetur, Lovísa setti í þeim 100 mörk og Sandra 122.

Íris Björk Símonardóttir er fyrrverandi landsliðsmarkvörður og mun hún taka handboltaskóna af hillunni til þess að verja mark Valsmanna. Hún á að baki 69 A-landsleiki fyrir Ísland. Íris lék síðast fyrir Gróttu en hún lagði skóna á hilluna eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með félaginu 2016.

Þá framlengdi Íris Ásta Pétursdóttir samning sinn við Val en hún hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari með félaginu og var valin besti hægri hornamaður tímabilsins vorið 2016. Íris á að baki 8 landsleiki fyrir Ísland. Íris spilaði ekkert á nýliðnu tímabili vegna barneigna.

Alina Molkova, eistlenskur landsliðsmaður fædd 1997, er einnig komin til liðs við Val en hún hefur spilað síðustu tvö tímabil með Víking.

Allar fimm skrifuðu undir tveggja ára samning við deildarmeistarana.

Díana Satkauskaite og Lína Melvik Rypdal snúa báðar heim til sinna heimalanda eftir þetta tímabil og þá fer Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir til Slóvakíu í nám.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.