Viðkvæmir hálfguðir Þórlindur Kjartansson skrifar 13. apríl 2018 07:00 Fyrr á öldum dýrkaði fólk alls konar fornar hetjur, guði og hálfguði. Þetta er liðin tíð. Þess í stað dýrkum við kvikmyndastjörnur og íþróttamenn. Þetta er ástæða þess að það er eftir miklu að slægjast fyrir þá sem ná langt á sviði dægurmenningar og íþrótta. Besta íþróttafólk í heimi nýtur ekki bara frægðar heldur líka ríkidæmis og virðingar. Tilvera íþróttamannsins er hins vegar býsna brothætt, og aðeins örfáir þeirra allra bestu búa við eitthvað sem kalla mætti starfsöryggi. Hjá öllum öðrum má ekkert út af bregða. Fyrir þá sem hafa íþróttir að atvinnu eru alvarleg meiðsl þess vegna meiriháttar áhætta sem getur sett lífsafkomu og framtíðarmöguleika íþróttamannsins í algjört uppnám. Sem betur fer hefur læknavísindunum fleygt fram og meiðsl sem voru vís til þess að binda enda á leikmannsferil fyrir tuttugu og fimm árum eru í dag viðráðanleg. Slitnum krossböndum eru tjaslað saman og alls konar beinbrot og álagsmeiðsli eru löguð og leikmennirnir endurhæfðir.Taugar þandar En meiðsli geta verið meiri og alvarlegri heldur en brotin bein. Í hafnaboltanum bandaríska eru verðmætustu leikmennirnir þeir sem kasta boltanum þannig í átt að andstæðingnum að erfitt eða ómögulegt er að hitta hann með kylfunni. Bestu kastararnir í hafnaboltanum eru með hæst launuðu íþróttamönnum heims, og fá borgað sem nemur verðmæti góðs úthafstogara á hverju ári fyrir að hafa þennan hæfileika og halda honum við. Starf kastarans krefst ótrúlegrar nákvæmni og styrks. Góður kastari er fær um að hitta örlítið skotmark með litlum bolta á tuttugu metra færi, allt að hundrað sinnum í leik. Boltinn er á stærð við lítinn hnoðaðan snjóbolta, og þeir sem hafa reynt að hitta ljósastaur hinum megin við götuna vita að það er ekki sjálfgefið. Kastari í hafnabolta þarf að geta kastað þessum litla bolta á allt að hundrað og sextíu kílómetra hraða með snúningi og vera fær um að hitta í ljósastaurinn í hvert einasta skipti af tuttugu metra færi. Til samanburðar þá er venjuleg gata í íbúðabyggð í kringum níu metra breið. Meðal kastara í hafnabolta er óttinn við meiðsli vitaskuld mikill. Það er ekki lítið áfall ef leikmaður á slíkum launum verður óvinnufær í lengri eða skemmri tíma. Og þar sem kastararnir þurfa að búa yfir mikilli nákvæmni þá má lítið út af bregða. Dæmi eru um að leikmenn missi úr nokkrar vikur vegna þess að nögl hefur rifnað eða lítil sár myndast á óheppilegum stað á höndinni. Við slík smávægileg meiðsli getur frábær leikmaður skyndilega orðið algjörlega gagnslaus, og jafnvel skaðlegur fyrir framgang liðsins. Þegar svona mikillar nákvæmni er krafist þurfa taugarnar líka að vera í lagi. Það getur verið mikið álag, tugir þúsunda áhorfenda og milljónir heima í stofu—og kastarinn stendur einn með boltann og þarf að hitta kókdós í tuttugu metra fjarlægð. Þeir bestu eru því ekki bara með óvenjulega líkamlega getu—þeir þurfa að hafa algjörar stáltaugar og óbilandi sjálfstraust. Og það er einmitt þetta sem þeir óttast mest af öllu að missa. Sálarmeinin eru verst Hættulegustu „meiðsl“ kastara í hafnabolta hafa nefnilega ekkert með líkamana að gera. Það sem þeir óttast mest af öllu er að missa skyndilega hæfileikann til þess að framkvæma þá hreyfingu sem þeir hafa framkvæmt sjálfkrafa alla sína ævi. Mörg dæmi eru um yfirburðaleikmenn sem skyndilega missa þennan hæfileika—eins og geimverur hafi sogað hann út úr þeim. Þá standa þeir úti á vellinum, svitna köldum svita, hjartað hamast, þeim sortnar fyrir augum og ekkert getur bjargað þeim annað en þjálfarinn sem miskunnarlega tekur þá út af og sendir í bað. Ekkert amar að þeim líkamlega. Það er andlegi þátturinn sem gefur sig—og þegar leikmaður hefur einu sinni fengið snert af þessu heilkenni þá verður hann oftast nær heltekinn af þeim ótta það sem eftir lifir ferilsins. Og það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem leikmenn hafa þorað að tala um þennan ótta og liðin hafa bætt ýmiss konar sálfræðiþjónustu við hefðbundið æfingaprógramm leikmanna. Venjulega fólkið Undanfarið hafa ýmsir íþróttamenn ákveðið að tala opinberlega um ýmis andleg vandamál og veikindi sem þeir hafa þurft að kljást við. NBA stjarnan Kevin Love lýsti því fyrr í haust hvernig hann fékk taugaáfall í miðjum leik. Sundkappinn Michael Phelps hefur lýst baráttu sinni við þunglyndi og kvíða. Hafnaboltaleikmaðurinn CC Sabathia hefur lýst baráttu sinni við Bakkus á einlægan hátt. Þessir hálfguðir samtímans eru eflaust ekki jafnharðir og leikmenn íslenskra gullaldarliða í fótbolta—en það kann að vera að einlægar lýsingar þeirra á því hvernig þeir hafa glímt við og sigrast á alls konar andlegum erfiðleikum geti hjálpað okkur venjulegu mönnunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Sjá meira
Fyrr á öldum dýrkaði fólk alls konar fornar hetjur, guði og hálfguði. Þetta er liðin tíð. Þess í stað dýrkum við kvikmyndastjörnur og íþróttamenn. Þetta er ástæða þess að það er eftir miklu að slægjast fyrir þá sem ná langt á sviði dægurmenningar og íþrótta. Besta íþróttafólk í heimi nýtur ekki bara frægðar heldur líka ríkidæmis og virðingar. Tilvera íþróttamannsins er hins vegar býsna brothætt, og aðeins örfáir þeirra allra bestu búa við eitthvað sem kalla mætti starfsöryggi. Hjá öllum öðrum má ekkert út af bregða. Fyrir þá sem hafa íþróttir að atvinnu eru alvarleg meiðsl þess vegna meiriháttar áhætta sem getur sett lífsafkomu og framtíðarmöguleika íþróttamannsins í algjört uppnám. Sem betur fer hefur læknavísindunum fleygt fram og meiðsl sem voru vís til þess að binda enda á leikmannsferil fyrir tuttugu og fimm árum eru í dag viðráðanleg. Slitnum krossböndum eru tjaslað saman og alls konar beinbrot og álagsmeiðsli eru löguð og leikmennirnir endurhæfðir.Taugar þandar En meiðsli geta verið meiri og alvarlegri heldur en brotin bein. Í hafnaboltanum bandaríska eru verðmætustu leikmennirnir þeir sem kasta boltanum þannig í átt að andstæðingnum að erfitt eða ómögulegt er að hitta hann með kylfunni. Bestu kastararnir í hafnaboltanum eru með hæst launuðu íþróttamönnum heims, og fá borgað sem nemur verðmæti góðs úthafstogara á hverju ári fyrir að hafa þennan hæfileika og halda honum við. Starf kastarans krefst ótrúlegrar nákvæmni og styrks. Góður kastari er fær um að hitta örlítið skotmark með litlum bolta á tuttugu metra færi, allt að hundrað sinnum í leik. Boltinn er á stærð við lítinn hnoðaðan snjóbolta, og þeir sem hafa reynt að hitta ljósastaur hinum megin við götuna vita að það er ekki sjálfgefið. Kastari í hafnabolta þarf að geta kastað þessum litla bolta á allt að hundrað og sextíu kílómetra hraða með snúningi og vera fær um að hitta í ljósastaurinn í hvert einasta skipti af tuttugu metra færi. Til samanburðar þá er venjuleg gata í íbúðabyggð í kringum níu metra breið. Meðal kastara í hafnabolta er óttinn við meiðsli vitaskuld mikill. Það er ekki lítið áfall ef leikmaður á slíkum launum verður óvinnufær í lengri eða skemmri tíma. Og þar sem kastararnir þurfa að búa yfir mikilli nákvæmni þá má lítið út af bregða. Dæmi eru um að leikmenn missi úr nokkrar vikur vegna þess að nögl hefur rifnað eða lítil sár myndast á óheppilegum stað á höndinni. Við slík smávægileg meiðsli getur frábær leikmaður skyndilega orðið algjörlega gagnslaus, og jafnvel skaðlegur fyrir framgang liðsins. Þegar svona mikillar nákvæmni er krafist þurfa taugarnar líka að vera í lagi. Það getur verið mikið álag, tugir þúsunda áhorfenda og milljónir heima í stofu—og kastarinn stendur einn með boltann og þarf að hitta kókdós í tuttugu metra fjarlægð. Þeir bestu eru því ekki bara með óvenjulega líkamlega getu—þeir þurfa að hafa algjörar stáltaugar og óbilandi sjálfstraust. Og það er einmitt þetta sem þeir óttast mest af öllu að missa. Sálarmeinin eru verst Hættulegustu „meiðsl“ kastara í hafnabolta hafa nefnilega ekkert með líkamana að gera. Það sem þeir óttast mest af öllu er að missa skyndilega hæfileikann til þess að framkvæma þá hreyfingu sem þeir hafa framkvæmt sjálfkrafa alla sína ævi. Mörg dæmi eru um yfirburðaleikmenn sem skyndilega missa þennan hæfileika—eins og geimverur hafi sogað hann út úr þeim. Þá standa þeir úti á vellinum, svitna köldum svita, hjartað hamast, þeim sortnar fyrir augum og ekkert getur bjargað þeim annað en þjálfarinn sem miskunnarlega tekur þá út af og sendir í bað. Ekkert amar að þeim líkamlega. Það er andlegi þátturinn sem gefur sig—og þegar leikmaður hefur einu sinni fengið snert af þessu heilkenni þá verður hann oftast nær heltekinn af þeim ótta það sem eftir lifir ferilsins. Og það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem leikmenn hafa þorað að tala um þennan ótta og liðin hafa bætt ýmiss konar sálfræðiþjónustu við hefðbundið æfingaprógramm leikmanna. Venjulega fólkið Undanfarið hafa ýmsir íþróttamenn ákveðið að tala opinberlega um ýmis andleg vandamál og veikindi sem þeir hafa þurft að kljást við. NBA stjarnan Kevin Love lýsti því fyrr í haust hvernig hann fékk taugaáfall í miðjum leik. Sundkappinn Michael Phelps hefur lýst baráttu sinni við þunglyndi og kvíða. Hafnaboltaleikmaðurinn CC Sabathia hefur lýst baráttu sinni við Bakkus á einlægan hátt. Þessir hálfguðir samtímans eru eflaust ekki jafnharðir og leikmenn íslenskra gullaldarliða í fótbolta—en það kann að vera að einlægar lýsingar þeirra á því hvernig þeir hafa glímt við og sigrast á alls konar andlegum erfiðleikum geti hjálpað okkur venjulegu mönnunum.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun