Viðkvæmir hálfguðir Þórlindur Kjartansson skrifar 13. apríl 2018 07:00 Fyrr á öldum dýrkaði fólk alls konar fornar hetjur, guði og hálfguði. Þetta er liðin tíð. Þess í stað dýrkum við kvikmyndastjörnur og íþróttamenn. Þetta er ástæða þess að það er eftir miklu að slægjast fyrir þá sem ná langt á sviði dægurmenningar og íþrótta. Besta íþróttafólk í heimi nýtur ekki bara frægðar heldur líka ríkidæmis og virðingar. Tilvera íþróttamannsins er hins vegar býsna brothætt, og aðeins örfáir þeirra allra bestu búa við eitthvað sem kalla mætti starfsöryggi. Hjá öllum öðrum má ekkert út af bregða. Fyrir þá sem hafa íþróttir að atvinnu eru alvarleg meiðsl þess vegna meiriháttar áhætta sem getur sett lífsafkomu og framtíðarmöguleika íþróttamannsins í algjört uppnám. Sem betur fer hefur læknavísindunum fleygt fram og meiðsl sem voru vís til þess að binda enda á leikmannsferil fyrir tuttugu og fimm árum eru í dag viðráðanleg. Slitnum krossböndum eru tjaslað saman og alls konar beinbrot og álagsmeiðsli eru löguð og leikmennirnir endurhæfðir.Taugar þandar En meiðsli geta verið meiri og alvarlegri heldur en brotin bein. Í hafnaboltanum bandaríska eru verðmætustu leikmennirnir þeir sem kasta boltanum þannig í átt að andstæðingnum að erfitt eða ómögulegt er að hitta hann með kylfunni. Bestu kastararnir í hafnaboltanum eru með hæst launuðu íþróttamönnum heims, og fá borgað sem nemur verðmæti góðs úthafstogara á hverju ári fyrir að hafa þennan hæfileika og halda honum við. Starf kastarans krefst ótrúlegrar nákvæmni og styrks. Góður kastari er fær um að hitta örlítið skotmark með litlum bolta á tuttugu metra færi, allt að hundrað sinnum í leik. Boltinn er á stærð við lítinn hnoðaðan snjóbolta, og þeir sem hafa reynt að hitta ljósastaur hinum megin við götuna vita að það er ekki sjálfgefið. Kastari í hafnabolta þarf að geta kastað þessum litla bolta á allt að hundrað og sextíu kílómetra hraða með snúningi og vera fær um að hitta í ljósastaurinn í hvert einasta skipti af tuttugu metra færi. Til samanburðar þá er venjuleg gata í íbúðabyggð í kringum níu metra breið. Meðal kastara í hafnabolta er óttinn við meiðsli vitaskuld mikill. Það er ekki lítið áfall ef leikmaður á slíkum launum verður óvinnufær í lengri eða skemmri tíma. Og þar sem kastararnir þurfa að búa yfir mikilli nákvæmni þá má lítið út af bregða. Dæmi eru um að leikmenn missi úr nokkrar vikur vegna þess að nögl hefur rifnað eða lítil sár myndast á óheppilegum stað á höndinni. Við slík smávægileg meiðsli getur frábær leikmaður skyndilega orðið algjörlega gagnslaus, og jafnvel skaðlegur fyrir framgang liðsins. Þegar svona mikillar nákvæmni er krafist þurfa taugarnar líka að vera í lagi. Það getur verið mikið álag, tugir þúsunda áhorfenda og milljónir heima í stofu—og kastarinn stendur einn með boltann og þarf að hitta kókdós í tuttugu metra fjarlægð. Þeir bestu eru því ekki bara með óvenjulega líkamlega getu—þeir þurfa að hafa algjörar stáltaugar og óbilandi sjálfstraust. Og það er einmitt þetta sem þeir óttast mest af öllu að missa. Sálarmeinin eru verst Hættulegustu „meiðsl“ kastara í hafnabolta hafa nefnilega ekkert með líkamana að