Körfubolti

Breiðablik í Dominos-deildina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Breiðabliks og KR í bikarnum í vetur.
Úr leik Breiðabliks og KR í bikarnum í vetur. vísir/anton

Breiðablikið er komið í Dominos-deild karla eftir sigur á Hamri, 110-84, í fjórða leik liðanna en leikið var í Kópavogi í kvöld.

Jafnræði var með liðunum framan af en í hálfleik leiddu Blikarnir með fjórum stigum, 51-47, en í síðari hálfleik skildi á milli liðanna.

Blikarnir gáfu í og rústuðu fjórða leikhlutanum, 36-12, og unnu leikinn að lokum með 26 stiga mun, 110-84 og rimmuna sjálfa 3-1.

Chris Woods spilandi þjálfari Breiðablik skoraði 26 stig en næstur kom Erlendur Ágúst Stefánsson með 20 stig.

Ísak Sigurðarson skoraði sextán stig fyrir Hamar sem tapar úrslitaeinvíginu annað árið í röð. Larry Thomas skoraði fjórtán stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.