Íþróttastarf er forvarnarstarf Ingvar Mar Jónsson skrifar 23. apríl 2018 19:19 Íþróttafélag Reykjavíkur er eitt öflugasta íþróttafélag borgarinnar. Félagið sem er orðið rúmlega aldar gamalt starfar í Breiðholti og hefur á að skipa um 2800 iðkendum og starfar í tíu deildum. Undanfarið hafa staðið yfir talsverðar framkvæmdir á svæði félagsins í Mjóddinni og er það vonum seinna – vegna seinagangs borgaryfirvalda síðustu ár. Félagið hefur þurft að starfa víðsvegar í borginni vegna aðstöðuleysis en framtíðaráform um uppbyggingu í Mjóddinni lofa góðu. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi íþróttastarfs í samfélagi nútímans. Þar byggja iðkendur upp líkamsstyrk sinn og færni sem nýtist þeim oft á tíðum ævilangt bæði heilsufarslega og félagslega. Það er ekki langt á milli íþróttastarfs í nútíma íþróttafélögum og mannræktarstarfsins sem ungmennafélögin voru stofnuð til fyrir yfir 100 árum. Þá var hugsunin að nota þann aga og þrautseigju sem allir sem ná langt í íþróttum þurfa að búa yfir, til að þjálfa félagslega færni einnig. Kenna ungu fólki ræðumennsku og framsögn, funda- og félagsmálastarf, samskiptafærni og félagsþroska. Íþróttafélögin í borginni þurfa að stíga betur inní þennan þátt í starfsemi sinni og verða bæði íþrótta- og mannræktarfélög. Þau geta lyft Grettistaki í því að örva ungt fólk á félagssvæðum sínum til dáða og þroska. Þau geta með því móti unnið kraftmikið forvarnarstarf með ungu fólki - haldið því frá fíkniefnum, hjálpað þeim við að stækka vinahóp sinn og aukið færni þeirra í mannlegum samskiptum. Í þessum efnum gæti t.d. hið öfluga Íþróttafélag Reykjavíkur unnið eftirtektarvert tilraunastarf með ungu fólki í Breiðholti sem er af erlendu bergi brotið. Mikið brottfall þessara einstaklinga úr framhaldsskólum er verulegt áhyggjuefni. Líkur eru á að einstaklingar í þessum hópi einangrist meðal þeirra sem eru svipað staddir fái þau ekki tækifæri til að stíga út á nýjan vettvang. Það er þeim nauðsynlegt til að verða dugandi einstaklingar í íslensku samfélagi – sem þau flest óska heitt. Ég legg til að Reykjavíkurborg fjármagni a.m.k. eina stöðu forvarnarfulltrúa hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur til tveggja ára, sem fengi það hlutverk að móta samstarf félagsþjónustunnar í hverfinu, grunnskólanna og FB og íþróttastarfsins, með það að markmiði að kalla erlend ungmenni til þátttöku í félagsstarfinu sem fram fer á vegum ÍR. Hafi einstaklingar ekki áhuga á umfangsmikinni íþróttaiðkun eiga íþróttafélögin að skapa önnur tækifæri og aðra möguleika til félagsstarfs í kringum félögin. Slíkt starf kemur að jafngóðu gagni við að byggja einstaklingana upp og skapa þeim ný og spennandi tækifæri til aðlögunar að samfélaginu. Þetta yrði m.a. verkefni forvarnarfulltrúans. Svona vill Framsóknarflokkurinn í borginni vinna. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningum 2018. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Íþróttafélag Reykjavíkur er eitt öflugasta íþróttafélag borgarinnar. Félagið sem er orðið rúmlega aldar gamalt starfar í Breiðholti og hefur á að skipa um 2800 iðkendum og starfar í tíu deildum. Undanfarið hafa staðið yfir talsverðar framkvæmdir á svæði félagsins í Mjóddinni og er það vonum seinna – vegna seinagangs borgaryfirvalda síðustu ár. Félagið hefur þurft að starfa víðsvegar í borginni vegna aðstöðuleysis en framtíðaráform um uppbyggingu í Mjóddinni lofa góðu. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi íþróttastarfs í samfélagi nútímans. Þar byggja iðkendur upp líkamsstyrk sinn og færni sem nýtist þeim oft á tíðum ævilangt bæði heilsufarslega og félagslega. Það er ekki langt á milli íþróttastarfs í nútíma íþróttafélögum og mannræktarstarfsins sem ungmennafélögin voru stofnuð til fyrir yfir 100 árum. Þá var hugsunin að nota þann aga og þrautseigju sem allir sem ná langt í íþróttum þurfa að búa yfir, til að þjálfa félagslega færni einnig. Kenna ungu fólki ræðumennsku og framsögn, funda- og félagsmálastarf, samskiptafærni og félagsþroska. Íþróttafélögin í borginni þurfa að stíga betur inní þennan þátt í starfsemi sinni og verða bæði íþrótta- og mannræktarfélög. Þau geta lyft Grettistaki í því að örva ungt fólk á félagssvæðum sínum til dáða og þroska. Þau geta með því móti unnið kraftmikið forvarnarstarf með ungu fólki - haldið því frá fíkniefnum, hjálpað þeim við að stækka vinahóp sinn og aukið færni þeirra í mannlegum samskiptum. Í þessum efnum gæti t.d. hið öfluga Íþróttafélag Reykjavíkur unnið eftirtektarvert tilraunastarf með ungu fólki í Breiðholti sem er af erlendu bergi brotið. Mikið brottfall þessara einstaklinga úr framhaldsskólum er verulegt áhyggjuefni. Líkur eru á að einstaklingar í þessum hópi einangrist meðal þeirra sem eru svipað staddir fái þau ekki tækifæri til að stíga út á nýjan vettvang. Það er þeim nauðsynlegt til að verða dugandi einstaklingar í íslensku samfélagi – sem þau flest óska heitt. Ég legg til að Reykjavíkurborg fjármagni a.m.k. eina stöðu forvarnarfulltrúa hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur til tveggja ára, sem fengi það hlutverk að móta samstarf félagsþjónustunnar í hverfinu, grunnskólanna og FB og íþróttastarfsins, með það að markmiði að kalla erlend ungmenni til þátttöku í félagsstarfinu sem fram fer á vegum ÍR. Hafi einstaklingar ekki áhuga á umfangsmikinni íþróttaiðkun eiga íþróttafélögin að skapa önnur tækifæri og aðra möguleika til félagsstarfs í kringum félögin. Slíkt starf kemur að jafngóðu gagni við að byggja einstaklingana upp og skapa þeim ný og spennandi tækifæri til aðlögunar að samfélaginu. Þetta yrði m.a. verkefni forvarnarfulltrúans. Svona vill Framsóknarflokkurinn í borginni vinna. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningum 2018.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun