Staða RÚV og fjölmiðlun til framtíðar Magnús Geir Þórðarson skrifar 24. apríl 2018 16:15 Við lifum á tímum mikilvægra breytinga í fjölmiðlun og menningu þar sem aðgengi fólks að erlendu afþreyingarefni hefur aldrei verið meira í gegnum alþjóðlega fjölmiðlarisa og efnisveitur. Allir fjölmiðlar, og RÚV þar á meðal, þurfa að taka mið af þessum breytingum og bregðast við. Á aðalfundi Ríkisútvarpsins ohf. í gær var farið yfir stöðu RÚV og fjölmiðlunar á Íslandi. Nýjar áherslur skila árangri Tölur fyrir árið 2017, sem kynntar voru á fundinum, sýna að aukin áhersla á sérstöðu Ríkisútvarpsins skilar sér í jákvæðara viðhorfi almennings en áður hefur mælst í könnunum. Innlent efni, menningarefni og þjónusta við börn er í stöðugum forgangi í dagskrá. Vinsælasta dagskrárefni landsins eru íslenskir þættir á dagskrá RÚV sem Íslendingar njóta dag hvern og sem fyrr nýtur RÚV yfirburðatrausts meðal fjölmiðla. RÚV leggur nú höfuðáherslu á vandað íslenskt efni úr okkar nærumhverfi, á okkar móðurmáli. Sögur sem hreyfa við okkur og setja umheiminn í samhengi, sögur sem spegla mannlífið á Íslandi í öllum sínum fjölbreytileika, sögur sem vekja forvitni, kveikja á ímyndunaraflinu, hjálpa okkur að takast á við ný viðfangsefni og tengja okkur saman sem þjóð hér og nú. RÚV fjallar um málefni líðandi stundar og rýnir störf þeirra sem hafa áhrif á hag almennings. Á tímum upplýsingaóreiðu er mikilvægara en nokkru sinni að miðill í eigu almennings kryfji málin til mergjar og beini sjónum að öllum hliðum mannlífsins. Þannig geta fjölmiðlar verið hreyfiafl góðra verka. Áframhaldandi hallalaus rekstur Nýbirtur ársreikningur sýnir fram á að hagræðing, umbætur í innra starfi og nýtt skipulag skila jákvæðri rekstrarniðurstöðu þriðja árið í röð. Mesta skuldalækkun í sögu félagsins er nú gengin í gegn með sölu byggingarréttar. Um langa hríð hefur skuldabréf vegna uppgjörs á eldri lífeyrisskuldbindingum verið þungur baggi á starfsemi RÚV. Í gær var greint frá því að samið hefur verið við LSR um skilmálabreytingu lánsins, sem lið í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Það er mikilvægur áfangi þó skuldir séu enn of háar. Þjónustusamningur til 2020 tryggir stöðugleika sem gerir félaginu kleift að gera eðlilegar langtímaáætlanir sem eru nauðsynlegar ritstjórnarlegu sjálfstæði almannamiðilsins. Þessi árangur er ekki sjálfsagður, heldur afrakstur samstillts átaks starfsfólks og stjórnar RÚV. Ný stefna fjárfestir í framtíðinni Á fundinum var einnig greint frá innleiðingu nýrrar stefnu sem kynnt var á vordögum 2017 og unnin með aðkomu á annað þúsund landsmanna og hagaðila víða að úr samfélaginu. Stefnan teiknar upp hvernig þjónusta RÚV mun þróast á næstu árum í takt við þarfir nútímafólks. Markmiðið er metnaðarfull og traust, íslensk almannaþjónusta til framtíðar. Nýjar stefnuáherslur eru þegar farnar að birtast með bættri þjónustu við ungt fólk, eflingu KrakkaRÚV, nýrri þjónustu við þá sem hafa ekki íslensku að móðurmáli, nýjum menningarvef, aukinni norrænni samvinnu, bættri stafrænni þjónustu með nýjum spilara og fjölmörgu öðru. Fjölbreytt fjölmiðlaflóra er allra hagur Það er mikilvægt að á Íslandi dafni fjölbreytt fjölmiðlaflóra með vönduðum einkamiðlum við hlið öflugrar almannaþjónustu. RÚV hefur aukið samstarf við framleiðendur, fjölmiðla, menningarstofnanir og skapandi greinar, meðal annars með því að gera aðstöðu, tæki og þjónustu aðgengilega í meira mæli en fyrr. Á sama tíma galopnum við samtalið við þjóðina og köllum eftir nýjum hugmyndum að dagskrárefni beint frá ykkur, eigendum RÚV í gegnum Hugmyndadaga sem haldnir verða í annað sinn nú í maí. Við starfsfólk RÚV höfum metnað fyrir því að nýja stefnan færi okkur á farsælan hátt inn í spennandi framtíð og stuðli að því að því að hér á landi búi áfram vakandi og víðsýn þjóð.Höfundur er útvarpsstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum mikilvægra breytinga í fjölmiðlun og menningu þar sem aðgengi fólks að erlendu afþreyingarefni hefur aldrei verið meira í gegnum alþjóðlega fjölmiðlarisa og efnisveitur. Allir fjölmiðlar, og RÚV þar á meðal, þurfa að taka mið af þessum breytingum og bregðast við. Á aðalfundi Ríkisútvarpsins ohf. í gær var farið yfir stöðu RÚV og fjölmiðlunar á Íslandi. Nýjar áherslur skila árangri Tölur fyrir árið 2017, sem kynntar voru á fundinum, sýna að aukin áhersla á sérstöðu Ríkisútvarpsins skilar sér í jákvæðara viðhorfi almennings en áður hefur mælst í könnunum. Innlent efni, menningarefni og þjónusta við börn er í stöðugum forgangi í dagskrá. Vinsælasta dagskrárefni landsins eru íslenskir þættir á dagskrá RÚV sem Íslendingar njóta dag hvern og sem fyrr nýtur RÚV yfirburðatrausts meðal fjölmiðla. RÚV leggur nú höfuðáherslu á vandað íslenskt efni úr okkar nærumhverfi, á okkar móðurmáli. Sögur sem hreyfa við okkur og setja umheiminn í samhengi, sögur sem spegla mannlífið á Íslandi í öllum sínum fjölbreytileika, sögur sem vekja forvitni, kveikja á ímyndunaraflinu, hjálpa okkur að takast á við ný viðfangsefni og tengja okkur saman sem þjóð hér og nú. RÚV fjallar um málefni líðandi stundar og rýnir störf þeirra sem hafa áhrif á hag almennings. Á tímum upplýsingaóreiðu er mikilvægara en nokkru sinni að miðill í eigu almennings kryfji málin til mergjar og beini sjónum að öllum hliðum mannlífsins. Þannig geta fjölmiðlar verið hreyfiafl góðra verka. Áframhaldandi hallalaus rekstur Nýbirtur ársreikningur sýnir fram á að hagræðing, umbætur í innra starfi og nýtt skipulag skila jákvæðri rekstrarniðurstöðu þriðja árið í röð. Mesta skuldalækkun í sögu félagsins er nú gengin í gegn með sölu byggingarréttar. Um langa hríð hefur skuldabréf vegna uppgjörs á eldri lífeyrisskuldbindingum verið þungur baggi á starfsemi RÚV. Í gær var greint frá því að samið hefur verið við LSR um skilmálabreytingu lánsins, sem lið í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Það er mikilvægur áfangi þó skuldir séu enn of háar. Þjónustusamningur til 2020 tryggir stöðugleika sem gerir félaginu kleift að gera eðlilegar langtímaáætlanir sem eru nauðsynlegar ritstjórnarlegu sjálfstæði almannamiðilsins. Þessi árangur er ekki sjálfsagður, heldur afrakstur samstillts átaks starfsfólks og stjórnar RÚV. Ný stefna fjárfestir í framtíðinni Á fundinum var einnig greint frá innleiðingu nýrrar stefnu sem kynnt var á vordögum 2017 og unnin með aðkomu á annað þúsund landsmanna og hagaðila víða að úr samfélaginu. Stefnan teiknar upp hvernig þjónusta RÚV mun þróast á næstu árum í takt við þarfir nútímafólks. Markmiðið er metnaðarfull og traust, íslensk almannaþjónusta til framtíðar. Nýjar stefnuáherslur eru þegar farnar að birtast með bættri þjónustu við ungt fólk, eflingu KrakkaRÚV, nýrri þjónustu við þá sem hafa ekki íslensku að móðurmáli, nýjum menningarvef, aukinni norrænni samvinnu, bættri stafrænni þjónustu með nýjum spilara og fjölmörgu öðru. Fjölbreytt fjölmiðlaflóra er allra hagur Það er mikilvægt að á Íslandi dafni fjölbreytt fjölmiðlaflóra með vönduðum einkamiðlum við hlið öflugrar almannaþjónustu. RÚV hefur aukið samstarf við framleiðendur, fjölmiðla, menningarstofnanir og skapandi greinar, meðal annars með því að gera aðstöðu, tæki og þjónustu aðgengilega í meira mæli en fyrr. Á sama tíma galopnum við samtalið við þjóðina og köllum eftir nýjum hugmyndum að dagskrárefni beint frá ykkur, eigendum RÚV í gegnum Hugmyndadaga sem haldnir verða í annað sinn nú í maí. Við starfsfólk RÚV höfum metnað fyrir því að nýja stefnan færi okkur á farsælan hátt inn í spennandi framtíð og stuðli að því að því að hér á landi búi áfram vakandi og víðsýn þjóð.Höfundur er útvarpsstjóri.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun