Körfubolti

Curry snýr loksins til baka

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Besta lið NBA-deildarinnar verður miklu betra strax á morgun. Slæm tíðindi fyrir önnur lið.
Besta lið NBA-deildarinnar verður miklu betra strax á morgun. Slæm tíðindi fyrir önnur lið. vísir/getty
Golden State Warriors hefur verið á góðri siglingu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og það án ofurstjörnu sinnar, Stephen Curry.

Liðið er 1-0 yfir í undanúrslitarimmu sinni gegn New Orleans í Vesturdeildinni en Steve Kerr býst við því að Curry spili leik tvö annað kvöld.

Curry meiddist seint í mars og er búinn að missa af 22 leikjum síðan 9. mars. Hans hefur því verið saknað en liðið er þó það öflugt að það gefur ekkert eftir án hans.

Þessi magnaði leikmaður spilaði 51 leik í deildarkeppninni og var með 26,5 stig og 6,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hann var þess utan með 42,3 prósent þriggja stiga nýtingu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×