Þarfasti þjónninn Óttar Guðmundsson skrifar 28. apríl 2018 09:00 Á Íslandi hafa menn alltaf trúað því að hesturinn væri yfirnáttúruleg vera. Hann var kallaður þarfasti þjónninn og var í raun eina samgöngutæki landsmanna um aldir. Bændur og búalið lögðu mikið kapp á að vera vel ríðandi á mannamótum. Skáldin ortu lofsöngva og sagðar voru hetjusögur af hestum. „Viljugum hesti vilja flestir ríða,“ segir máltækið. Fátæklingar fóru hins vegar fótgangandi um fjöll og firnindi. Smám saman breyttust hestarnir í bíla sem lögðu undir sig samgöngukerfið og þjóðarsálina. Bíllinn settist í hásæti hestsins og lét fara vel um sig. Landsmenn leggja enn ofurkapp á að vera vel akandi (ríðandi) sem fyrr. Meðan aðrar þjóðir draga úr bílnotkun og auka hjólreiðar og almenningssamgöngur vex bílainnflutningur á Íslandi. Nú eru 1,25 bílar á hvert mannsbarn í landinu enda hafa bílar aldrei verið fleiri. Vegakerfið er að kikna undan þessum þunga svo að gera þarf stórátak í samgöngumálum til að koma öllum þessum bílum fyrir. Rífa þarf hús og byggja hraðbrautir gegnum borgina og mislæg gatnamót. Fjölga þarf bílastæðum og jarðgöngum svo að ekki væsi um bílaflotann. Bíllinn er þarfasti þjónninn og sýnilegt stöðutákn sem ekki má taka af þjóðinni. Enginn vill láta sjá sig í strætó sem er nýtt samgöngutæki hinnar fótgangandi alþýðu fyrri alda. Í yfirstandandi borgarstjórnarkosningum er fjöldi frambjóðenda sem berst hatrammlega gegn hinni svokölluðu borgarlínu sem er einungis gróf aðför að einkabílnum. Útlendingar eiga erfitt með skilja þessa kosningabaráttu enda átta þeir sig engan veginn á því að ást Íslendinga á hestinum fór yfir á bílana. Fyrir Íslendingum er bíllinn eins og nautgripir eru Indverjum. Einungis trúvillingar og útlendingar stugga við heilögum kúm og bílum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi hafa menn alltaf trúað því að hesturinn væri yfirnáttúruleg vera. Hann var kallaður þarfasti þjónninn og var í raun eina samgöngutæki landsmanna um aldir. Bændur og búalið lögðu mikið kapp á að vera vel ríðandi á mannamótum. Skáldin ortu lofsöngva og sagðar voru hetjusögur af hestum. „Viljugum hesti vilja flestir ríða,“ segir máltækið. Fátæklingar fóru hins vegar fótgangandi um fjöll og firnindi. Smám saman breyttust hestarnir í bíla sem lögðu undir sig samgöngukerfið og þjóðarsálina. Bíllinn settist í hásæti hestsins og lét fara vel um sig. Landsmenn leggja enn ofurkapp á að vera vel akandi (ríðandi) sem fyrr. Meðan aðrar þjóðir draga úr bílnotkun og auka hjólreiðar og almenningssamgöngur vex bílainnflutningur á Íslandi. Nú eru 1,25 bílar á hvert mannsbarn í landinu enda hafa bílar aldrei verið fleiri. Vegakerfið er að kikna undan þessum þunga svo að gera þarf stórátak í samgöngumálum til að koma öllum þessum bílum fyrir. Rífa þarf hús og byggja hraðbrautir gegnum borgina og mislæg gatnamót. Fjölga þarf bílastæðum og jarðgöngum svo að ekki væsi um bílaflotann. Bíllinn er þarfasti þjónninn og sýnilegt stöðutákn sem ekki má taka af þjóðinni. Enginn vill láta sjá sig í strætó sem er nýtt samgöngutæki hinnar fótgangandi alþýðu fyrri alda. Í yfirstandandi borgarstjórnarkosningum er fjöldi frambjóðenda sem berst hatrammlega gegn hinni svokölluðu borgarlínu sem er einungis gróf aðför að einkabílnum. Útlendingar eiga erfitt með skilja þessa kosningabaráttu enda átta þeir sig engan veginn á því að ást Íslendinga á hestinum fór yfir á bílana. Fyrir Íslendingum er bíllinn eins og nautgripir eru Indverjum. Einungis trúvillingar og útlendingar stugga við heilögum kúm og bílum.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar