Deilu Norðurturnsins og Smáralindar um bílastæði vísað aftur í hérað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. apríl 2018 15:45 Norðurturninn höfðaði dómsmál vegna bílastæða við Smáralind. Vísir/GVA Landsréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að vísa frá máli Norðurturnsins ehf. gegn Eignarhaldsfélaginu Smárarlind ehf. og Kópavogsbæ vegna samnýtingu bílastæða og ógildingu deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári. Þarf héraðsdómur að taka málið aftur til efnismeðferðar. Málið má rekja til þess að Norðurturninn stefndi verslunarmiðstöðinni og Kópavogsbæ og vildi staðfestingu dómstóla á að kvaðir um samnýtingu bílastæða séu í gildi og að deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári yrði ógilt.Í samtali við Markaðinn á síðasta ári sagði Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins að hinar fyrirhuguðu framkvæmdir rýri réttindi Norðurturnsins þar sem þær eigi eftir að fækka bílastæðum við suðvesturhorn Smáralindar.Sjá einnig: Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Í úrskurði Héraðsdóms gerði dómari margvíslegar athugasemdir við stefnu Norðurturnins. Sagði þar að miðað við málatilbúnað gæti stefnandi ekki nýtt sér heimild í lögum til þess að stefna bæði Eignarhaldsfélaginu Smáralind ehf., og Kópavogsbæ „í sama máli til að þola dóm um alls óskyld atvik“. Málinu var því vísað frá héraðsdómi þar sem dómari taldi slíkan galla vera á málatilbúnaði Norðurturnins að ekki væri hjá því komist að vísa því frá dómi. Niðurstöðu héraðsdóms var skotið til Landsréttar sem kvað upp úskurð sinn 22. mars síðastliðinn.Segir í úrskurði Landsréttar að þar sem varnaraðilar, Smáralind og Kópavogsbær, hafi ekki gert kröfu um að málinu yrði vísað frá á grundvelli þess að skilyrði aðildarsamlags eða kröfusamlags væri ekki fullnægt, kæmi ekki til álita að vísa málinu frá af þeim sökum.Sjá einnig:Stjórn Norðurturnsins kvartar undan forstjóra Regins Í úrskurði Landsréttar segir einnig að Norðurturninn hafi í greinargerð til Landsréttar gert nánari grein fyrir aðild Smáralindar og Kópavogsbæjar hvað varðar hverja kröfu fyrir sig. Var það mat Landsréttar að Norðurturninn hefði á „fullnægjandi hátt gert grein fyrir kröfum sínum á hendur varnaraðilum þannig að efnisdómur verði lagður á þær“. Var því frávísunarúrskurður héraðsdóms felldur úr gildi og þarf Héraðsdómur Reykjaness að taka málið aftur til efnismeðferðar. Dómsmál Skipulag Tengdar fréttir Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Eignarhaldsfélaginu Smáralind og Kópavogsbæ hefur verið stefnt vegna áforma um íbúðahverfið 201 Smári. 8. febrúar 2017 07:00 Stjórn Norðurturnsins kvartar undan forstjóra Regins Stjórn Norðurturnsins við Smáralind gagnrýnir orð Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, um að verktakafyrirtækið BYGG sé "sprautan á bak við“ deilur eigenda turnsins og Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. og að þar ráði "nátttröllsviðhorf“ ríkjum. 1. mars 2017 11:00 Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Sjá meira
Landsréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að vísa frá máli Norðurturnsins ehf. gegn Eignarhaldsfélaginu Smárarlind ehf. og Kópavogsbæ vegna samnýtingu bílastæða og ógildingu deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári. Þarf héraðsdómur að taka málið aftur til efnismeðferðar. Málið má rekja til þess að Norðurturninn stefndi verslunarmiðstöðinni og Kópavogsbæ og vildi staðfestingu dómstóla á að kvaðir um samnýtingu bílastæða séu í gildi og að deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári yrði ógilt.Í samtali við Markaðinn á síðasta ári sagði Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins að hinar fyrirhuguðu framkvæmdir rýri réttindi Norðurturnsins þar sem þær eigi eftir að fækka bílastæðum við suðvesturhorn Smáralindar.Sjá einnig: Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Í úrskurði Héraðsdóms gerði dómari margvíslegar athugasemdir við stefnu Norðurturnins. Sagði þar að miðað við málatilbúnað gæti stefnandi ekki nýtt sér heimild í lögum til þess að stefna bæði Eignarhaldsfélaginu Smáralind ehf., og Kópavogsbæ „í sama máli til að þola dóm um alls óskyld atvik“. Málinu var því vísað frá héraðsdómi þar sem dómari taldi slíkan galla vera á málatilbúnaði Norðurturnins að ekki væri hjá því komist að vísa því frá dómi. Niðurstöðu héraðsdóms var skotið til Landsréttar sem kvað upp úskurð sinn 22. mars síðastliðinn.Segir í úrskurði Landsréttar að þar sem varnaraðilar, Smáralind og Kópavogsbær, hafi ekki gert kröfu um að málinu yrði vísað frá á grundvelli þess að skilyrði aðildarsamlags eða kröfusamlags væri ekki fullnægt, kæmi ekki til álita að vísa málinu frá af þeim sökum.Sjá einnig:Stjórn Norðurturnsins kvartar undan forstjóra Regins Í úrskurði Landsréttar segir einnig að Norðurturninn hafi í greinargerð til Landsréttar gert nánari grein fyrir aðild Smáralindar og Kópavogsbæjar hvað varðar hverja kröfu fyrir sig. Var það mat Landsréttar að Norðurturninn hefði á „fullnægjandi hátt gert grein fyrir kröfum sínum á hendur varnaraðilum þannig að efnisdómur verði lagður á þær“. Var því frávísunarúrskurður héraðsdóms felldur úr gildi og þarf Héraðsdómur Reykjaness að taka málið aftur til efnismeðferðar.
Dómsmál Skipulag Tengdar fréttir Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Eignarhaldsfélaginu Smáralind og Kópavogsbæ hefur verið stefnt vegna áforma um íbúðahverfið 201 Smári. 8. febrúar 2017 07:00 Stjórn Norðurturnsins kvartar undan forstjóra Regins Stjórn Norðurturnsins við Smáralind gagnrýnir orð Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, um að verktakafyrirtækið BYGG sé "sprautan á bak við“ deilur eigenda turnsins og Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. og að þar ráði "nátttröllsviðhorf“ ríkjum. 1. mars 2017 11:00 Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Sjá meira
Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Eignarhaldsfélaginu Smáralind og Kópavogsbæ hefur verið stefnt vegna áforma um íbúðahverfið 201 Smári. 8. febrúar 2017 07:00
Stjórn Norðurturnsins kvartar undan forstjóra Regins Stjórn Norðurturnsins við Smáralind gagnrýnir orð Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, um að verktakafyrirtækið BYGG sé "sprautan á bak við“ deilur eigenda turnsins og Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. og að þar ráði "nátttröllsviðhorf“ ríkjum. 1. mars 2017 11:00