gera. Það sem þeir óttast mest af öllu er að missa skyndilega hæfileikann til þess að framkvæma þá hreyfingu sem þeir hafa framkvæmt sjálfkrafa alla sína ævi. Mörg dæmi eru um yfirburðaleikmenn sem skyndilega missa þennan hæfileika—eins og geimverur hafi sogað hann út úr þeim. Þá standa þeir úti á vellinum, svitna köldum svita, hjartað hamast, þeim sortnar fyrir augum og ekkert getur bjargað þeim annað en þjálfarinn sem miskunnarlega tekur þá út af og sendir í bað. Ekkert amar að þeim líkamlega. Það er andlegi þátturinn sem gefur sig—og þegar leikmaður hefur einu sinni fengið snert af þessu heilkenni þá verður hann oftast nær heltekinn af þeim ótta það sem eftir lifir ferilsins. Og það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem leikmenn hafa þorað að tala um þennan ótta og liðin hafa bætt ýmiss konar sálfræðiþjónustu við hefðbundið æfingaprógramm leikmanna. Venjulega fólkið Undanfarið hafa ýmsir íþróttamenn ákveðið að tala opinberlega um ýmis andleg vandamál og veikindi sem þeir hafa þurft að kljást við. NBA stjarnan Kevin Love lýsti því fyrr í haust hvernig hann fékk taugaáfall í miðjum leik. Sundkappinn Michael Phelps hefur lýst baráttu sinni við þunglyndi og kvíða. Hafnaboltaleikmaðurinn CC Sabathia hefur lýst baráttu sinni við Bakkus á einlægan hátt. Þessir hálfguðir samtímans eru eflaust ekki jafnharðir og leikmenn íslenskra gullaldarliða í fótbolta—en það kann að vera að einlægar lýsingar þeirra á því hvernig þeir hafa glímt við og sigrast á alls konar andlegum erfiðleikum geti hjálpað okkur venjulegu mönnunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrr á öldum dýrkaði fólk alls konar fornar hetjur, guði og hálfguði. Þetta er liðin tíð. Þess í stað dýrkum við kvikmyndastjörnur og íþróttamenn. Þetta er ástæða þess að það er eftir miklu að slægjast fyrir þá sem ná langt á sviði dægurmenningar og íþrótta. Besta íþróttafólk í heimi nýtur ekki bara frægðar heldur líka ríkidæmis og virðingar. Tilvera íþróttamannsins er hins vegar býsna brothætt, og aðeins örfáir þeirra allra bestu búa við eitthvað sem kalla mætti starfsöryggi. Hjá öllum öðrum má ekkert út af bregða. Fyrir þá sem hafa íþróttir að atvinnu eru alvarleg meiðsl þess vegna meiriháttar áhætta sem getur sett lífsafkomu og framtíðarmöguleika íþróttamannsins í algjört uppnám. Sem betur fer hefur læknavísindunum fleygt fram og meiðsl sem voru vís til þess að binda enda á leikmannsferil fyrir tuttugu og fimm árum eru í dag viðráðanleg. Slitnum krossböndum eru tjaslað saman og alls konar beinbrot og álagsmeiðsli eru löguð og leikmennirnir endurhæfðir.Taugar þandar En meiðsli geta verið meiri og alvarlegri heldur en brotin bein. Í hafnaboltanum bandaríska eru verðmætustu leikmennirnir þeir sem kasta boltanum þannig í átt að andstæðingnum að erfitt eða ómögulegt er að hitta hann með kylfunni. Bestu kastararnir í hafnaboltanum eru með hæst launuðu íþróttamönnum heims, og fá borgað sem nemur verðmæti góðs úthafstogara á hverju ári fyrir að hafa þennan hæfileika og halda honum við. Starf kastarans krefst ótrúlegrar nákvæmni og styrks. Góður kastari er fær um að hitta örlítið skotmark með litlum bolta á tuttugu