Virðum flugöryggi Ingvar Mar Jónsson skrifar 15. apríl 2018 08:00 Framsóknarflokkurinn vill vernda Reykjavíkurflugvöll i núverandi mynd og byggja hann upp til þess að hann nýtist samfélaginu betur. Framsókn vill tryggja nægt lóðaframboð fyrir íbúa og fyrirtæki í Reykjavík án þess að fórna Reykjavíkurflugvelli, því ekki skortir byggingaland í borginni. Rétt eins og aðrir flugvellir skapar Reykjavíkurflugvöllur störf og laðar að sér fólk og viðskipti. Flugvöllurinn er mikilvægur hlekkur í atvinnustarfsemi landsins og ég trúi að það séu samfélagsleg og efnahagsleg mistök að leggja hann niður. Völlurinn gegnir einnig mikilvægu öryggishlutverki fyrir flugsamgöngukerfi landsins sem besti varaflugvöllur millilandaflugsins. Ég hef margoft komið fljúgandi til Keflavíkur í slæmu veðri eftir langt næturflug, þá er mikið öryggi í því fólgið að geta lent á Reykjavíkurflugvelli ef skilyrði heimila ekki lendingu í Keflavík. Sem flugmaður og flugstjóri í innanlands- og millilandaflugi til ríflega tuttugu ára, finnst mér algjört glapræði að þrengja að eða leggja Reykjavíkurflugvöll niður. Ég vil í raun leggja það að jöfnu við að fjarlægja öryggisbelti úr bifreiðum.Rándýrar íbúðir fyrir hverja?Það er dýrara að byggja í mýri en á klöpp. Að leggja Reykjavíkurflugvöll niður og byggja húsnæði í Vatnsmýrinni verður dýrt. Ég velti fyrir mér hverjir hafi efni á að kaupa sér nýja íbúð þar. Líklegt er að efnameiri einstaklingar muni yfirbjóða þá efnaminni. Mikil þörf er fyrir ódýrt húsnæði fyrir fyrstu fasteignakaupendur og ungar barnafjölskyldur, en slíkt húsnæði verður tæplega á boðstólum í Vatnsmýrinni. Til að koma til móts við vilja þeirra sem vilja byggð í Vatnsmýri er vel hægt að byggja í kringum flugvöllinn án þess að leggja hann niður. Rétt er að benda á að mörg dæmi eru um flugvelli í þéttbýli í erlendum stórborgum, t.d. London city og La Guardia í New York.Virðum vilja íbúa og verum skynsöm.Samkvæmt öllum skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið síðustu misseri, vill meirihluti borgarbúa og mikill meirihluti landsmanna flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Mikil verðmæti eru fólgin í flugvellinum sem óskynsamlegt er að kasta á glæ. Út frá flugöryggi er óumdeilt að Ísland þarf tvo flugvelli á suður eða suðvesturlandi sem geta tekið á móti þotum í millilandaflugi. Því er ekki nægjanlegt að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur, ávallt mun þurfa að byggja nýjan varaflugvöll. Spurningin er því hvort við viljum leggja niður Reykjavíkurflugvöll, sem þjónar hlutverki sínu vel, til þess að byggja annan flugvöll sem mun sennilega kosta 200 milljarða króna. Eru ekki önnur samfélagsverkefni brýnni? Ég hvet þig kjósandi góður, til að leggja málstaðnum lið og kjósa Framsókn í Reykjavík. X-B.Höfundur er flugstjóri hjá Icelandair og skipar 1. sæti á framboðslista Framsóknar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn vill vernda Reykjavíkurflugvöll i núverandi mynd og byggja hann upp til þess að hann nýtist samfélaginu betur. Framsókn vill tryggja nægt lóðaframboð fyrir íbúa og fyrirtæki í Reykjavík án þess að fórna Reykjavíkurflugvelli, því ekki skortir byggingaland í borginni. Rétt eins og aðrir flugvellir skapar Reykjavíkurflugvöllur störf og laðar að sér fólk og viðskipti. Flugvöllurinn er mikilvægur hlekkur í atvinnustarfsemi landsins og ég trúi að það séu samfélagsleg og efnahagsleg mistök að leggja hann niður. Völlurinn gegnir einnig mikilvægu öryggishlutverki fyrir flugsamgöngukerfi landsins sem besti varaflugvöllur millilandaflugsins. Ég hef margoft komið fljúgandi til Keflavíkur í slæmu veðri eftir langt næturflug, þá er mikið öryggi í því fólgið að geta lent á Reykjavíkurflugvelli ef skilyrði heimila ekki lendingu í Keflavík. Sem flugmaður og flugstjóri í innanlands- og millilandaflugi til ríflega tuttugu ára, finnst mér algjört glapræði að þrengja að eða leggja Reykjavíkurflugvöll niður. Ég vil í raun leggja það að jöfnu við að fjarlægja öryggisbelti úr bifreiðum.Rándýrar íbúðir fyrir hverja?Það er dýrara að byggja í mýri en á klöpp. Að leggja Reykjavíkurflugvöll niður og byggja húsnæði í Vatnsmýrinni verður dýrt. Ég velti fyrir mér hverjir hafi efni á að kaupa sér nýja íbúð þar. Líklegt er að efnameiri einstaklingar muni yfirbjóða þá efnaminni. Mikil þörf er fyrir ódýrt húsnæði fyrir fyrstu fasteignakaupendur og ungar barnafjölskyldur, en slíkt húsnæði verður tæplega á boðstólum í Vatnsmýrinni. Til að koma til móts við vilja þeirra sem vilja byggð í Vatnsmýri er vel hægt að byggja í kringum flugvöllinn án þess að leggja hann niður. Rétt er að benda á að mörg dæmi eru um flugvelli í þéttbýli í erlendum stórborgum, t.d. London city og La Guardia í New York.Virðum vilja íbúa og verum skynsöm.Samkvæmt öllum skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið síðustu misseri, vill meirihluti borgarbúa og mikill meirihluti landsmanna flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Mikil verðmæti eru fólgin í flugvellinum sem óskynsamlegt er að kasta á glæ. Út frá flugöryggi er óumdeilt að Ísland þarf tvo flugvelli á suður eða suðvesturlandi sem geta tekið á móti þotum í millilandaflugi. Því er ekki nægjanlegt að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur, ávallt mun þurfa að byggja nýjan varaflugvöll. Spurningin er því hvort við viljum leggja niður Reykjavíkurflugvöll, sem þjónar hlutverki sínu vel, til þess að byggja annan flugvöll sem mun sennilega kosta 200 milljarða króna. Eru ekki önnur samfélagsverkefni brýnni? Ég hvet þig kjósandi góður, til að leggja málstaðnum lið og kjósa Framsókn í Reykjavík. X-B.Höfundur er flugstjóri hjá Icelandair og skipar 1. sæti á framboðslista Framsóknar í Reykjavík.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun