Íþróttastarf er forvarnarstarf Ingvar Mar Jónsson skrifar 23. apríl 2018 19:19 Íþróttafélag Reykjavíkur er eitt öflugasta íþróttafélag borgarinnar. Félagið sem er orðið rúmlega aldar gamalt starfar í Breiðholti og hefur á að skipa um 2800 iðkendum og starfar í tíu deildum. Undanfarið hafa staðið yfir talsverðar framkvæmdir á svæði félagsins í Mjóddinni og er það vonum seinna – vegna seinagangs borgaryfirvalda síðustu ár. Félagið hefur þurft að starfa víðsvegar í borginni vegna aðstöðuleysis en framtíðaráform um uppbyggingu í Mjóddinni lofa góðu. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi íþróttastarfs í samfélagi nútímans. Þar byggja iðkendur upp líkamsstyrk sinn og færni sem nýtist þeim oft á tíðum ævilangt bæði heilsufarslega og félagslega. Það er ekki langt á milli íþróttastarfs í nútíma íþróttafélögum og mannræktarstarfsins sem ungmennafélögin voru stofnuð til fyrir yfir 100 árum. Þá var hugsunin að nota þann aga og þrautseigju sem allir sem ná langt í íþróttum þurfa að búa yfir, til að þjálfa félagslega færni einnig. Kenna ungu fólki ræðumennsku og framsögn, funda- og félagsmálastarf, samskiptafærni og félagsþroska. Íþróttafélögin í borginni þurfa að stíga betur inní þennan þátt í starfsemi sinni og verða bæði íþrótta- og mannræktarfélög. Þau geta lyft Grettistaki í því að örva ungt fólk á félagssvæðum sínum til dáða og þroska. Þau geta með því móti unnið kraftmikið forvarnarstarf með ungu fólki - haldið því frá fíkniefnum, hjálpað þeim við að stækka vinahóp sinn og aukið færni þeirra í mannlegum samskiptum. Í þessum efnum gæti t.d. hið öfluga Íþróttafélag Reykjavíkur unnið eftirtektarvert tilraunastarf með ungu fólki í Breiðholti sem er af erlendu bergi brotið. Mikið brottfall þessara einstaklinga úr framhaldsskólum er verulegt áhyggjuefni. Líkur eru á að einstaklingar í þessum hópi einangrist meðal þeirra sem eru svipað staddir fái þau ekki tækifæri til að stíga út á nýjan vettvang. Það er þeim nauðsynlegt til að verða dugandi einstaklingar í íslensku samfélagi – sem þau flest óska heitt. Ég legg til að Reykjavíkurborg fjármagni a.m.k. eina stöðu forvarnarfulltrúa hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur til tveggja ára, sem fengi það hlutverk að móta samstarf félagsþjónustunnar í hverfinu, grunnskólanna og FB og íþróttastarfsins, með það að markmiði að kalla erlend ungmenni til þátttöku í félagsstarfinu sem fram fer á vegum ÍR. Hafi einstaklingar ekki áhuga á umfangsmikinni íþróttaiðkun eiga íþróttafélögin að skapa önnur tækifæri og aðra möguleika til félagsstarfs í kringum félögin. Slíkt starf kemur að jafngóðu gagni við að byggja einstaklingana upp og skapa þeim ný og spennandi tækifæri til aðlögunar að samfélaginu. Þetta yrði m.a. verkefni forvarnarfulltrúans. Svona vill Framsóknarflokkurinn í borginni vinna. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningum 2018. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Íþróttafélag Reykjavíkur er eitt öflugasta íþróttafélag borgarinnar. Félagið sem er orðið rúmlega aldar gamalt starfar í Breiðholti og hefur á að skipa um 2800 iðkendum og starfar í tíu deildum. Undanfarið hafa staðið yfir talsverðar framkvæmdir á svæði félagsins í Mjóddinni og er það vonum seinna – vegna seinagangs borgaryfirvalda síðustu ár. Félagið hefur þurft að starfa víðsvegar í borginni vegna aðstöðuleysis en framtíðaráform um uppbyggingu í Mjóddinni lofa góðu. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi íþróttastarfs í samfélagi nútímans. Þar byggja iðkendur upp líkamsstyrk sinn og færni sem nýtist þeim oft á tíðum ævilangt bæði heilsufarslega og félagslega. Það er ekki langt á milli íþróttastarfs í nútíma íþróttafélögum og mannræktarstarfsins sem ungmennafélögin voru stofnuð til fyrir yfir 100 árum. Þá var hugsunin að nota þann aga og þrautseigju sem allir sem ná langt í íþróttum þurfa að búa yfir, til að þjálfa félagslega færni einnig. Kenna ungu fólki ræðumennsku og framsögn, funda- og félagsmálastarf, samskiptafærni og félagsþroska. Íþróttafélögin í borginni þurfa að stíga betur inní þennan þátt í starfsemi sinni og verða bæði íþrótta- og mannræktarfélög. Þau geta lyft Grettistaki í því að örva ungt fólk á félagssvæðum sínum til dáða og þroska. Þau geta með því móti unnið kraftmikið forvarnarstarf með ungu fólki - haldið því frá fíkniefnum, hjálpað þeim við að stækka vinahóp sinn og aukið færni þeirra í mannlegum samskiptum. Í þessum efnum gæti t.d. hið öfluga Íþróttafélag Reykjavíkur unnið eftirtektarvert tilraunastarf með ungu fólki í Breiðholti sem er af erlendu bergi brotið. Mikið brottfall þessara einstaklinga úr framhaldsskólum er verulegt áhyggjuefni. Líkur eru á að einstaklingar í þessum hópi einangrist meðal þeirra sem eru svipað staddir fái þau ekki tækifæri til að stíga út á nýjan vettvang. Það er þeim nauðsynlegt til að verða dugandi einstaklingar í íslensku samfélagi – sem þau flest óska heitt. Ég legg til að Reykjavíkurborg fjármagni a.m.k. eina stöðu forvarnarfulltrúa hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur til tveggja ára, sem fengi það hlutverk að móta samstarf félagsþjónustunnar í hverfinu, grunnskólanna og FB og íþróttastarfsins, með það að markmiði að kalla erlend ungmenni til þátttöku í félagsstarfinu sem fram fer á vegum ÍR. Hafi einstaklingar ekki áhuga á umfangsmikinni íþróttaiðkun eiga íþróttafélögin að skapa önnur tækifæri og aðra möguleika til félagsstarfs í kringum félögin. Slíkt starf kemur að jafngóðu gagni við að byggja einstaklingana upp og skapa þeim ný og spennandi tækifæri til aðlögunar að samfélaginu. Þetta yrði m.a. verkefni forvarnarfulltrúans. Svona vill Framsóknarflokkurinn í borginni vinna. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningum 2018.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar