Norðurslóðir í öndvegi Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2018 07:00 Umhverfi norðurslóða er að breytast – og það hratt. Vegna hlýnunar jarðar hækkar sjávarhitinn, hafísinn minnkar og jöklarnir hopa. Miðað við spár vísindamanna má af þessum sökum búast við ómældum áhrifum á vistkerfi lands og sjávar. Um leið gætu gjöfular náttúruauðlindir svæðisins orðið aðgengilegri, siglingar auðveldari og ræktunarskilyrði betri. Fyrir þær fjórar milljónir manna sem búa á þessum harðbýlu slóðum er áríðandi að spornað sé við neikvæðum áhrifum þessara breytinga og þau tækifæri sem í þeim kunna að felast verði fullnýtt með sjálfbærni að leiðarljósi. Samspil umhverfisverndar og auðlindanýtingar verður að vera í jafnvægi. Eftir rúmt ár tekur Ísland við formennsku í Norðurskautsráðinu, mikilvægasta vettvangi umræðu og ákvarðanatöku um málefni norðurslóða. Í því eiga sæti Norðurlöndin, Bandaríkin, Kanada og Rússland, auk samtaka frumbyggja. Samstarfið hefur vaxið ört frá því ráðið var stofnað árið 1996. Fjölgun áheyrnaraðila og aukin þátttaka þeirra í ýmsum verkefnum ráðsins sýnir glöggt hve víðtæka skírskotun málefni norðurslóða hafa. Þá hefur stofnun hliðarsamtaka við ráðið gefið samstarfinu nýja vídd. Dæmi um það er Efnahagsráð norðurslóða sem fulltrúar viðskiptalífs aðildarríkjanna skipa. Undirbúningur fyrir formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu hófst fyrir alvöru á síðasta ári. Þar hef ég lagt ríka áherslu á víðtækt samráð hér innanlands, bæði á á pólitískum vettvangi en einnig við atvinnulífið, háskólasamfélagið, frjáls félagasamtök, stjórnsýslu. Nýverið ræddi ég við fulltrúa í utanríkismálanefnd Alþingis þar sem fram kom mikil samstaða um mikilvægi formennsku Íslands og málaflokkinn í heild. Þessa samstöðu viljum við treysta enn frekar í sessi. Í þau tvö ár sem Ísland fer með formennsku í Norðurskautsráðinu stýra Íslendingar starfsemi ráðsins og móta áherslurnar. Í þessu felst einstakt tækifæri til víðtækrar samvinnu um málefni norðurslóða og til að láta gott af sér leiða í þágu svæðisins og íbúa þess. Viðbrögð við yfirvofandi breytingum á umhverfi norðurslóða eru þar tvímælalaust mikilvægasta áskorunin. Í formennskutíð sinni mun Ísland því leggja áherslu hagfellda þróun á norðurslóðum með sjálfbærni að leiðarljósi í öllu tilliti: umhverfislegu, efnahagslegu og félagslegu.Höfundur er utanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Norðurslóðir Umhverfismál Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfi norðurslóða er að breytast – og það hratt. Vegna hlýnunar jarðar hækkar sjávarhitinn, hafísinn minnkar og jöklarnir hopa. Miðað við spár vísindamanna má af þessum sökum búast við ómældum áhrifum á vistkerfi lands og sjávar. Um leið gætu gjöfular náttúruauðlindir svæðisins orðið aðgengilegri, siglingar auðveldari og ræktunarskilyrði betri. Fyrir þær fjórar milljónir manna sem búa á þessum harðbýlu slóðum er áríðandi að spornað sé við neikvæðum áhrifum þessara breytinga og þau tækifæri sem í þeim kunna að felast verði fullnýtt með sjálfbærni að leiðarljósi. Samspil umhverfisverndar og auðlindanýtingar verður að vera í jafnvægi. Eftir rúmt ár tekur Ísland við formennsku í Norðurskautsráðinu, mikilvægasta vettvangi umræðu og ákvarðanatöku um málefni norðurslóða. Í því eiga sæti Norðurlöndin, Bandaríkin, Kanada og Rússland, auk samtaka frumbyggja. Samstarfið hefur vaxið ört frá því ráðið var stofnað árið 1996. Fjölgun áheyrnaraðila og aukin þátttaka þeirra í ýmsum verkefnum ráðsins sýnir glöggt hve víðtæka skírskotun málefni norðurslóða hafa. Þá hefur stofnun hliðarsamtaka við ráðið gefið samstarfinu nýja vídd. Dæmi um það er Efnahagsráð norðurslóða sem fulltrúar viðskiptalífs aðildarríkjanna skipa. Undirbúningur fyrir formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu hófst fyrir alvöru á síðasta ári. Þar hef ég lagt ríka áherslu á víðtækt samráð hér innanlands, bæði á á pólitískum vettvangi en einnig við atvinnulífið, háskólasamfélagið, frjáls félagasamtök, stjórnsýslu. Nýverið ræddi ég við fulltrúa í utanríkismálanefnd Alþingis þar sem fram kom mikil samstaða um mikilvægi formennsku Íslands og málaflokkinn í heild. Þessa samstöðu viljum við treysta enn frekar í sessi. Í þau tvö ár sem Ísland fer með formennsku í Norðurskautsráðinu stýra Íslendingar starfsemi ráðsins og móta áherslurnar. Í þessu felst einstakt tækifæri til víðtækrar samvinnu um málefni norðurslóða og til að láta gott af sér leiða í þágu svæðisins og íbúa þess. Viðbrögð við yfirvofandi breytingum á umhverfi norðurslóða eru þar tvímælalaust mikilvægasta áskorunin. Í formennskutíð sinni mun Ísland því leggja áherslu hagfellda þróun á norðurslóðum með sjálfbærni að leiðarljósi í öllu tilliti: umhverfislegu, efnahagslegu og félagslegu.Höfundur er utanríkisráðherra
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun