Deilu Norðurturnsins og Smáralindar um bílastæði vísað aftur í hérað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. apríl 2018 15:45 Norðurturninn höfðaði dómsmál vegna bílastæða við Smáralind. Vísir/GVA Landsréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að vísa frá máli Norðurturnsins ehf. gegn Eignarhaldsfélaginu Smárarlind ehf. og Kópavogsbæ vegna samnýtingu bílastæða og ógildingu deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári. Þarf héraðsdómur að taka málið aftur til efnismeðferðar. Málið má rekja til þess að Norðurturninn stefndi verslunarmiðstöðinni og Kópavogsbæ og vildi staðfestingu dómstóla á að kvaðir um samnýtingu bílastæða séu í gildi og að deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári yrði ógilt.Í samtali við Markaðinn á síðasta ári sagði Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins að hinar fyrirhuguðu framkvæmdir rýri réttindi Norðurturnsins þar sem þær eigi eftir að fækka bílastæðum við suðvesturhorn Smáralindar.Sjá einnig: Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Í úrskurði Héraðsdóms gerði dómari margvíslegar athugasemdir við stefnu Norðurturnins. Sagði þar að miðað við málatilbúnað gæti stefnandi ekki nýtt sér heimild í lögum til þess að stefna bæði Eignarhaldsfélaginu Smáralind ehf., og Kópavogsbæ „í sama máli til að þola dóm um alls óskyld atvik“. Málinu var því vísað frá héraðsdómi þar sem dómari taldi slíkan galla vera á málatilbúnaði Norðurturnins að ekki væri hjá því komist að vísa því frá dómi. Niðurstöðu héraðsdóms var skotið til Landsréttar sem kvað upp úskurð sinn 22. mars síðastliðinn.Segir í úrskurði Landsréttar að þar sem varnaraðilar, Smáralind og Kópavogsbær, hafi ekki gert kröfu um að málinu yrði vísað frá á grundvelli þess að skilyrði aðildarsamlags eða kröfusamlags væri ekki fullnægt, kæmi ekki til álita að vísa málinu frá af þeim sökum.Sjá einnig:Stjórn Norðurturnsins kvartar undan forstjóra Regins Í úrskurði Landsréttar segir einnig að Norðurturninn hafi í greinargerð til Landsréttar gert nánari grein fyrir aðild Smáralindar og Kópavogsbæjar hvað varðar hverja kröfu fyrir sig. Var það mat Landsréttar að Norðurturninn hefði á „fullnægjandi hátt gert grein fyrir kröfum sínum á hendur varnaraðilum þannig að efnisdómur verði lagður á þær“. Var því frávísunarúrskurður héraðsdóms felldur úr gildi og þarf Héraðsdómur Reykjaness að taka málið aftur til efnismeðferðar. Dómsmál Skipulag Tengdar fréttir Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Eignarhaldsfélaginu Smáralind og Kópavogsbæ hefur verið stefnt vegna áforma um íbúðahverfið 201 Smári. 8. febrúar 2017 07:00 Stjórn Norðurturnsins kvartar undan forstjóra Regins Stjórn Norðurturnsins við Smáralind gagnrýnir orð Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, um að verktakafyrirtækið BYGG sé "sprautan á bak við“ deilur eigenda turnsins og Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. og að þar ráði "nátttröllsviðhorf“ ríkjum. 1. mars 2017 11:00 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Landsréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að vísa frá máli Norðurturnsins ehf. gegn Eignarhaldsfélaginu Smárarlind ehf. og Kópavogsbæ vegna samnýtingu bílastæða og ógildingu deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári. Þarf héraðsdómur að taka málið aftur til efnismeðferðar. Málið má rekja til þess að Norðurturninn stefndi verslunarmiðstöðinni og Kópavogsbæ og vildi staðfestingu dómstóla á að kvaðir um samnýtingu bílastæða séu í gildi og að deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári yrði ógilt.Í samtali við Markaðinn á síðasta ári sagði Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins að hinar fyrirhuguðu framkvæmdir rýri réttindi Norðurturnsins þar sem þær eigi eftir að fækka bílastæðum við suðvesturhorn Smáralindar.Sjá einnig: Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Í úrskurði Héraðsdóms gerði dómari margvíslegar athugasemdir við stefnu Norðurturnins. Sagði þar að miðað við málatilbúnað gæti stefnandi ekki nýtt sér heimild í lögum til þess að stefna bæði Eignarhaldsfélaginu Smáralind ehf., og Kópavogsbæ „í sama máli til að þola dóm um alls óskyld atvik“. Málinu var því vísað frá héraðsdómi þar sem dómari taldi slíkan galla vera á málatilbúnaði Norðurturnins að ekki væri hjá því komist að vísa því frá dómi. Niðurstöðu héraðsdóms var skotið til Landsréttar sem kvað upp úskurð sinn 22. mars síðastliðinn.Segir í úrskurði Landsréttar að þar sem varnaraðilar, Smáralind og Kópavogsbær, hafi ekki gert kröfu um að málinu yrði vísað frá á grundvelli þess að skilyrði aðildarsamlags eða kröfusamlags væri ekki fullnægt, kæmi ekki til álita að vísa málinu frá af þeim sökum.Sjá einnig:Stjórn Norðurturnsins kvartar undan forstjóra Regins Í úrskurði Landsréttar segir einnig að Norðurturninn hafi í greinargerð til Landsréttar gert nánari grein fyrir aðild Smáralindar og Kópavogsbæjar hvað varðar hverja kröfu fyrir sig. Var það mat Landsréttar að Norðurturninn hefði á „fullnægjandi hátt gert grein fyrir kröfum sínum á hendur varnaraðilum þannig að efnisdómur verði lagður á þær“. Var því frávísunarúrskurður héraðsdóms felldur úr gildi og þarf Héraðsdómur Reykjaness að taka málið aftur til efnismeðferðar.
Dómsmál Skipulag Tengdar fréttir Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Eignarhaldsfélaginu Smáralind og Kópavogsbæ hefur verið stefnt vegna áforma um íbúðahverfið 201 Smári. 8. febrúar 2017 07:00 Stjórn Norðurturnsins kvartar undan forstjóra Regins Stjórn Norðurturnsins við Smáralind gagnrýnir orð Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, um að verktakafyrirtækið BYGG sé "sprautan á bak við“ deilur eigenda turnsins og Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. og að þar ráði "nátttröllsviðhorf“ ríkjum. 1. mars 2017 11:00 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Eignarhaldsfélaginu Smáralind og Kópavogsbæ hefur verið stefnt vegna áforma um íbúðahverfið 201 Smári. 8. febrúar 2017 07:00
Stjórn Norðurturnsins kvartar undan forstjóra Regins Stjórn Norðurturnsins við Smáralind gagnrýnir orð Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, um að verktakafyrirtækið BYGG sé "sprautan á bak við“ deilur eigenda turnsins og Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. og að þar ráði "nátttröllsviðhorf“ ríkjum. 1. mars 2017 11:00