Safnverðir í Auschwitz lýsa áreitni vegna umdeildra helfararlaga Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2018 12:07 Skiltið fræga yfir hliði útrýmingarbúðanna í Auschwitz sem sagði föngum þar að vinnan gerði þá frjálsa. Áætlað er að hátt í milljón manna hafi verið teknir af lífi í búðunum í helförinni. Vísir/AFP Starfsmenn minnisvarðans og safnsins í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í Póllandi segjast hafa orðið fyrir öldu haturs, falsfrétta og þrýstings í tengslum við umdeild lög pólsku ríkisstjórnarinnar um helförina sem voru samþykkt fyrr á þessu ári. Lögin fela meðal annars í sér að ólöglegt er að tengja pólska ríkið eða þjóðina við glæpi nasista í helförinni þrátt fyrir að útrýmingarbúðir þeirra hafi verið reistar í Póllandi í síðari heimsstyrjöldinni. Gagnrýnt var að lögin gætu takmarkað umræðu um sögu Póllands í stríðinu. Pólskir þjóðernissinnar og stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar tóku þeirri gagnrýni illa og einhverjir þeirra létu reiði sína bitna á starfsfólki safnsins í Auschwitz. Sökuðu þeir forstöðumenn safnsins þar um að gera lítið úr dauða um 74.000 Pólverja sem voru ekki gyðingar í útrýmingarbúðunum með því að beina sjónum sínum aðeins að gyðingunum þar. Þeir létu þó ekki þar við liggja heldur réðust þjóðernissinnarnir á heimili ítalsks leiðsögumanns. Krotuðu þeir „Pólland fyrir Pólverja“ og mynd þar sem Davíðsstjarnan og hakakross nasista voru lögð að jöfnu. Þá gerðu stuðningsmenn dæmds gyðingahatara aðsúg að leiðsögumanni í Auschwitz í síðasta mánuði, að því er segir í frétt The Guardian. „Annar skaðinn af deilunni er að Auschwitz varð að skotmarki. Við höfum fengið fólk sem segir að það megi ekki vera með pólska fánann hérna eða að minningu Pólverja sé ekki haldið á lofti hér, að safnið sé andpólskt, sem er allt ósatt og við höfum þurft að bregðast við,“ segir Pawel Sawicki, samfélagsmiðlastjóri safnsins. Stjórnendur safnsins hafa verið sakaðir um að bera fram „erlenda frásögn“ af atburðum helfararinnar. Yfirmaður skólamála í héraðinu sem Auschwitz tilheyrir lagði meðal annars til í febrúar að aðeins Pólverjar mættu vera leiðsögumenn í útrýmingarbúðunum.Óttast ríkisstjórnina Andstæðingar safnsins hafa beitt fyrir sig lygum til að koma höggi á stjórnendur þess. Þannig birtist frásögn á vefsíðu hægrisinnaðs fjölmiðils af heimsókn manns í safnið sem fullyrti að leiðsögumaður þar hafi neitað að viðurkenna að nokkur fangavörður nasista í búðunum hafi verið Þjóðverji. Í ljós kom að sú frásögn var uppspuni frá rótum. Safnið hefur á móti brugðist við með því að birta leiðréttingar á fölskum fullyrðingum sem hafa verið á sveimi um það og gripið inn í umræður á samfélagsmiðlum. Leiðsögumaður við Auscwhitz segir hins vegar við The Guardian að stjórnendurnir geri lítið úr ógnunum af ótta við ríkisstjórn Laga og réttlætis, hægriþjóðernissinnaða stjórnarflokksins. „Forystan er of hrædd við ríkisstjórnina og leiðsögumennirnir eru of hræddir um að missa vinnuna til að andæfa ögrununum sem hafa verið í gangi hér,“ hefur blaðið eftir ónefndum leiðsögumanni. Tengdar fréttir Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00 Forseti Póllands staðfestir Auschwitz-lögin og vísar til stjórnlagadómstóls Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. 6. febrúar 2018 20:00 Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34 Fangelsisdómur við því að segja útrýmingarbúðir hafa verið pólskar Forseti Póllands segist ætla að grandskoða umdeilt lagafrumvarp sem leitt hefur til deilna á milli Póllands og Ísrael. 28. janúar 2018 23:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Starfsmenn minnisvarðans og safnsins í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í Póllandi segjast hafa orðið fyrir öldu haturs, falsfrétta og þrýstings í tengslum við umdeild lög pólsku ríkisstjórnarinnar um helförina sem voru samþykkt fyrr á þessu ári. Lögin fela meðal annars í sér að ólöglegt er að tengja pólska ríkið eða þjóðina við glæpi nasista í helförinni þrátt fyrir að útrýmingarbúðir þeirra hafi verið reistar í Póllandi í síðari heimsstyrjöldinni. Gagnrýnt var að lögin gætu takmarkað umræðu um sögu Póllands í stríðinu. Pólskir þjóðernissinnar og stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar tóku þeirri gagnrýni illa og einhverjir þeirra létu reiði sína bitna á starfsfólki safnsins í Auschwitz. Sökuðu þeir forstöðumenn safnsins þar um að gera lítið úr dauða um 74.000 Pólverja sem voru ekki gyðingar í útrýmingarbúðunum með því að beina sjónum sínum aðeins að gyðingunum þar. Þeir létu þó ekki þar við liggja heldur réðust þjóðernissinnarnir á heimili ítalsks leiðsögumanns. Krotuðu þeir „Pólland fyrir Pólverja“ og mynd þar sem Davíðsstjarnan og hakakross nasista voru lögð að jöfnu. Þá gerðu stuðningsmenn dæmds gyðingahatara aðsúg að leiðsögumanni í Auschwitz í síðasta mánuði, að því er segir í frétt The Guardian. „Annar skaðinn af deilunni er að Auschwitz varð að skotmarki. Við höfum fengið fólk sem segir að það megi ekki vera með pólska fánann hérna eða að minningu Pólverja sé ekki haldið á lofti hér, að safnið sé andpólskt, sem er allt ósatt og við höfum þurft að bregðast við,“ segir Pawel Sawicki, samfélagsmiðlastjóri safnsins. Stjórnendur safnsins hafa verið sakaðir um að bera fram „erlenda frásögn“ af atburðum helfararinnar. Yfirmaður skólamála í héraðinu sem Auschwitz tilheyrir lagði meðal annars til í febrúar að aðeins Pólverjar mættu vera leiðsögumenn í útrýmingarbúðunum.Óttast ríkisstjórnina Andstæðingar safnsins hafa beitt fyrir sig lygum til að koma höggi á stjórnendur þess. Þannig birtist frásögn á vefsíðu hægrisinnaðs fjölmiðils af heimsókn manns í safnið sem fullyrti að leiðsögumaður þar hafi neitað að viðurkenna að nokkur fangavörður nasista í búðunum hafi verið Þjóðverji. Í ljós kom að sú frásögn var uppspuni frá rótum. Safnið hefur á móti brugðist við með því að birta leiðréttingar á fölskum fullyrðingum sem hafa verið á sveimi um það og gripið inn í umræður á samfélagsmiðlum. Leiðsögumaður við Auscwhitz segir hins vegar við The Guardian að stjórnendurnir geri lítið úr ógnunum af ótta við ríkisstjórn Laga og réttlætis, hægriþjóðernissinnaða stjórnarflokksins. „Forystan er of hrædd við ríkisstjórnina og leiðsögumennirnir eru of hræddir um að missa vinnuna til að andæfa ögrununum sem hafa verið í gangi hér,“ hefur blaðið eftir ónefndum leiðsögumanni.
Tengdar fréttir Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00 Forseti Póllands staðfestir Auschwitz-lögin og vísar til stjórnlagadómstóls Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. 6. febrúar 2018 20:00 Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34 Fangelsisdómur við því að segja útrýmingarbúðir hafa verið pólskar Forseti Póllands segist ætla að grandskoða umdeilt lagafrumvarp sem leitt hefur til deilna á milli Póllands og Ísrael. 28. janúar 2018 23:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00
Forseti Póllands staðfestir Auschwitz-lögin og vísar til stjórnlagadómstóls Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. 6. febrúar 2018 20:00
Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34
Fangelsisdómur við því að segja útrýmingarbúðir hafa verið pólskar Forseti Póllands segist ætla að grandskoða umdeilt lagafrumvarp sem leitt hefur til deilna á milli Póllands og Ísrael. 28. janúar 2018 23:00