metra færi, allt að hundrað sinnum í leik. Boltinn er á stærð við lítinn hnoðaðan snjóbolta, og þeir sem hafa reynt að hitta ljósastaur hinum megin við götuna vita að það er ekki sjálfgefið. Kastari í hafnabolta þarf að geta kastað þessum litla bolta á allt að hundrað og sextíu kílómetra hraða með snúningi og vera fær um að hitta í ljósastaurinn í hvert einasta skipti af tuttugu metra færi. Til samanburðar þá er venjuleg gata í íbúðabyggð í kringum níu metra breið. Meðal kastara í hafnabolta er óttinn við meiðsli vitaskuld mikill. Það er ekki lítið áfall ef leikmaður á slíkum launum verður óvinnufær í lengri eða skemmri tíma. Og þar sem kastararnir þurfa að búa yfir mikilli nákvæmni þá má lítið út af bregða. Dæmi eru um að leikmenn missi úr nokkrar vikur vegna þess að nögl hefur rifnað eða lítil sár myndast á óheppilegum stað á höndinni. Við slík smávægileg meiðsli getur frábær leikmaður skyndilega orðið algjörlega gagnslaus, og jafnvel skaðlegur fyrir framgang liðsins. Þegar svona mikillar nákvæmni er krafist þurfa taugarnar líka að vera í lagi. Það getur verið mikið álag, tugir þúsunda áhorfenda og milljónir heima í stofu—og kastarinn stendur einn með boltann og þarf að hitta kókdós í tuttugu metra fjarlægð. Þeir bestu eru því ekki bara með óvenjulega líkamlega getu—þeir þurfa að hafa algjörar stáltaugar og óbilandi sjálfstraust. Og það er einmitt þetta sem þeir óttast mest af öllu að missa. Sálarmeinin eru verst Hættulegustu „meiðsl“ kastara í hafnabolta hafa nefnilega ekkert með líkamana að gera. Það sem þeir óttast mest af öllu er að missa skyndilega hæfileikann til þess að framkvæma þá hreyfingu sem þeir hafa framkvæmt sjálfkrafa alla sína ævi. Mörg dæmi eru um yfirburðaleikmenn sem skyndilega missa þennan hæfileika—eins og geimverur hafi sogað hann út úr þeim. Þá standa þeir úti á vellinum, svitna köldum svita, hjartað hamast, þeim sortnar fyrir augum og ekkert getur bjargað þeim annað en þjálfarinn sem miskunnarlega tekur þá út af og sendir í bað. Ekkert amar að þeim líkamlega. Það er andlegi þátturinn sem gefur sig—og þegar leikmaður hefur einu sinni fengið snert af þessu heilkenni þá verður hann oftast nær heltekinn af þeim ótta það sem eftir lifir ferilsins. Og það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem leikmenn hafa þorað að tala um þennan ótta og liðin hafa bætt ýmiss konar sálfræðiþjónustu við hefðbundið æfingaprógramm leikmanna. Venjulega fólkið Undanfarið hafa ýmsir íþróttamenn ákveðið að tala opinberlega um ýmis andleg vandamál og veikindi sem þeir hafa þurft að kljást við. NBA stjarnan Kevin Love lýsti því fyrr í haust hvernig hann fékk taugaáfall í miðjum leik. Sundkappinn Michael Phelps hefur lýst baráttu sinni við þunglyndi og kvíða. Hafnaboltaleikmaðurinn CC Sabathia hefur lýst baráttu sinni við Bakkus á einlægan hátt. Þessir hálfguðir samtímans eru eflaust ekki jafnharðir og leikmenn íslenskra gullaldarliða í fótbolta—en það kann að vera að einlægar lýsingar þeirra á því hvernig þeir hafa glímt við og sigrast á alls konar andlegum erfiðleikum geti hjálpað okkur venjulegu mönnunum.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun