Golf

Day tók gullið á Wells Fargo | Tiger kláraði hringina fjóra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Day kastar pútternum á loft á lokahringnum í dag.
Day kastar pútternum á loft á lokahringnum í dag. vísir/afp
Jason Day kom, sá og sigraði á Wells Fargo meistaramótinu sem fór fram um helgina en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni. Tiger Woods var með um helgina og spilaði ágætlega.

Day spilaði mjög jafnt golf alla helgina. Hann spilaði fyrsta hringinn á tveimur höggum undir pari en næstu tvo spilaði hann á fjórum höggum undir pari svo hann var á tíu höggum undir pari fyrir lokahringinn í gær.

Day kláraði þetta með sæmd en hann spilaði á tveimur höggum undir í gær og samtals hringina fjóra á tólf undir. Hann var í hörkubaráttu við Johnson Wagner framan af móti en Wagner spilaði afar illa í gær og endaði í þrettánda sæti.

Í öðru sætinu voru Bandaríkjamennirnir Aaron Wise og Nick Watney tveimur höggum á eftir Day en hinn skemmtilegi Phil Mickelson átti gott mót. Hann endaði í fimmta sætinu, þremur höggum á eftir Day.

Tiger Woods var á meal þátttakenda á mótinu en hann endaði í 55. sæti. Tiger spilaði fyrsta hringinn á pari en hring tvö spilaði hann á tveimur höggum yfir pari áður en hann spilaði mjög vel á þriðja hring er hann spilaði á þremur undir.

Hringina fjóra spilaði hann samtals á tveimur yfir pari. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×