Þarfasti þjónninn Óttar Guðmundsson skrifar 28. apríl 2018 09:00 Á Íslandi hafa menn alltaf trúað því að hesturinn væri yfirnáttúruleg vera. Hann var kallaður þarfasti þjónninn og var í raun eina samgöngutæki landsmanna um aldir. Bændur og búalið lögðu mikið kapp á að vera vel ríðandi á mannamótum. Skáldin ortu lofsöngva og sagðar voru hetjusögur af hestum. „Viljugum hesti vilja flestir ríða,“ segir máltækið. Fátæklingar fóru hins vegar fótgangandi um fjöll og firnindi. Smám saman breyttust hestarnir í bíla sem lögðu undir sig samgöngukerfið og þjóðarsálina. Bíllinn settist í hásæti hestsins og lét fara vel um sig. Landsmenn leggja enn ofurkapp á að vera vel akandi (ríðandi) sem fyrr. Meðan aðrar þjóðir draga úr bílnotkun og auka hjólreiðar og almenningssamgöngur vex bílainnflutningur á Íslandi. Nú eru 1,25 bílar á hvert mannsbarn í landinu enda hafa bílar aldrei verið fleiri. Vegakerfið er að kikna undan þessum þunga svo að gera þarf stórátak í samgöngumálum til að koma öllum þessum bílum fyrir. Rífa þarf hús og byggja hraðbrautir gegnum borgina og mislæg gatnamót. Fjölga þarf bílastæðum og jarðgöngum svo að ekki væsi um bílaflotann. Bíllinn er þarfasti þjónninn og sýnilegt stöðutákn sem ekki má taka af þjóðinni. Enginn vill láta sjá sig í strætó sem er nýtt samgöngutæki hinnar fótgangandi alþýðu fyrri alda. Í yfirstandandi borgarstjórnarkosningum er fjöldi frambjóðenda sem berst hatrammlega gegn hinni svokölluðu borgarlínu sem er einungis gróf aðför að einkabílnum. Útlendingar eiga erfitt með skilja þessa kosningabaráttu enda átta þeir sig engan veginn á því að ást Íslendinga á hestinum fór yfir á bílana. Fyrir Íslendingum er bíllinn eins og nautgripir eru Indverjum. Einungis trúvillingar og útlendingar stugga við heilögum kúm og bílum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Á Íslandi hafa menn alltaf trúað því að hesturinn væri yfirnáttúruleg vera. Hann var kallaður þarfasti þjónninn og var í raun eina samgöngutæki landsmanna um aldir. Bændur og búalið lögðu mikið kapp á að vera vel ríðandi á mannamótum. Skáldin ortu lofsöngva og sagðar voru hetjusögur af hestum. „Viljugum hesti vilja flestir ríða,“ segir máltækið. Fátæklingar fóru hins vegar fótgangandi um fjöll og firnindi. Smám saman breyttust hestarnir í bíla sem lögðu undir sig samgöngukerfið og þjóðarsálina. Bíllinn settist í hásæti hestsins og lét fara vel um sig. Landsmenn leggja enn ofurkapp á að vera vel akandi (ríðandi) sem fyrr. Meðan aðrar þjóðir draga úr bílnotkun og auka hjólreiðar og almenningssamgöngur vex bílainnflutningur á Íslandi. Nú eru 1,25 bílar á hvert mannsbarn í landinu enda hafa bílar aldrei verið fleiri. Vegakerfið er að kikna undan þessum þunga svo að gera þarf stórátak í samgöngumálum til að koma öllum þessum bílum fyrir. Rífa þarf hús og byggja hraðbrautir gegnum borgina og mislæg gatnamót. Fjölga þarf bílastæðum og jarðgöngum svo að ekki væsi um bílaflotann. Bíllinn er þarfasti þjónninn og sýnilegt stöðutákn sem ekki má taka af þjóðinni. Enginn vill láta sjá sig í strætó sem er nýtt samgöngutæki hinnar fótgangandi alþýðu fyrri alda. Í yfirstandandi borgarstjórnarkosningum er fjöldi frambjóðenda sem berst hatrammlega gegn hinni svokölluðu borgarlínu sem er einungis gróf aðför að einkabílnum. Útlendingar eiga erfitt með skilja þessa kosningabaráttu enda átta þeir sig engan veginn á því að ást Íslendinga á hestinum fór yfir á bílana. Fyrir Íslendingum er bíllinn eins og nautgripir eru Indverjum. Einungis trúvillingar og útlendingar stugga við heilögum kúm og bílum.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar