Safnverðir í Auschwitz lýsa áreitni vegna umdeildra helfararlaga Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2018 12:07 Skiltið fræga yfir hliði útrýmingarbúðanna í Auschwitz sem sagði föngum þar að vinnan gerði þá frjálsa. Áætlað er að hátt í milljón manna hafi verið teknir af lífi í búðunum í helförinni. Vísir/AFP Starfsmenn minnisvarðans og safnsins í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í Póllandi segjast hafa orðið fyrir öldu haturs, falsfrétta og þrýstings í tengslum við umdeild lög pólsku ríkisstjórnarinnar um helförina sem voru samþykkt fyrr á þessu ári. Lögin fela meðal annars í sér að ólöglegt er að tengja pólska ríkið eða þjóðina við glæpi nasista í helförinni þrátt fyrir að útrýmingarbúðir þeirra hafi verið reistar í Póllandi í síðari heimsstyrjöldinni. Gagnrýnt var að lögin gætu takmarkað umræðu um sögu Póllands í stríðinu. Pólskir þjóðernissinnar og stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar tóku þeirri gagnrýni illa og einhverjir þeirra létu reiði sína bitna á starfsfólki safnsins í Auschwitz. Sökuðu þeir forstöðumenn safnsins þar um að gera lítið úr dauða um 74.000 Pólverja sem voru ekki gyðingar í útrýmingarbúðunum með því að beina sjónum sínum aðeins að gyðingunum þar. Þeir létu þó ekki þar við liggja heldur réðust þjóðernissinnarnir á heimili ítalsks leiðsögumanns. Krotuðu þeir „Pólland fyrir Pólverja“ og mynd þar sem Davíðsstjarnan og hakakross nasista voru lögð að jöfnu. Þá gerðu stuðningsmenn dæmds gyðingahatara aðsúg að leiðsögumanni í Auschwitz í síðasta mánuði, að því er segir í frétt The Guardian. „Annar skaðinn af deilunni er að Auschwitz varð að skotmarki. Við höfum fengið fólk sem segir að það megi ekki vera með pólska fánann hérna eða að minningu Pólverja sé ekki haldið á lofti hér, að safnið sé andpólskt, sem er allt ósatt og við höfum þurft að bregðast við,“ segir Pawel Sawicki, samfélagsmiðlastjóri safnsins. Stjórnendur safnsins hafa verið sakaðir um að bera fram „erlenda frásögn“ af atburðum helfararinnar. Yfirmaður skólamála í héraðinu sem Auschwitz tilheyrir lagði meðal annars til í febrúar að aðeins Pólverjar mættu vera leiðsögumenn í útrýmingarbúðunum.Óttast ríkisstjórnina Andstæðingar safnsins hafa beitt fyrir sig lygum til að koma höggi á stjórnendur þess. Þannig birtist frásögn á vefsíðu hægrisinnaðs fjölmiðils af heimsókn manns í safnið sem fullyrti að leiðsögumaður þar hafi neitað að viðurkenna að nokkur fangavörður nasista í búðunum hafi verið Þjóðverji. Í ljós kom að sú frásögn var uppspuni frá rótum. Safnið hefur á móti brugðist við með því að birta leiðréttingar á fölskum fullyrðingum sem hafa verið á sveimi um það og gripið inn í umræður á samfélagsmiðlum. Leiðsögumaður við Auscwhitz segir hins vegar við The Guardian að stjórnendurnir geri lítið úr ógnunum af ótta við ríkisstjórn Laga og réttlætis, hægriþjóðernissinnaða stjórnarflokksins. „Forystan er of hrædd við ríkisstjórnina og leiðsögumennirnir eru of hræddir um að missa vinnuna til að andæfa ögrununum sem hafa verið í gangi hér,“ hefur blaðið eftir ónefndum leiðsögumanni. Tengdar fréttir Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00 Forseti Póllands staðfestir Auschwitz-lögin og vísar til stjórnlagadómstóls Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. 6. febrúar 2018 20:00 Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34 Fangelsisdómur við því að segja útrýmingarbúðir hafa verið pólskar Forseti Póllands segist ætla að grandskoða umdeilt lagafrumvarp sem leitt hefur til deilna á milli Póllands og Ísrael. 28. janúar 2018 23:00 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Starfsmenn minnisvarðans og safnsins í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í Póllandi segjast hafa orðið fyrir öldu haturs, falsfrétta og þrýstings í tengslum við umdeild lög pólsku ríkisstjórnarinnar um helförina sem voru samþykkt fyrr á þessu ári. Lögin fela meðal annars í sér að ólöglegt er að tengja pólska ríkið eða þjóðina við glæpi nasista í helförinni þrátt fyrir að útrýmingarbúðir þeirra hafi verið reistar í Póllandi í síðari heimsstyrjöldinni. Gagnrýnt var að lögin gætu takmarkað umræðu um sögu Póllands í stríðinu. Pólskir þjóðernissinnar og stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar tóku þeirri gagnrýni illa og einhverjir þeirra létu reiði sína bitna á starfsfólki safnsins í Auschwitz. Sökuðu þeir forstöðumenn safnsins þar um að gera lítið úr dauða um 74.000 Pólverja sem voru ekki gyðingar í útrýmingarbúðunum með því að beina sjónum sínum aðeins að gyðingunum þar. Þeir létu þó ekki þar við liggja heldur réðust þjóðernissinnarnir á heimili ítalsks leiðsögumanns. Krotuðu þeir „Pólland fyrir Pólverja“ og mynd þar sem Davíðsstjarnan og hakakross nasista voru lögð að jöfnu. Þá gerðu stuðningsmenn dæmds gyðingahatara aðsúg að leiðsögumanni í Auschwitz í síðasta mánuði, að því er segir í frétt The Guardian. „Annar skaðinn af deilunni er að Auschwitz varð að skotmarki. Við höfum fengið fólk sem segir að það megi ekki vera með pólska fánann hérna eða að minningu Pólverja sé ekki haldið á lofti hér, að safnið sé andpólskt, sem er allt ósatt og við höfum þurft að bregðast við,“ segir Pawel Sawicki, samfélagsmiðlastjóri safnsins. Stjórnendur safnsins hafa verið sakaðir um að bera fram „erlenda frásögn“ af atburðum helfararinnar. Yfirmaður skólamála í héraðinu sem Auschwitz tilheyrir lagði meðal annars til í febrúar að aðeins Pólverjar mættu vera leiðsögumenn í útrýmingarbúðunum.Óttast ríkisstjórnina Andstæðingar safnsins hafa beitt fyrir sig lygum til að koma höggi á stjórnendur þess. Þannig birtist frásögn á vefsíðu hægrisinnaðs fjölmiðils af heimsókn manns í safnið sem fullyrti að leiðsögumaður þar hafi neitað að viðurkenna að nokkur fangavörður nasista í búðunum hafi verið Þjóðverji. Í ljós kom að sú frásögn var uppspuni frá rótum. Safnið hefur á móti brugðist við með því að birta leiðréttingar á fölskum fullyrðingum sem hafa verið á sveimi um það og gripið inn í umræður á samfélagsmiðlum. Leiðsögumaður við Auscwhitz segir hins vegar við The Guardian að stjórnendurnir geri lítið úr ógnunum af ótta við ríkisstjórn Laga og réttlætis, hægriþjóðernissinnaða stjórnarflokksins. „Forystan er of hrædd við ríkisstjórnina og leiðsögumennirnir eru of hræddir um að missa vinnuna til að andæfa ögrununum sem hafa verið í gangi hér,“ hefur blaðið eftir ónefndum leiðsögumanni.
Tengdar fréttir Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00 Forseti Póllands staðfestir Auschwitz-lögin og vísar til stjórnlagadómstóls Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. 6. febrúar 2018 20:00 Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34 Fangelsisdómur við því að segja útrýmingarbúðir hafa verið pólskar Forseti Póllands segist ætla að grandskoða umdeilt lagafrumvarp sem leitt hefur til deilna á milli Póllands og Ísrael. 28. janúar 2018 23:00 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00
Forseti Póllands staðfestir Auschwitz-lögin og vísar til stjórnlagadómstóls Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. 6. febrúar 2018 20:00
Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34
Fangelsisdómur við því að segja útrýmingarbúðir hafa verið pólskar Forseti Póllands segist ætla að grandskoða umdeilt lagafrumvarp sem leitt hefur til deilna á milli Póllands og Ísrael. 28. janúar 2018 23:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“