Þú veist þetta allt Jóhannes Kr. Kristjánsson skrifar 12. apríl 2018 07:00 Opið bréf til Halldórs Haukssonar, sviðsstjóra meðferðarsviðs Barnaverndarstofu. Þú veist það, Halldór, að þegar börnin okkar veikjast lífshættulega þá er brunað með þau á barnaspítalann þar sem læknateymi tekur á móti þeim og hefur lífsbjargandi meðferð. Allt er gert til að bjarga barninu. Þú veist það líka, Halldór, að þegar barn í neyslu lífshættulegra fíkniefna þarf lífsbjargandi meðferð þá eru úrræðin fá og jafnvel ekki til staðar. Þú veist það, Halldór, að þínu starfi fylgir mjög mikil ábyrgð. Ef við berum saman barnaspítalann og meðferðarkerfi barna þá ert þú yfirlæknirinn yfir meðferðarkerfinu. Sem slíkur átt þú að finna allar mögulegar leiðir til að bjarga börnum í neyslu. Þú átt að hlusta á „læknana“ sem hafa skoðað og greint „sjúklingana“ og eru með rökstuddar tillögur um lífsbjargandi meðferð. Þú átt að sjá til þess að „sjúklingarnir“ fái viðeigandi meðferð og þú átt að sjá til þess að úrræðin til lækninga séu sem best og sem flest. Þitt eina markmið á að vera að finna leiðir til að bjarga börnum sem eru í neyslu lífshættulegra fíkniefna. Síðustu ár hefur þú látið loka meðferðarheimilum barna víðsvegar um landið. Á sama tíma hefur þú lagt alla þína krafta í MST-meðferðarkerfið sem gengur út á að barnið fái meðferð í sínu umhverfi – inni á heimilinu. Þú veist það jafnvel og ég að MST-kerfið virkar ekki fyrir börn sem eru komin í lífshættulega neyslu fíkniefna. Þú veist að MST getur virkað ágætlega fyrir börn sem eru á fyrstu stigum hegðunarvanda og það gæti hentað ágætlega sem eftirmeðferðarúrræði fyrir börn sem eru að koma úr langtímameðferð. Þú veist líka að MST-meðferðarkerfið er í eigu bandarísks fyrirtækis sem Barnaverndarstofa greiðir þóknanir fyrir að nota. Þú veist að það er til myndband af börnunum á meðferðarheimilinu Lækjarbakka sem voru að sniffa úr gaskút í helgarleyfi í sumarbústað með starfsmönnum meðferðarheimilisins. Ég veit að Barnaverndarstofa fékk upplýsingar um neyslu barnanna en kaus að láta barnaverndarnefndir þeirra sem áttu í hlut ekki vita. Þú veist hvað starfsmennirnir á meðferðargólfinu segja um ástandið í meðferðarmálum barna í dag! Þeir segja frá allt öðrum veruleika en þú sagðir frá í Kastljósi RÚV í vikunni. Þeir segja að MST-meðferðarkerfið virki ekki fyrir börn með mjög erfiðan hegðunarvanda eða börn í lífshættulegri neyslu fíkniefna. Þeir segja að það vanti sérhæfð meðferðarheimili. Þeir segja að ekki sé hlustað á þeirra tillögur um úrbætur í meðferðarkerfinu. Þeir segja að þú og aðrir starfsmenn Barnaverndarstofu þaggið niður í þeim þegar þeir vilji gagnrýna meðferðarkerfið sem þú stjórnar. Veistu hvað þú ert búinn að gera, Halldór? Þú hefur byggt upp kerfi sem stjórnað er af örfáum einstaklingum sem sitja við skrifborð í turni Barnaverndarstofu og gefa ordrur um hitt og þetta án samráðs við mikilvæga starfsfólkið sem vinnur við að reyna að bjarga börnunum okkar. Það fólk er að gefast upp í starfi sínu – það eina sem heldur í það eru þessir pínulitlu sigrar þegar það sér á eftir barni nokkuð visst um að það muni pluma sig næstu mánuði og jafnvel til langframa. Ég styð starfsfólkið í meðferðarkerfinu sem er að vinna með erfiðustu börn landsins oft við bágbornar aðstæður. Ég styð samtökin Olnbogabörn og Sigvalda og Öddu sem eru nú að berjast fyrir lífi sonar síns. Ég stóð einu sinni í þeirra sporum þegar ég var að reyna að bjarga stelpunni minni. Það tókst því miður ekki en þú hefur nú tækifæri til að gera allt sem í þínu valdi stendur til að byggja upp meðferðarkerfi sem hefur það eina markmið að bjarga börnunum okkar. Þú veist að það átt þú að gera, Halldór.Höfundur er blaðamaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Halldórs Haukssonar, sviðsstjóra meðferðarsviðs Barnaverndarstofu. Þú veist það, Halldór, að þegar börnin okkar veikjast lífshættulega þá er brunað með þau á barnaspítalann þar sem læknateymi tekur á móti þeim og hefur lífsbjargandi meðferð. Allt er gert til að bjarga barninu. Þú veist það líka, Halldór, að þegar barn í neyslu lífshættulegra fíkniefna þarf lífsbjargandi meðferð þá eru úrræðin fá og jafnvel ekki til staðar. Þú veist það, Halldór, að þínu starfi fylgir mjög mikil ábyrgð. Ef við berum saman barnaspítalann og meðferðarkerfi barna þá ert þú yfirlæknirinn yfir meðferðarkerfinu. Sem slíkur átt þú að finna allar mögulegar leiðir til að bjarga börnum í neyslu. Þú átt að hlusta á „læknana“ sem hafa skoðað og greint „sjúklingana“ og eru með rökstuddar tillögur um lífsbjargandi meðferð. Þú átt að sjá til þess að „sjúklingarnir“ fái viðeigandi meðferð og þú átt að sjá til þess að úrræðin til lækninga séu sem best og sem flest. Þitt eina markmið á að vera að finna leiðir til að bjarga börnum sem eru í neyslu lífshættulegra fíkniefna. Síðustu ár hefur þú látið loka meðferðarheimilum barna víðsvegar um landið. Á sama tíma hefur þú lagt alla þína krafta í MST-meðferðarkerfið sem gengur út á að barnið fái meðferð í sínu umhverfi – inni á heimilinu. Þú veist það jafnvel og ég að MST-kerfið virkar ekki fyrir börn sem eru komin í lífshættulega neyslu fíkniefna. Þú veist að MST getur virkað ágætlega fyrir börn sem eru á fyrstu stigum hegðunarvanda og það gæti hentað ágætlega sem eftirmeðferðarúrræði fyrir börn sem eru að koma úr langtímameðferð. Þú veist líka að MST-meðferðarkerfið er í eigu bandarísks fyrirtækis sem Barnaverndarstofa greiðir þóknanir fyrir að nota. Þú veist að það er til myndband af börnunum á meðferðarheimilinu Lækjarbakka sem voru að sniffa úr gaskút í helgarleyfi í sumarbústað með starfsmönnum meðferðarheimilisins. Ég veit að Barnaverndarstofa fékk upplýsingar um neyslu barnanna en kaus að láta barnaverndarnefndir þeirra sem áttu í hlut ekki vita. Þú veist hvað starfsmennirnir á meðferðargólfinu segja um ástandið í meðferðarmálum barna í dag! Þeir segja frá allt öðrum veruleika en þú sagðir frá í Kastljósi RÚV í vikunni. Þeir segja að MST-meðferðarkerfið virki ekki fyrir börn með mjög erfiðan hegðunarvanda eða börn í lífshættulegri neyslu fíkniefna. Þeir segja að það vanti sérhæfð meðferðarheimili. Þeir segja að ekki sé hlustað á þeirra tillögur um úrbætur í meðferðarkerfinu. Þeir segja að þú og aðrir starfsmenn Barnaverndarstofu þaggið niður í þeim þegar þeir vilji gagnrýna meðferðarkerfið sem þú stjórnar. Veistu hvað þú ert búinn að gera, Halldór? Þú hefur byggt upp kerfi sem stjórnað er af örfáum einstaklingum sem sitja við skrifborð í turni Barnaverndarstofu og gefa ordrur um hitt og þetta án samráðs við mikilvæga starfsfólkið sem vinnur við að reyna að bjarga börnunum okkar. Það fólk er að gefast upp í starfi sínu – það eina sem heldur í það eru þessir pínulitlu sigrar þegar það sér á eftir barni nokkuð visst um að það muni pluma sig næstu mánuði og jafnvel til langframa. Ég styð starfsfólkið í meðferðarkerfinu sem er að vinna með erfiðustu börn landsins oft við bágbornar aðstæður. Ég styð samtökin Olnbogabörn og Sigvalda og Öddu sem eru nú að berjast fyrir lífi sonar síns. Ég stóð einu sinni í þeirra sporum þegar ég var að reyna að bjarga stelpunni minni. Það tókst því miður ekki en þú hefur nú tækifæri til að gera allt sem í þínu valdi stendur til að byggja upp meðferðarkerfi sem hefur það eina markmið að bjarga börnunum okkar. Þú veist að það átt þú að gera, Halldór.Höfundur er blaðamaður
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar