Körfubolti

Walker hjálpar heimilislausum og krökkum sem eiga undir högg að sækja

Anton Ingi Leifsson skrifar

Marcus Walker, Íslandsmeistari með KR, hjálpar heimilislausu fólki og krökkum sem eiga undir högg að sækja í heimalandi sínu á milli þess sem hann þjálfar körfubolta.

Walker kom til landsins að morgni 14. apríl til þess að spila með KR en um kvöldið sló liðið Hauka út í undanúrslitum Dominos-deildarinnar. Walker spilaði fimm leiki í Íslandsmeistaraliði KR.

„2013 þá var ég að spila á Ítalíu og greindist með hjartgalla. Frá þeirri stundu einbeitti ég mér að því að kynna körfubolta í hverfinu mínu í Kansas,” sagði Walker í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Fyrir utan að þjálfa íþróttafólk í körfubolta hjálpa ég heimilislausu fólki og krökkum sem eiga undir högg að sækja. Ég reyni að hjálpa þeim að vera fyrirmynd, hvetja þau til að gefast ekki upp og halda áfram.”

„Ég hef verið hér í tvær vikur. Ég elska KR. Ég hef alltaf verið eins og einn af fjölskyldunni. Tímasetningin var fullkominn og ég er ánægður að koma til. Það buðu mig allir velkomna og tóku mér opna örmum.”

Allt innslagið má sjá í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.